Heima er bezt - 01.07.1966, Blaðsíða 19
Fimmta
Old trölle&lnanna
grein —
Fornöld jarðar lauk með stórkostlegum byltingum.
Hrikalegir fjallgarðar risu upp af hafsbotni, og víðlend
jökulhvel urðu til á suðurhluta jarðar. í upphafi mið-
aldar var landslag á jörðunni stórbrotið og ekki ósvip-
að því, sem það er víða nú á dögum. Háir fjallgarðar
skiptust á við miklar lágsléttur og hitabeltisskógar við
köld svæði og eyðimerkur.
Miðöld stóð yfir í um 170 milljónir ára. Hún skipt-
ist í Trias-, Júra- og Krítartímabil, og henni lauk fyrir
60—70 milljónum ára. Evrópa miðaldar var furðuólík
því, sem nú er. Þar sem nú eru mestu fjallgarðar álfunn-
ar, Pyreneafjöll, Alpafjöll og Balkanfjöll var þá hlýr
hafsjór, með fjölda eyja og umfangsmikilla kóralrifja,
en leifar þeirra finnast nú í allt að 1000 metra þykkum
kalklögum Alpafjalla.
Á kóralrifjunum og í hlýjum sjónum umhverfis þau
moraði af lífi. í lónunum innan við rifin safnaðist fín-
gerð kalkleðja, sem geymt hefur dýraleifarnar með
ágætum. í Suður-Þýzkalandi hafa t. d. fundizt um 600
tegundir dýra, sem lagzt hafa til hinztu hvíldar í kóral-
rifjalónum Júratímabilsins. Svo vel eru þessar leifar
geymdar, að nærri lætur, að skyggn augu náttúruskoð-
arans fái séð fyrir sér hið iðandi líf hafsins á þessum
tíma, þar sem krabbadýr og skeldýr skreiddust um sjáv-
arbotninn, en fiskar og smokkfiskar sveimuðu og syntu
innan um kóralskógana í sægrænu hafinu. En meðal
sjávardýranna finnast einnig leifar landdýra, sem villzt
hafa út í lónin og borið þar beinin. Merkilegustu leif-
arnar af því tagi er eðlufuglinn (Archaeopteryx), sem
af einhverju slysi hefur lent út í kalkleðjuna í lóninu,
þar sem hann enti ævi sína. Oflangt mál yrði að telja
allar þær furðumyndir, sem steinninn geymir þarna, en
svo vel cru leifarnar varðveittar, að þar sjást t. d. gárar
í leirnum, sem fram hafa komið við vængjasveiflur skor-
dýra, sem háðu þar dauðastríð sitt í kalldeðjunni.
Eitt af því, sem fremur öðru vekur athygli vora í
kalklögum þessuin eru flatvaxnir kuðungar, sem þar
morar af. Á sínum tíma gevmdu kuðungar þessir smokk-
fiska, sem hlotið hafa nafnið Ammonssmokkar. í kuð-
ungnum eru lofthol, scm lialdið hafa dýrinu á floti. Af
þcim þekkjast um 5000 tegundir, og hafa margar þeirra
verið mjög útbreiddar. Þannig finnast sömu tegundir
Ammonssmokka í Evrópu og austur í Tíbet. Tekur það
af öll tvímæli um, að lögin á þessum fjarlægu stöðum
séu jafngömul. Ammonssmokkar hafa fundizt í lögum
frá miðri fornöld, en þeir deyja út við lok miðaldar eða
fyrir um 65 milljónum ára. Þannig er hægt að fylgja
fcrli þeirra, þróun og hrörnun um 350 milljónir ára.
Saga Ammonssmokkanna sýnir oss, hvernig ættbálk-
ur dýra rís á legg, nær þroska, lifir fullkomið blóma-
skcið, hrörnar og deyr út án afkomenda. Innan sumra
ætta þeirra að minnsta kosti, kemur það í ljós, hversu
tegundirnar verða sífellt stórvaxnari og margbrotnari
að gerð eftir því sem tímarnir líða. Stærstu Ámmons-
kuðungamir eru meira en 2.5 metrar í þvermál. Þá er
ekki síður furðulegt, hvernig Ammonssmokkarnir taka
á sig afkáralegar myndir, þegar líður að endalokum
þeirra. Sömu tilhneigingar verður vart meðal trölleðl-
anna eins og síðar segir. Ekkert er kunnugt um orsakir
þess, að Ammonssmokkarnir dóu út í lok miðaldar.
Raunar hafði tvisvar áður verið nærri þeim höggvið,
svo að einungis örfáar tegundir lifðu af hvoru sinni. En
svo mikinn svip settu Ammonssmokkarnir á dýralífið
í sjónum, að vel hefði mátt kenna miðöldina við þá,
þótt hitt yrði ofan á að kalla hana eftir hinum furðu-
legu skriðdýrum hennar trölleðlunum (Dinosauria).
Vér skulum nú skyggnast ögn um landslag og stað-
háttu Evrópu á miðöld. Fjöllin norðan við kórallahaf
Suður-Evrópu moluðust smám saman niður, og að lok-
um varð af þeim víðáttumikið sléttlendi, sums staðar
með eyðimörkum. Á nokkrum stöðum varð landsig,
þegar leið á öldina, svo að sjór flæddi inn yfir hið forna
meginland, þar sem nú er Þýzkaland, Pólland og Rúss-
land. Síðar rísu lönd þessi aftur úr sæ, svo að þar skipt-
ast víða á lög af sævarkalki og eyðimerkursandsteini.
Á landi lifðu nú fjölbreytilegir hópar skriðdýra og
gáfu lífinu svip. Þegar hér var komið áttu skriðdýrin
sér langa sögu, þótt ekki hefðu þau gegnt þar forystu-
hlutverki fyrr en nú. Hin fyrstu þeirra, sem voru ná-
skyld og nauðalík hreistursalamöndrunum, komu fram
þegar á steinkolatímabilinu. En framan af breyttust þau
hægt og gætti lítið. En þegar kemur að aldamótum forn-
aldar og miðaldar taka þau stórfelldan sprett fram á við
og breytast þá stórlega. Sumar ættir þeirra hverfa aftur
til vatnalífsins, og verða þá til lyvaleðlur og svaneðlur,
aðrar gerast flugdýr, fá þær húðvængi, sem minna á
Ieðurblökuvængi nútímans, kallast þær einu nafni flug-
eðlur. Sumar þeirra höfðu nokkurra metra langt væng-
haf, en aðrar litlu stærri en snjótittlingar. Langflestar
eðlurnar héldu sér þó við jörðina og löguðu sig eftir
breytilegu umhverfi, hvort heldur það var hitabeltis-
fenjaskógur eða svalviðrasamari sandauðnir.
Á Triastímabilinu lifðu eðlur, sem kallaðar voru The-
codontar, þær voru einn til hálfur annar metri á lengd
og gengu hálfuppréttar á afturfótunum einum saman.
Framfæturnir voru litlir, og þær báru halann á lofti, til
að skapa jafnvægi móti framhluta líkamans, sem hallað-
ist áfram. Eðlur þessar urðu forfeður fjögurra dýra-
hópa: krókódíla, flugeðlna, trölleðlna og fugla.
TröIIcðlurnar hafa orðið víðkunnar og mjög um-
ræddar af ýmsum sökum. Meðal þeirra eru stærstu dvr-
in, sem nokkru sinni hafa lifað á þurrlendi jarðarinnar.
Líkamsform þeirra og vöxtur allur cr furðulegri og
meira ógnvekjandi en flestra annarra dýra.
líeima er bezt 239