Heima er bezt - 01.07.1966, Síða 22
Sumar fugleðlur gengu aðeins á afturfótunum, en
tennur þeirra sýna ótvírætt, að þær voru meinlausar
grasætur. Þær munu hafa verið tiltölulega fráar á fæti,
sumar getað lifað í vatni og varizt þannig árásum rán-
dýra.
Til fugleðlnanna telst stökkeðlan, sem fyrr var getið.
Eitt meðal annars, sem vakti athygli manna við sköpu-
lag hennar í fyrstu, var stórt oddhvasst bein, og héldu
menn lengi vel að þetta væri nasahorn. Síðar kom í ljós,
að þetta var þumalfingur dýrsins, sem stóð beint upp í
loftið, og var með þessum hætti umskapaður í varnar-
tæki.
Margar aðrar af fugleðlunum voru hinar furðuleg-
ustu. iMá þar nefna andeðlumar. Haus þeirra minnti á
andarnef, en í kjálkunum voru allt að 2000 tennur, sem
virðast hafa verið vel fallnar til þess að mala gísilrunnar
plöntur. Aðrar fugleðlur báru holan beinkamb upp úr
hausnum, frá honum lágu göng niður í nef og háls.
Halda menn, að það hafi verið eins konar lúður, sem
margfaldaði styrrkleikann í öskri dýrsins.
Loks skal getið horneðlnanna, sem einnig voru úr
hópi fugleðlna. Af þeim hafa fundizt mildar minjar,
bæði austur í jMongólíu og vestur í Ameríku. Tekizt
hefur að fylgja þróunarferli þeirra allan Krítartímann.
Hinar elztu þeirra voru ekki nema 180 sentimetra lang-
ar og hornlausar. Síðan fara dýrin smátt og smátt stækk-
andi, og horn taka að vaxa á trýni þeirra og stundum
á enninu fyrir ofan augun. Jafnframt vex beinkragi frá
aftanverðum hausnum, sem þekur dýrið aftur á herðar
eða lengra, en aftur úr kraganum stóðu beingaddar. Ein
hin stórvaxnasta tegund þessa dýrahóps var langhyrnan
(Triceratops), sem hafði þrjú löng horn fram úr hausn-
um, sem var hálfur þriðji metri í lengd.
Hér hcfur mjög lauslcga verið stiklað á stærstu stein-
unum í sögu cðlnanna á miðöld jarðar. En þær dóu all-
ar út í aldarlokin. En hvers vegna? Það cr ein þcirra
gátna, sem enn eru óráðnar. Að vísu má benda á nokk-
ur atriði, sem gætu hafa ráðið örlögum þeirra. Miklar
breytingar urðu á landslagi í lok Krítartímans. Þá taka
blómplönturnar miklum og skjótum framförum, og hef-
ur það vissulega greitt fvrir þroska spcndýranna, en þau
komast þó ekki verulega á legg fvrr en trölleðlurnar
eru úr sögunni. Landslags- og loftslagsbreytingar gátu
valdið því, að ár og votlcndi þornuðu, en slíkt hlýtur
þá, sem endranær í sögu jarðarinnar, að hafa verið stað-
bundið, svo að það gæti naumast hafa valdið dauða alls
eðluflokksins, þótt það mætti hafa orðið cinstökum tcg-
undum að fjörtjóni. Einnig má ætla, að eðlur þessar,
sem margar voru mjög sérhæfðar, hafi skort hæfileika
til aðlögunar að brcyttu umhverfi, og gæti það verið
einn, en þó aðeins einn, þátturinn í þeirri örlagakcðju,
sem olli dauða þeirra. Talað hcfur vcrið um þann mögu-
Icika, að pcst hafi komið upp meðal þcirra, cn slík til-
gáta verður naumast nokkum tíma sönnuð.
Allt ber þetta að sama brunni. Vér vitum lítið um or-
sakir þcss, að trölleðlurnar dóu út. En vér höfum svip-
aða sögu að segja um ýmsar aðrar ættir og hópa dýra,
sem hófust á legg, lifðu blómaskeið, en duttu síðan úr
sögunni. Vafalaust liggja hér margslungnir örlagaþætt-
ir að baki, rétt eins og gerzt hefur í sögu mannkynsins,
þegar háþróuð menningarþjóðfélög hafa hrunið í rústir
og horfið af spjöldum sögunnar. (Frainh.)
JÓN Á BERGI:
Hláka
Drjúpa af húsanna upsum, sem angurvær tár
óróir dropar og falla á stéttir og slár.
Sitrandi niðurinn hrærir mitt hjarta að slá
hraðar en áður af dulinni fagnaðarþrá.
Dagarnir lengjast og nóttin frá norðrinu flýr,
næða ei vindarnir kaldir um fjalldndabrýr.
Fannirnar Ieysast og mynda skjótt moldarlit fljót,
er myndast við holbakka bleika, flúðir og grjót.
Já, stökktu út, vinur, og hentu’ af þér vetrarins hjúp,
hlustaðu’ á rödd, sem bæði er máttug og djúp.
Hún boðskap þér færir og styrkir þinn staðnaða hug,
þá streymir um líkamann kraftur um vaknandi dug.
Ég opna minn glugga og hleypi inn hressandi blæ,
horfi á perlurnar drjúpandi þvo brottu snæ.
Frjóvgast brátt jörðin og fæðir svo sumargræn blöð,
finnum við öll, hversu þá verður náttúran glöð.
Svo geng ég til hvíldar og Lokbrá líknar mér skjótt, —
það lifna mér vonir í brjósti á komandi nótt.
Draumarnir ylja mér, droparnir vögguljóð sín,
drjúpandi, huggandi Ijóða, unz náttblæjan dvín.
BRÉFASKIPTI
Pétur N. Pétursson, Þverá, Blönduhlíð, Skagafirði, óskar eftir
brófaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 12—13 ára. .Eskilegt
að mynd fylgi fyrsta brófi.
Margrét llalldórsdóltir, Stóru-Scylu, Skagafirði, óskar eftir brófa-
skiptum við pilt cða stúlku á aldrinum 12—14 ára.
Anna Halldórsdóltir, Stóru-Scylu, Skagafirði, pr. Varmahlið,
óskar cftir bréfaskiptutn við pilt eða stúlku á aldrinum 14—16 ára.
Glsli S. llalldórsson, Hólvcg 25, Sauðárkróki, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 10—12 ára. Mynd fylgi
fyrsta bréfi.
Steinn Kárason, Mólavcg 23, Sauðárkróki, óskar eftir bréfaskipt-
um við pilt cða stúlku á aldrinum 12—14 ára. Mynd fylgi fyrsta
bréfi.
242 Heirna er bezt