Heima er bezt - 01.07.1966, Síða 17
munnunum, slímál og steinsugu, sem eru kjálkalausir
fiskar og með mjög vanþroska beinagrind, en þá vant-
ar beinaskildi frumfiskjarins. Kjálkalausu fiskarnir eru
frumstig fiskanna. Munnur þeirra er eins konar sog-
munnur, svo að þeir hafa hlotið að afla sér fæðu með
því að sjúga upp í sig botnleðju hafsins og melta úr
henni þær næringaragnir, sem í henni voru. Þegar fisk-
arnir síðar náðu því þroskastigi, að fremstu tálknabog-
arnir breyttust í kjálka, varð gjörbreyting á lifnaðar-
háttum þeirra. Eftir það gátu þeir ráðið við smærri dýr
og veitt þau sér til matar.
Eiginlegir fiskar í líkingu við nútímafiskana komu
fyrst fram á Sílúr-tímabilinu. Þeir voru enn þaktir bein-
skjöldum líkt og frumfiskarnir. Skjaldfiskar þessir náðu
allháu þroskastigi, þannig voru til um 10 metra langir
skjaldháfar á Devons-tímabilinu.
Eftir því sem stundir líða fram, greinist flokkur fisk-
anna í sérstaka ættbálka, en samtímis líða frumfiskar og
skjaldfiskar undir lok. Hér verður ekki rakin þróunar-
saga einstakra ætta eða ættbálka, svo sem þvermunna,
gljáfiska og beinfiska, sem mestum þroska hafa náð í
fiskaflokknum, en eiga þó enga afkomendur. Hins veg-
ar skal staðnæmst við þann ættbálkinn, sem verður for-
faðir allra landhryggdýra, froskdýra, skriðdýra, fugla
og spendýra. Fiska þessa mætti ef til vill kalla skaftugga-
fiska, eða til styttingar skaftfiska, á íslenzku. Fræðiheiti
þeirra er Crossopterygii. Uggar þeirra voru mjög frá-
brugðnir því, sem er á öðrum fiskum, má segja að þeir
séu líkt og á sköftum, því að í þeim er ein beinstoð, sem
minnir á uppistöðuna í útlimum landdýranna, en geisl-
arnir h'kt og skúfur. Sundmagi þeirra var breyttur í
ófullkomið lunga, svo að fiskar þessir gátu andað á
þurru landi, ef t. d. vatnið, sem þeir lifðu í þornaði í
sumarhitum. Frá nasaholunum lágu göng niður í kok-
ið, eins og gerist á öllum æðri hryggdýrum. Lengi var
talið, að fiskar þessir hefðu dáið út á miðöld jarðar, en
fyrir nokkrum árum síðan var einn þeirra dreginn bráð-
lifandi úr sjó nálægt Madagaskar, og síðan hafa fleiri
fengizt.
Þau einkenni skaftfiskanna, sem talin voru, sýna ljós-
lega skyldleikann við ferfætlingana, enda munu land-
hryggdýrin öll eiga kyn sitt til þeirra að rekja.
Þess var getið í greininni um landnám plantnanna, að
líkami þeirra hlaut að taka gjörbreytingu áður en þeim
væri fært að hefja landnám á þurrlendinu. Ekki á þetta
síður við um dýrin. Vaxtarlag þeirra og öll gerð þurfti
að gjörbreytast áður en þau yrðu fær um að lifa og
hræra sig á þurrlendinu. Skal nú drepið á hið helzta.
Vatnalífinu fylgja margvísleg þægindi umfram landlíf-
ið. Lagardýrin fá t. d. bæði súrefni og sölt beinlínis úr
sjónum. Meira er þó um það vert, að hreyfingar þeirra
eru þeim mjög auðveldar, vegna þess, að þau hafa nær
enga þyngd í vatninu. Á landi krefst hins vegar þyngd-
araflið réttar síns. Beinagrind landdýrs verður því að
vera við það miðuð að halda líkamanum uppi, og um
leið verður honum þörf sérstakra hreyfingartækja. Þá
Þríbrotar. (Úr Naturen.)
Framstrrð salamandra. Halinn likist stritlu á fiski. Dýrið var
um 60 sm. og lifði á Grœnlandi á Devonstímanum.
Hreistursalamandra i fenjaskógi fornaldor. Fremst til vinstri
elftingar, en jafnatré til heegri. (Úr Naluren.)
þarf dýrið einnig að fá varnir gegn þurrki og helzt einn-
ig gagnvart hitabreytingum. Því vaxa lungu til að anda
mcð, cn jafnframt verða dýrin að gcta náð í vatn og
sölt eftir þörfum hkamans.
Allar þcssar breytingar tóku margar milljónir ára,
enda þótt fyrstu landdýrin lifðu að nokkru leyti í vatni,
Heima er bezt 237