Heima er bezt - 01.07.1966, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.07.1966, Blaðsíða 26
Samþykkt var á fundi í Glímufélaginu, að fyrsta kappglíma skyldi fara fram, sem fyrr segir, hinn 21. ágúst 1906, og skyldi Þingeyingum boðið til leiks. Glímudómarar voru valdir þessir: Frá Akureyringum: Eggert Laxdal, kaupmaður, Friðrik Kristjánsson, banka- stjóri (bróðir Alagnúsar, síðar ráðherra) og Snorri Jóns- son, skipasmiður. Eftir að Þingeyingar höfðu samþykkt að taka þátt í glímunni, áttu þeir kost á því að velja sér tvo dómara. Þeir völdu Jón Jónsson, alþingismann frá Múla, sem þá var búsettur á Akureyri, og séra Helga Hjálmarsson, prest að Helgastöðum í Ileykjadal, en síðar að Grenjaðarstað. Hann var þjóðkunnur glímu- maður, því á skólaárum sínum stofnaði hann, ásamt öðr- um manni, glímufélagið Ármann í Reykjavík. Fróðir menn telja, að þekking dómaranna á glímu yfirleitt hafi vcrið mjög takmörkuð. En cinkum þótti Eggert Laxdal afleitur dómari. Það var í rauninni séra Helgi einn, sem gat dæmt um glímu af þekkingu, en hann var ofurliði borinn. En þess ber að geta dómurunum til afsökunar, að þeir höfðu engar glímureglur í höndum til að fara eftir, svo að ekki er hægt að dæma þá hart fyrir van- kunnáttu þeirra og mistök. Á kappglímu þessari mættu til leiks 12 mcnn, þ. c. 8 Akurcyringar og 4 Þingeyingar. Frá glímufélaginu „Gretti“ á Akureyri mættu þessir menn: Jóhannes Jó- sefsson, Jakob Kristjánsson, Kristján Þorgilsson, Páll Friðriksson, Þórhallur Bjarnarson, prentari, Þorsteinn Þorsteinsson, Páll Skúlason og Ólafur Davíðsson. íin Þingeyingar sendu til leiks þessa menn: Emil Tómasson, frá Einarsstöðum í Reykjadal (hann var uppalinn að Ulfsbæ í Bárðardal), Jón Björnsson, verzlunarmann á Húsavík, síðar kaupmann á Þórshöfn, Jón A. Sigfússon, sem síðar var lengi bóndi að Halldórsstöðum í Revkja- dal og bróður hans, Sigurð Sigfússon, síðar Bjarklind, sölustjóra við Kaupfélag Þingeyinga á Húsavík. Það kom fljótlega í ljós, eftir að glíman hófst, að cin- hver af eftirtöldum þrcmur mönnum myndu verða sig- urvegarar. Það voru þeir Jóhannes Jóscfsson, Emil Tóm- asson og Ólafur Davíðsson. Var afar hörð kcppni milli þcssara rnanna. Og svo fóru Icikar, að Ólafur Davíðsson vann beltið. En öllum hcimildum bcr saman um það, að hann hafi ekki glímt eins vel og hinir tveir, scm voru taldir álíka góðir glímumcnn. Varð að sögn talsverð óánægja mcð úrslitin, því að flestir áhorfendur voru á þeirri skoðun, að annarhvor þcirra, Jóhannes cða Emil, hcfðu í rauninni átt að fá beltið fvrir frækilcga frammi- stöðu. Öllum heiinildum ber saman um það, að þcir Halldórsstaðabrxður, Jón og Sigurður, hafi glímt lang- bczt og af mcstri leikni. Að síðustu skal þess getið hverjir það voru, scm áttu hugmyndina að því, að koma upp „Grcttisbcltinu“, cn þcir voru þcssir: Jón frá Múla, Friðrik Möllcr, póst- mcistari (faðir Ólafs Friðrikssonar), Friðrik bankastjóri og Jakob Gíslason, söðlasmiður, o. fl. Engin mynd er til af þcssari fyrstu glímu, en árið cftir, 1907, tóku 24 menn þátt í glímunni og er til mynd af þcim. UPPLÝSINGAR UM GLÍMUKAPPANA UM „GRETTISBELTIГ 1907. 