Heima er bezt - 01.07.1966, Side 5
í túninu. Lét Oddný þá afgirða svæði fyrir væntanleg-
an garð og hófst þegar handa um skipulagningu á hon-
um, og var hennar fyrsta verk að rækta skjólgirðingar
úr víðitegundum til varnar ungviðinu. Síðan eru nú lið-
in 20 ár, og á þessum árum hafa vaxið þarna margs kon-
ar tré og runnar, sem er skipulega fyrir komið um allan
garðinn. Á einum stað mynda reynitré stafina O. M.,
sem eru upphafsstafir í nafni húsfreyjunnar. Ekki hef-
ur Oddný gleyrnt blómunum, því að þau eru víða í
garðinum, ýmist meðfram gangstígum eða í sérstökum
beðum. Þá eru þar einnig vermireitir, þar sem hún elur
upp ýmsar káltegundir og aðrar matjurtir. Lítill hljóð-
látur lækur rennur gegnum garðinn og er hann til mik-
illar prýði. Utan við lækinn, í skjóli fyrir norðaustan-
áttinni, er lítið skeifulagað byrgi, umkringt reynitrjám.
Geta menn þar tyllt sér á grasivaxinn bekk og notið
kyrrðar í skjóli trjánna og hlustað á nið lækjarins. —
Það hefur alla tíð verið metnaður húsfreyjunnar að
garðurinn yrði sem fegurstur, enda hefur hann tekið
undraverðum þroska á ekki lengri tírna og munu hæstu
trén vera sex metrar á hæð.
En oft hafa líka áhvggjurnar steðjað að. Þar sem
garðurinn liggur í halla, er jafnan nokkur hætta á að
snjóþyngsli kunni að valda skemmdum á honum. Það
hefur þó ekki orðið í ríkum mæli fyrr en nú. Síðast-
liðinn vetur hefur farið ómjúkum höndum um garðinn.
Snjóþyngsli og harðviðri hafa sligað girðingar, brotið
Elin Ólafsdóltir.
Methúsalem Einarsson.
tré og bælt niður annan gróður. Leit svo út um tíma að
garðurinn væri hálfeyðilagður. Svo er þó ekki, sem bet-
ur fer, og standa vonir til að hann nái sér bráðlega aft-
ur og verði sem fyrr til yndisauka fyrir eigendurna og
aðra, sem unna fögrum g'róðri.
Frú Oddný Aðalbjörg Methúsalemsdóttir er fædd á
Bustarfelli í Vopnafirði 28. febrúar 1891. Foreldrar
hennar voru Methúsalem Einarsson og Elín Ólafsdóttir.
Var faðir hennar af hinni þekktu Bustarfellsætt, sem
búið hefur þar síðan árið 1532. Móðir hennar var einnig
af merkum bændaættum, en hún var frá Sveinsstöðum
í Þingi í Austur-Húnavatnssýslu. Eftir að móðir henn-
ar dó, stóð hún fyrir búi Methúsalems bróður síns um
nokkurra ára skeið, en árið 1924 giftist hún Friðrik
Sigurjónssyni, síðar hreppstjóra í Ytri-LIIÍð, viður-
kenndum sæmdar- og dugnaðarmanni. Hafa þau hjón,
og síðar sonur þeirra og tengdadóttir, gert jörðina að
stórbýli.
Fljótt kom dugnaður húsfreyjunnar í ljós. Hún lét
sér ekki nægja að stjórna mannmörgu heimili, heldur
hafði hún einnig önnur áhugamál, svo sem heimilis-
iðnað, garðrækt og trjárækt. Þegar hún var ung stúlka,
var hún einn vetur á húsmæðraskóla í Reykjavík og
hlustaði þá á fyrirlestra Einars Helgasonar, garðyrkju-
fræðings, en það varð til að vekja hjá henni þann neista
sem aldrei slokknaði. Trjáræktaráhugi hennar náði einn-
ig út fyrir heimilið, því að hún stofnaði skógræktarfé-
Heima er bezt 225