Heima er bezt - 01.07.1966, Síða 31

Heima er bezt - 01.07.1966, Síða 31
kraftaverk í sandgræðslu. Fyrst var þrengt að ánni Stjórn með fyrirhlcðslum, og stórfelldum varnargörð- um, svo að áin gat ekki framar flæmst yfir sandinn. Síð- an réðust þeir Klausturbræður í það stórvirki, að reyna að græða upp sandauðnina. Fyrst veittu þeir vatni úr Skaftá á þessa gróðurlausu sandauðn, til að þétta sand- inn og hefta sandfokið. Var þetta gífurlega dýrt og stórhrotið fyrirtæki, en það hefur heppnazt undra vel. Nú er þarna komið margra hektara tún og þéttur flug- viillur. Stórhugur og vcrkleg tækni hefur þarna beizl- að eyðingaröflin og aukið gróðurlendi byggðarinnar. ]>cssi þáttur um Kirkjubæjarklaustur verður ckki lengri að sinni, en langt er þó frá því að efnið sé tæmt. Byggðin í Skaftafcllssýslum cr að mörgu leyti svo ólík öðrum byggðum landsins, að það skilur varla nokkur, sem ekki hefur í Skaftafellssýslur komið. Fegurstu bæj- arstæðin eru yfirlcitt í cfribyggðum héraðsins, undir grænum fjallahlíðum, fellum og núpurn. Þcgar eldgos og hraunflóð hafa vaðið yfir héraðið og sópað burtu byggð og gróðri af láglendinu, hefur fólkið víða flúið upp undir fellin og núpana og reist sér þar nýjan bæ. En fcllin og núparnir hafa víða vcrið verndarvættir byggðarinnar. Valmveita />eirra KlausturbraOra úr Skuflti niOur a Stjórnar- sand. Landgrtróslan. Á milli jökulfljótanna, sem eru gráðug stórveldi í hér- aðinu falla víða tærar fjallalindir fram af brúnum fjalla og milli fella og hnjúka. Þessar tæru lindir hafa víða verið virkjaðar, og veitt byggðinni ljós og yl. Er virkj- un þessi nokkuð almenn í þessum sveitum, en víða eru þó aflstöðvarnar of vatnslitlar, svo að vatn þrýtur í hörðum frostum á vetrum og miklum þurrkum á sumr- um. Þessar virkjanir hafa þó verið fólkinu, sem naut þeirra ómetanlegt hagræði. Ætíð minnist ég þess, er ég kom í fyrsta skipti að Núpsstað í kolsvörtu haustmyrkri, að sjá um nokkuð langan veg, er ég nálgaðist bæinn, björt útiljós yfir hverjum dyrum á bæjarhúsum og útihúsum, sem lýstu upp hlaðið og heimreiðina. Stefán Jónsson. í maíblaðinu 1966 var spurt um Ijóð, sem bvrjaði svona: „Ástkæra Regína yndið mitt bjarta“. Þórunn Einarsdóttir, Austurvcgi 12, Seyðisfirði, sendir afrit af umbeðnu kvæði og telur, að það sé lítið ljóð úr óprent- aðri sögu. Höfundurinn er austfirzk kona. Ljóðið heitir: RAULAÐ VIÐ BARN. Ástkæra Regína, yndið mitt bjarta einasta ljósið míns vonsvikna hjarta. \Tina mín kæra, þú viðheldur þrá þú viðhcldur minning, er mamma þín á. Ó, hve í augunt þér skært sé ég skína skýring um lánlausu ástina mína. Hún er svo svíðandi, — hún er svo sæt, hún er svo kvcljandi, og þó er hún mæt. Drottinn þér hlífi í dauða og Iífi, dagur sá renni ei, — þú mætir því kífi. Skoða þú lífið sem skylduverk eitt skriflega umsamið, — því verður ei breytt. Þórunn Einarsdóttir sendir líka lítið Ijóð, sem hún óskar að birt sé undir hcnnar nafni. Ljóðið nefnir hún: TIL ÞÍN. Til þín lcitar hugurinn hraðvængjum á og hjartað í leyni þín saknar, til þín vil ég senda mcð bárunni blá það bczta, cr í sál minni vaknar. Ég vcit að þú skilur þá róslitu rún, scm roðnar á fjallanna vcgi, lleima er bezt 251

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.