1. Hallgrímur Jónsson. Veit engin deili á honum. Mun hafa ver- ið Akureyringur. 2. Sigurður Jónsson, kenndur við Geirastaði í Mývatnssveit. Var góð grenjaskytta. Björn bróðir hans kvæntist síðar dóttur Sigurðar ríka í Hólsseli á Fjöllum. 3. Jón Sigurjónsson. Mun hafa verið bróðir Hjörleifs, sem að- stoðaði Helga Benediktsson til að koma á fót milljónafyrir- tækjum sínum í Vestmannaeyjum (frá Húsavík). 4. Helgi Flóventsson. Góður sjómaður, hagyrðingur, leikari og afburða hermikráka. 5. Ágúst Sigurgeirsson. Mývetningur. Ávallt kallaður „Gústi á Strönd". 6. Emil Tómasson. Suður-Þingeyingur. Búfræðingur frá Olafs- dal. Bóndi að Stuðlum í Reyðarfirði. 7. Þorvaldur Pálsson. Þingeyingur. Bjó í Öxarfirði og Iengst á Þórshöfn. Einhver mesti kraftamaður landsins, en frekar óvanur glímumaður. 8. Benedikt Sigurjónsson. Kallaður Fjalla-Bcnsi. Afburða hraust- menni. Þjóðkunnur. * 9. Þórólfur Sigurðsson, bóndi í Baldursheimi í Mývatnssveit. Mikill gáfumaður. Stofnaði ritið „Rétt“ og gaf út 10 árganga. 10. Þorgeir Guðnason frá Grxnavatni. Góður glímumaður. Dó á bezta aldri. 11. Sören Sveinbjarnarson. Suður-Þingeyingur. Talinn mikill mælskumaður. 12. Jón Sigfússon, bóndi á Halldórsstöðum í Reykjadal. Var Iengi mjög snjall glímumaður. 13. Stefán Hclgason. Mun hafa vcrið bóndi í Haganesi við Mý- vatn. 14. Kristján Helgason. Hygg hann hafa vcrið bróðir Stefáns. 15. Pétur Siggcirsson. Lengi bóndi á Oddsstöðum á Melrakka- sléttu. Var 19 ára gagnfrxðingur þetta ár. Mikill glímumað- ur. Er nú á Raufarhöfn. 16. Jón I lclgason. Mun vcra sá Jón, scm fór með Jóhanncsi Jós- efssyni út í hcim, og dvaldist erlendis. 17. Baldvin Friðlaugsson. Var marga áratugi bóndi og garðyrkju- stjóri á Hvcravöllum í Rcykjahvcrfi. Lcngi sýslubúfrxðing- ur. Nýlcga látinn. 18. Ágúst Ólason. Bróðursonur Baldvins „skálda“. Góður glímu- maður. 19. Sigurður Sigfússon, siðar Bjarklind. Kaupfélagsstjóri á Húsa- vík. Bróðir Jóns á Halldórsstöðum. Mjög góður glímumaður. 20. Gísli Jónasson. Scnnilcga Akurcyringur. Vcit cngin dcili á honum. 21. Jakob Kristjánsson. Sonur Kristjáns Nikulássonar, lögreglu- þjóns á Akurcyri. 22. Jóhanncs Jóscfsson, hinn mikli glimukappi og siðar hótclstjóri á „Borg“. 23. Karl Sigurjónsson, bróðir Fjalla-Bensa. Afburða kraftamaður cins og þcir brxður allir. Bjó á Ljósavatni unt tíma. 24. Jón Pálsson. Hygg að þctta muni vcra sá Jón Pálsson, scm fór út í hcim og kcnndi og sýndi glimu. Benjaniín Sigvaldason. 246 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.