Heima er bezt - 01.07.1966, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.07.1966, Qupperneq 15
Hið óvenjulega starf undanfarnar klukkustundir, með öllum sínum hrikaleik og hættum, fannst honum hafa verið barnaleikur í samanburði við það ástand, sem hann var nú í. Og þó áttu kringumstæður hans — á þessum sólbjarta vordegi — eftir að verða enn alvarlegri innan fárra mínútna. Allt í einu barst hljóð að eyrum hans, hljóð sem hann kannaðist svo vel við. Snjóskriða kom á fleygiferð of- an gilið og reif með sér allt lauslegt sem fyrir varð. Leiftursnöggt fór í gegnum huga hans: Hvað var að ske? Átti hann að bera hér beinin? Hafði draumamað- urinn tælt hann út í þetta hættulega ævintýri til að tor- tímast eins og hinir? Nei, hann trúði því ekki, að öll sú orka og viljaþrek, sem hann hafði lagt fram við þetta sérstæða hlutverk, ætti ekki að bera neinn árangur. Ör- lagadísirnar gátu ekki verið honum svo andstæðar að þær létu hann farast í þessu snjóflóði. Grímur neytti nú allrar þeirrar orku sem hann átti að vega sig á sporrekunni upp í gilbarminn, ef vera kynni að snjóskriðan færi fram hjá honum. Ef hann hefði verið heill, hefði þetta tekizt, svo litlu munaði að hann slyppi. En nú var hann naumast nema á öðrum fætinum og því lítils viðnáms að vænta. Snjó- skriðan kastaði honum því flötum og dró hann með sér nokkra faðma niður gilið. Nú víkur sögunni til leitarfólksins. Eins og áður er sagt fór Ulfar bóndi ásamt dóttur sinni og tveim vinnu- mönnum að leita Gríms. Þau héldu beint til beitarhús- anna og leituðu þar bæði úti og inni, því þau hugðu sennilegast að hann hefði skyndilega orðið veikur, og þess vegna ekki komizt heim, en látið fyrirberast hjá beitarhúsunum cða inni í þeim. Allt í einu heyrðist Ás- laugu vera kallað á sig. Hún leit við, þangað sem henni heyrðist hljóðið koma, en sá ekkert. Hún var þó ekki í vafa um að hún hafði heyrt nafn sitt nefnt og það var rödd hans, sem kallaði. Hans, sem hún unni meira en sínu eigin lífi. „Já! Ég kem, elsku vinur,“ kallaði hún svo hátt sem hún gat. „Hvað ert þú að segja, barnið mitt?“ kallaði faðir hennar. „Hann er að kalla á mig. Út í Miðgil, fljótt,“ kallaði Áslaug um leið og hún hljóp af stað og auðvitað fóru piltarnir á eftir henni. Þcgar þau komu ofan í gilið, þar sem vér skildum síðast við Grím, sáu þau í fyrstu ekkert, en við nánari athugun sáu þau á annan cndann á sporrekunni, þar sem hún stóð lítið eitt upp úr snjódyngjunni. Eftir stutta stund hafði þeim tekizt að ná Grími upp úr snjónum og augnabliki síðar voru þau lögð af stað heim með hinn hálfmeðvitundarlausa sauðamann. VII. Nokkrum dögum síðar sat Áslaug við sjúkrabeð í svefnhúsi föður síns. í rúminu lá Grímur. Hann hafði verið mjög veikur undanfarna daga, en var nú tekinn að hressast. Þó var hann enn mjög máttfarinn og lá oftast í hálfgerðu móki. Allt í einu opnaði hann augun og horfði á Áslaugu. „Hvar er ég? Hvað hefur komið fyrir? Hví ert þú hjá mér, Áslaug? Eða er mig aðeins að dreyma? „Nei, vinur minn,“ svaraði Áslaug, og svipur hennar lýsti ást og umhyggju. „Þetta er ekki draumur. Þú hef- ur verið ákaflega veikur undanfarin dægur, en ég vona að nú sért þú úr allri hættu. Þú verður aðeins að reyna að vera rólegur.“ Og um leið og hún sagði þetta íaut hún ofan að Grími og þrýsti fyrsta ástarkossinum á varir hans. „Áslaug! Elsku Áslaug!“ Áslaug kyssti hann blíðlega aftur og mælti: „Þú verð- ur að muna eftir því, hjartans vinurinn minn, að vera stilltur, svo þér batni fljótt.“ í þessu kom Úlfar inn í svefnhúsið. „Hvernig líður?“ spurði hann. Þegar hann sá að Grímur var vakandi, gekk hann að rúminu og mælti: „Það gleður mig að þú ert að hressast, Grímur minn,“ en Áslaug tók fram í fyr- ir honum. „Þú mátt helzt ekki tala mikið við hann núna, pabbi, því hann þyrfti að geta sofnað. Annars vona ég að hann sé úr allri hættu.“ „Jæja, barnið mitt. Viltu nú ekki fara og hvíla þig. Ég skal annast sjúklinginn á meðan.“ Nokkrum dögum síðar voru jarðsettar hinar jarð- nesku leifar þeirra félaga að viðstöddu óvenju miklu fjölmenni, enda hafði Úlfar hugsað sér að gera útför þeirra svo virðulega sem kostur væri á. Húskveðja var að sjálfsögðu heima á Fögrubrekku og rausnarlegar veitingar að þeirra tíma hætti. Við það tækifæri fór Grímur á fætur í fyrsta sinn og sátu þau hið næsta kist- unni, Grímur og Áslaug heitmey hans og höfðu Gísla gamla á milli sin, sem nú þurfti ekki að kvíða ellidög- unum að svo miklu leyti sem í mannlegu valdi stæði. Við hina hhð Grims sat Úlfar bóndi, en hægra megin við Áslaugu Kristín frænka hennar, sem nú hafði tekið nýja stefnu í máli Gríms og Gísla gamla, ólíka því sem áður var. Þá flutti presturinn mjög hjartnæma og athyglisverða ræðu, sem hann var þá og lengi síðan mjög rómaður fyrir. Einn sólbjartan sunnudag síðar þetta vor, sátu þau Ás- laug og Grímur í hlíðinni upp frá bænum og ræddust við. Grímur var nú orðinn allhress, en þó hvergi nærri jafngóður, enda þótt allt væri gert sem í mannlegu valdi stóð til að flýta fyrir bata hans. Hin mikla hamingja, sem honum hafði hlotnazt, þar sem var ást Áslaugar, hafði og mjög styrkt heilsufar hans, bæði andlega og líkamlega. Og nú sat hann hér við hlið hennar, sem hann unni heitara en sínu eigin lífi. Og þau nutu í sameiningu ástarinnar í hinu yndislega aftanskini. Heima er bezt 235

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.