Heima er bezt - 01.07.1966, Side 21

Heima er bezt - 01.07.1966, Side 21
trjábolum og minna ögn á fílafætur. Armeðlan var svo hálslöng, að hún gat lyft hausnum 14—15 metra frá jörðu og hefði getað gægst inn um gluggana á fjórðu hæð í venjulegu húsi. En á þessum langa háls sat höfuð- ið eins og hnefastór varta, og heilaögnin innan í því ekki nerna um 1/100000 af þunga dýrsins. Til saman- burðar má geta þess, að mannsheilinn er um 1/60 af þunga líkamans. Tennur dýra þessara benda til, að þau hafi verið grasbítir, og sennilega hafa þau hvomað í sig kynstur af vatnagróðri. Sennilegast þykir, að þessi hálslöngu dýratröll hafi iifað í vatnsmiklum fljótum á borð við Amazonfljót nútímans. Þau gátu özlað um vatnsbotninn en haldið hausnum yfir vatnsborðinu. Hálsinn gátu þau undið alla vega til, og nasirnar sátu ofan á hausnum, svo að ekki kom að sök, þótt hann væri að mestu í kafi. Úti í vatn- inu voru þau að mestu óhult fyrir ráneðlunum. Stein- runnin spor, 86 sentimetra löng, sem fundizt hafa þykja þó benda til þess, að þau hafi getað gengið á land, en slóð þessi, sem rakin hefur verið í leirsteinslögum suð- ur í Texas, þykir þó helzt benda til að dýrið hafi özlað í svo djúpu vatni, að halinn hafi verið á floti, því að engin merki sjást eftir hann í leirnum. Stærð þessarra dýra hefur áreiðanlega valdið þeim miklum örðugleik- um. Þar gætum vér ef til vill gert samanburð við hval- ina, sem kafna vegna þyngdar sinnar, ef þeir lenda á þurru. Auk rán- og graseðlna þeirra, sem getið hefur verið, var fjöldi eðlna af öðru tagi, bæði stórra og smárra. Mcðal þeirra eru sum hin sérhæfðustu hryggdýr, sem nokkru sinni hafa lifað á jörðunni. Eitt hið furðuleg- asta dýr úr þeim hópi var kctmbeðlan (Stegosaurus), en leifar hennar hafa fundizt í Klettafjöllunum í Norður- Ameríku. Hún var 6—7 metra löng, framfæturnir stutt- ir, höfuðið álútt og mjög smávaxið. Dýrið skaut mik- illi kryppu upp úr bakinu, en halinn var stuttur og sett- ur löngum og sterkum horngöddum. Furðulcgasta cin- kenni skrýmslis þessa var þó tvöföld röð af lóðréttum beinplötum, sem mynduðu kamb eftir cndilöngu bak- inu. Heilinn var á stærð við valhnotu, en stór taugahnoð voru bæði í hcrðakambi og mjöðmum. Taugahnoðið í mjaðmagrindinni var tuttugu sinnum stærra en heilinn, og mun liafa stjórnað hreyfingum afturhluta líkamans. Mjaðmagrind kambeðlunnar var frábrugðin því scm var á hinum trölleðlunum, sem getið hefur verið, og líktist vcrulcga mjaðmagrind fuglanna. Vmsar flciri cðl- ur voru mcð sama sköpulagi, og kallast þær einu nafni fugleðlur. Kambur kambeðlnanna hcfur vafalítið verið þeim til hlífðar gegn árásum. Aðrar trölleðlur voru þaktar bcin- plötum eða alsettar göddum á baki og hliðum. Bryn- eðlur þcssar voru þannig allvel útbúnar gcgn árásum ráneðlnanna. Einnig fcngu sumar þeirra varið sig mcð því að slá til halanum, scm oft var með beinhnúðum aftast og líktist kylfu í lögun. Hins vegar voru þær varnarlausar, cf óvininum tókst að velta þeim á bakið. Þórseðla frá Kritartimanum. (Úr Naturen.) Kambeð'la. (Úr Naturen.) Þrjár tegundir af horneSlum, sem sýna þróun þeirra. Elzta tegundin neSst. (Úr Naturcn.) Heima er bezt 241

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.