Heima er bezt - 01.07.1966, Síða 9

Heima er bezt - 01.07.1966, Síða 9
ÞORÐUR JONSSON, LATRUM: Nonni «miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii ......................... I ÞÓRÐ Á LÁTRUM þarf ekki að kynna fyrir lesend- i | um Heima er bezt, svo vel er hann þekktur fyrir for- | i ystu sína í björgunarafrekinu við Látrabjarg. i i í þessum þætti lýsir hann bjargsigi og bjargfugla- | = veiði í Látrabjargi, og hefur þann hátt á, að lýsa öllu, i i sem fyrir augun ber hjá Nonna litla, sem fer í fyrsta | | sinni á bjarg. i í þættinum lýsir Þórður af mikilli kunnáttu aðferð- i 1 unum við bjargsig og bjargfuglaveiði, en þessi þáttur f S atvinnulífsins verður líklega aðeins gömul saga eftir i i nokkra áratugi, því að stöðugt fækkar þeim, sem leikn- | | ir eru í þessu lífshættulega en lokkandi starfi. — St. J. f •mmmmimmmmmmmmimimmmimmmmmMmmmiHmmmmmmmmmmiimiii* '-ir_ að var sunnudagur í tíundu viku sumars. Sólin lí hellti geislaflóði inn um gluggann á suðurgafli II ^ baðstofunnar, og myndaði geislarák eftir hvít- skúruðu baðstofuloftinu, en þar sem geislinn lá á, sást betur hvað loftfjalirnar voru slitnar, þar sem kvistir voru í viðnum mynduðust smáhólar, því þeir höfðu eldd troðizt eins fljótt og mjúki viðurinn í kring- um þá. Eftir þessum slitnu fjölum gekk nú pabbi hans Nonna með húslestrabókina eftir Pétur Pétursson í hendinni, hann hafði í fjölda mörg ár, gengið þessi sömu spor að afloknum húslestri. Hann lét bókina uppá hilluna yfir glugganum, þar var hennar staður. Það fór að koma hreyfing á fólkið, sem hafði setið hljótt undir lestrinum, nema hvað Nonni hafði seilzt uppá hilluna yfir rúminu sínu, sem hann hafði sjálfur smíðað, og tók þaðan lítinn bát, sem hann var að tálga, og ætlaði að snikra hann svolítið til. En það var litið eftir honum Nonna, hvort hann hefði hugann við ann- að en það heilaga orð, sem lesið var. Pabbi hans hafði til að líta snöggt upp úr bókinni, og hvessa augun á Nonna, svo hann lét þá allar vinnutilraunir niður falla, en hann átti illt með að hafast ekkert að. Krakkarnir hlupu út eftir lesturinn, nema Nonni, hann sat eftir. Mamma hans fór niður í eldhús að hugsa um hádegis- kaffið, hitt fólkið fór einnig niður. Feðgarnir voru tveir eftir. Pabbi hans settist aftur á rúmið sitt, fékk sér í nefið og sagði um leið og hann stakk tappanum í pont- una: „Það væri líklega rétt að skera sér svolítið í nefið, uppá bjargferðina.“ Hann tók svo tóbaksjárnið í hægri hendina, lagði rjól- bútinn á fjölina með þeirri vinstri, og skar hann niður í þunnar fleður, síðan tók hann sinni hendi um hvort handfang á járninu og tók til við skurðinn. Efri búkurinn komst allur á hreyfingu við að hreyfa járnið fram og aftur. „Ætlarðu ekki að fara út og leika þér, Nonni minn, í svona góðu veðri?“ „Ne-ei ekki strax,“ sagði Nonni og tók aftur bátinn sinn, en úr smíði varð þó ekki. „Pabbi, má ég fara með ykkur á bjarg á morgun?“ stundi Nonni upp. Pabbi hans hætti að skera og sópaði saman á fjölinni með handarjaðrinum. „Þú ert nú nokkuð lítill til þess Nonni minn að fara að taka þátt í bjargferðum, það er erfitt að draga fuglinn upp, svo ég held þú verðir liðléttur við það.“ En hann Nonni var ekki á því að gefast upp. „Ég veit að ég er eins sterkur og hún Gudda gamla, og fer hún þó alltaf á bjarg og fær hlut, mér er sama þó ég fái ekki heilan hlut, bara að ég fái að fara.“ „Jæja, af hverju heldurðu að þú sért eins sterkur og hún?“ „Af-af því að við erum stundum að hrekkja hana þegar hún er í fjósinu, og þá nær hún stundum í mig, en ég get undireins losað mig, eins og ekki neitt.“ „Það var ljótt af þér að hrekkja gömlu konuna og þú ættir skilið flengingu fyrir það, en gamla konan er búin að fara svo margar ferðir á bjarg að hún á vel fyrir því að vera með enn, þótt segja mætti kannske að hún ynni ekki fullkomlega fyrir hlutnum sínum nú orðið.“ Og svo sópaði hann aftur saman á fjölinni. Nonna sýndist hér í óefni kornið, og varð heldur dapur, hann hafði sosum beðið um þetta áður, það er leiðinlegt að vera lítill, hann hafði þó tekið hákarlslýsi í allan fyrravetur, hugsaði Nonni. En um leið og pabbi hans tók aftur að skera, sagði hann við Nonna: „Ég veit ekki hvort ég síg í þessari ferð, það verða svo margir sigmenn, þar sem ekki verð- ur sigið nema á einum festum. („Festar“, var sigvaður- inn stundum kallaður.) Svo ræð ég því ekki einn hvort þú færð að koma með, þú getur reynt að fara til hinna sigmannanna, og biðja þá að lofa þér með.“ Nonni fleygði frá sér bátnum og hnífnum á rúmið, þeyttist eftir loftskákinni niður stigann og út. Heima er bezt 229

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.