Heima er bezt - 01.07.1966, Side 16

Heima er bezt - 01.07.1966, Side 16
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM: Pættir úr jarésögu Fjórha grein - Ur fiski i \ erfœtling Saga jarðarinnar hefur frá upphafi verið rík af stórfelldum atburðum. Lönd hafa risið úr sæ en önnur sokkið. Á hefur skipzt steikjandi hiti og nístandi kuldi, brunaþurrkur og steypiregn. En stundum hafa verið langvinn stormahlé, þegar kvörn tímans malaði hægt og rólega, en síðan dundu yfir ægi- legir landskjálftar og ógnum þrungin eldsumbrot. En samfara þessu er saga lífsins síbreytileg en samfelld, þótt nýjar tegundir og ættir komi til sögunnar en aðrar hverfi. Áður í greinaflokki þessum hefur verið gerð grein fyrir aldri jarðar og aldaskiptingu, og skal það ekki endurtekið hér. Vér skulum aðeins minnast þess, að ald- ur jarðarinnar er talinn um 5 milljarðar ára. Til þess að skapa oss nýja mynd af lengdarhlutföllum alda og tíma- bila, mætti hugsa sér jarðsöguna skráða í fimm bindum, sem hvert væri 1000 blaðsíður, svaraði þá hver blaðsíða til einnar milljónar ára. Tvö fyrstu bindin hefðu ekkert af lífi að segja. Það er ekki fyrri en í miðju þriðja bindi, sem eitthvað smávegis væri skráð á síðu og síðu um mjög frumstæðar vatnaplöntur eða leifar þeirra. Þegar komið væri dálítið fram í fimmta og síðasta bindið, kæmu fyrstu dýrin við sögu, en þau hafa þá náð því þroskastigi, að fullyrða má, að þögnin um þau fram að þessu stafi aðeins af skorti á heimildum. Það er ekki fyrri en í miðju síðasta bindinu, að saga lífsins verður samfelld, og hver viðburðurinn rekur ann- an. Þannig fáum vér ekki rakið þá sögu á jörðunni, nema síðasta áttunda hlutann af allri jarðsögunni. í hinu um- rædda síðasta bindi mundi t. d. saga trölleðlanna hefj- ast fyrst á blaðsíðu 800, en öll saga mannlegra vera fyllti ckki einu sinni tvær síðustu blaðsíðurnar, og hin skráða mannkvnssaga, sem nær yfir um 6000 ár, vrði þá að- eins síðasta línan á seinustu blaðsíðunni í þessu 5000 blaðsíðna ritverki. Þegar þannig er á málið litið, hljót- um vér að finna til smæðar mannsins í heildarmynd lífssögunnar. Þótt sagt væri, að saga lífsins sé samfelld síðustu 500 milljón árin, er það þó eigi svo að skilja, að hvergi séu evður. í hinni miklu bók eru sumar síðurnar máðar, svo að lítt eru þær læsilegar, eða jafnvel vantar í þær. En alltaf eru að bætast við nýjar og nýjar heimildir, svo að eyðum fækkar, og þær smækka. En þannig eru eyður þessar til komnar, að sérstök skilyrði þurfa að vera fyrir hendi, til þess að steingervingar geymist, og síðan komi til sú heppni jarðfræðinganna að finna þá staði, sem eitthvað læsilegt er skráð í jarðlögin. Eins og þegar var getið, vita menn sáralítið um lífið á jörðunni fyrr en fornöld hefst. Nýlega hafa þó fund- izt steingervingar frá frumöld í Ástralíu. Sýna þeir oss inn í áður ókunnan dýraheim, frábrugðinn mjög því, sem síðar varð. í upphafi fornaldar var dýralífið næsta fáskrúðugt hjá því, sem síðar varð. Hins vegar var einstaklingamergð sumra tegunda og ættbálka svo gífurleg, að heil jarðlög mega kallast gerð eingöngu úr skeljum þeirra. Einn sá dýraflokkur, sem mestan svip setti á dýrarík- ið framan af fornöldinni, voru þríbrotarnir. Þeir voru liðdýr, sem um margt líkjast krabbadýrum og hafa ver- ið taldir til þeirra, en nú er talið sennilegra, að þeir hafi verið skyldari sporðdrekum og köngurlóm. Nafn draga þeir af því, að yfir líkama þeirra Iá skjöldur í þremur lengdarfellingum. Af þríbrotum þekkjast yfir 10 þús- und tegundir úr jarðlögum víða um heim. Dýraflokkur þessi tók sífelldum breytingum, svo að einstök jarðlög eða tímabil verða einkennd við tilteknar tegundir þeirra eða ættir. Gullöld þríbrotanna stóð meira en 100 millj- ónir ára, og hinir síðustu þeirra dóu ekki út fyrr en í lok fornaldar eða um 300 milljónum ára eftir að þeir fyrstu komu fram í dagsljósið. Afkomendur eiga þeir enga. Þegar líður á fornöldina gerist dýralífið fjölskrúð- ugra, stöðugt bætast við nýjar tegundir og ættbálkar. Fn hcr verður einungis horfið að upphafinu á sögu hryggdýranna. Norður á Svalbarða og víðar hafa fundizt lcifar af hinum svonefnda frumfiski. Hann var þakinn bein- skjöldum, cn bcinagrindalaus. Hins vegar var heili hans allþroskaður og í fullu samræmi við heila hryggdýr- anna. Fiskur þessi virðist hafa verið skyldastur hring- 236 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.