Heima er bezt - 01.07.1966, Side 14
Eftir að hafa lokið öllum nauðsynlegum undirbún-
ingi, byrjaði hann á verkinu sjálfu.
Að höggva þrep í snjóinn niður þessa bröttu og hrika-
legu gjá, reyndist seinlegra og erfiðara en hann hafði
búizt við. Honum sóttist því verkið mjög seint, og var
hann hvað eftir annað að því kominn að hætta við allt
saman, en í hvert sinn er slíkt kom í hugann, var sem
einhver hvíslaði að honum að halda áfram, og samtímis
reikaði hugurinn heim, — heim til hennar, sem hann unni
meira en sínu eigin lífi. Hann var í raun og veru að inna
þetta sérstæða hlutverk af hendi hennar vegna.
Ef hann sigraði, þá var hann sannfærður um að Ás-
laug myndi taka meira tillit til hans hér eftir, en hún
hefði gert til þessa. Hún hafði að vísu verið ofurlitið
glaðlegri og skrafhreifnari við hann síðustu mánuðina,
þó aldrei hefðu þau talast við um sín einkamál; en hún
gat haft aðrar ástæður fyrir þessari litlu breytingu á
framkomu sinni gagnvart honum. Hvað sem nú þessu
leið, hélt vonin honum vakandi, vonin, um bjarta og
hlýja framtíð, við hlið hennar.
Að áliðnum næsta degi hafði hann yfirstigið það erf-
iðasta af þessu starfi. Hann hafði komizt heill upp á
gjábrúnina með hinar jarðnesku leifar þeirra félaga.
En hann hafði líka gengið svo fram af sér, að hann
riðaði á fótunum, honum sortnaði fyrir augum, og svo
vissi hann ekkert af sér um stund.
V.
Það er komið fram yfir dagmál hinn annan dag er
Grímur var að heiman.
Fólkið var því að vonum farið að undrast um hann.
Úlfar bóndi lét þó á sér skiljast, að vel gæti verið, að
hann hefði þurft að leita fram á nótt að sauðunum, og
því ekki getað verið að fara heim fyrr en hann hefði
látið út sauðina næsta morgun.
.Með sjálfum sér var bóndi þó mjög kvíðinn, að eitt-
hvað hefði fyrir Grím komið, með því, að hann var
ekki vanur að telja eftir sér að ganga heim, þó seint væri.
Kristín bústýra kvaðst ætla að Grímur hefði hlaupið
á brott. Það hefði líka einhver látið greipar sópa í búr-
inu, sömu nóttina og hann hafði farið, enda hefði sig
lengi grunað, að pilturinn sá væri ekki allur þar sem
hann væri séður.
„Þungar sakir berð þú á Grím, frænka,“ mælti Ás-
laug af nokkrum hita. „Hélt ég þó að hann ætti annað
skilið af okkur, eins trúr og atorkusamur maður og hann
hefur jafnan reynzt síðan hann kom hingað.“
„Vel talar þú máli Gríms, dóttir góð,“ sagði Úlfar,
„og er það nokkuð á annan veg en ég gat búizt við,
eftir því sem mér hefur virzt framkoma þín gagnvart
honum undanfarin ár.“
„Já, pabbi. Ég veit að ég hefi oft verið þurr og köld
í viðmóti við hann, en allt hefur sínar orsakir, og þær
kannske segi ég ykkur seinna, en nú ætla ég að fara að
tala við Gísla gamla og vita hvað hann hefur dreymt í
nótt. Skeð getur að hann grilli eitthvað í hvað tafið
hefur Grím, annars verður þú að fara að leita hans,
pabbi, ef hann fer ekki að koma.“
„Hvað hefur þig dreymt í nótt, gamli vinur?“ sagði
Áslaug um leið og hún strauk mjúklega hrukkóttan
vanga gamla mannsins.
„Og fátt held ég það sé nú merkilegra en vant er,“
mælti Gísli gamli með hægð. „Heyrðu Áslaug, er ekki
Grímur korninn?"
„Nei,“ svaraði Áslaug. „Við erum orðin hrædd um
að eitthvað hafi komið fyrir hann.“
„Ekki kominn enn. Já, hann hefur líklega átt erfiða
nótt, blessaður drengurinn,“ mælti Gísli gamli, eins og
við sjálfan sig.
„Hvað segirðu? Erfiða nótt? Þú veizt þá eitthvað.
Þig hefur dreymt eitthvað um Grím. í hamingju bæn-
um! Ó, ég er svo óttalega hrædd um að eitthvað hafi
komið fyrir hann. Ég get ekki afborið að missa hann.“
„Himneski faðir! Lof sé þér, að þú hefur bænheyrt
mig,“ mælti þá Gísli gamli.
Síðan sagði hann við Áslaugu: „Það er nú ef til vill
ekki mikið að marka mína drauma, en svo segir mér
hugur um, að Grímur muni í nokkrum vanda staddur,
en þó ekki stórhættulegum, ef brugðið er strax við og
komið honum til hjálpar. Ég veit að faðir þinn mun fara
með pilta sína að leita Gríms, og legg ég til að þú farir
með, því vel má vera að aðstoð þín verði ekki lítils virði.
Þið skuluð leita niður í Miðgili, verðið þið einskis vís-
ari fyrr, og farðu nú heil og sæl.“
Áslag flýtti sér nú til föður síns og sagði honum hvað
Gísli legði til málanna. Hann brá við skjótt, og eftir
stutta stund voru þau öll komin af stað.
VI.
Nú víkur sögunni til Gríms. Svo sem áður er sagt
leið yfir hann, er hann var kominn upp á gjárbrúnina
með hinar jarðnesku leifar þeirra félaga. Hann raknaði
þó tiltölulega fljótt við aftur og fór að brölta á fætur
og reyna að selfæra þennan óvenjulega farangur lengra
upp eftir gilinu, þar til að hann gæti komizt upp úr því.
Hann mátti þó brátt hætta við það, því hann gat
naumast tyllt í annan fótinn. Og nú mundi hann að
hann hafði dottið í gilurðinni rétt áður en leið yfir
hann. Hann mátti þó til að einbeita öllu viljaþreki sínu
til að komast upp úr gilinu sjálfur, því hann gat naum-
ast búizt við að nokkrum dytti í hug að leita þar, ef
komið yrði að leita hans og það var hann reyndar viss
um að yrði gert.
Með óvenjulegu viljaþreki og karlmennsku tókst hon-
um að smámjaka sér áfram með aðstoð sporrekunnar,
sem hann sjaldan skildi við sig. Þjáningamar í fætin-
um vora að verða næstum óbærilegar, svo að hann þoldi
naumast að hreyfa fótinn. Og nú fannst honum í fyrsta
skipti á ævinni hann standa augliti til auglitis við sjálf-
an dauðann.
234 Heima er bezt