Heima er bezt - 01.07.1966, Side 33
MAGNEA FRÁ KLEIFUM:
HANNA MARÍA
og villingarnir
SJÖUNDI HLUTI.
Viktoría vildi öllu ráða, hún var stærst og fannst
ekki koma til greina annað, en að þau hin beygðu
sig fyrir hennar vilja.
Hönnu Maríu fannst lítið til þess koma að láta
Viktoríu ráða yfir sér, en hún þagði og hugsaði um
það, sem hún hafði lofað sjálfri sér, cn svo nennti
hún ekki lcngur að hendast um allt eins og vinnu-
kona, hún átti þó að heita húsbóndinn.
— Nú fer ég á sjó, það er ckkert til í soðið, sagði
hún og gcrði sig líklega til að fara af stað.
— Við höfum bara kjör, svaraði Viktoría.
— Ég cr orðinn hundleiður á kjöti alla daga, nú
fer ég og fæ mér væna lúðu í soðið, það eru margir
dagar síðan ég lagði haukalóðina, og enn hef ég
ekki fcngið tíma til að vitja um hana fyrir kvabb-
inu í ykkur kvenfólkinu. Heldurðu að það nái nokk-
urri átt að láta margar sprökur verða ónýtar fyrir
leti, við að vitja um lóðina. Nei, nú fcr ég hvað sem
þú scgir, kona góð, sagði Hanna og lézt fara að
klæða sig í sjógallann.
Viktoría maldaði í móinn, en húsbóndinn lét það
scm vind um eyrun þjóta, bara hélt áfram að búa
sig í sjóferðina. Iíann gckk meir að segja svo langt
að hcimra ncsti, en það fékk hann ckki nema nokkr-
ar hundasúrur, scm hann slcit sér upp sjálfur.
I Ianna hljóp ofan túnið, og auðvirað kom Neró á
cftir henni. Viktoría scm hafði verið á lciðinni út
með barnið sitt og ætlaði að lofa því í reiðtúr, kall-
aði á Neró og skipaði honum að koma.
Neró sncri sér við og gclti, en ckki kom hann til
baka. Viktoría æpti þá af öUum kröftum á Hönnu
Maríu að koma mcð hundinn undir cins, en Ilanna
María heyrði ckki ncitr, bara hljóp scm fætur tog-
uðu, þangað til hún var komin í hvarf.
Þau Neró voru dauðfegin að fá nú að vera tvö
saman dálitla stund. Þau röltu eftir f jörunni og skoð-
uðu allt það nýja, sem sjórinn hafði borið á land.
Fátt af því var fémætt, en þó hirti Hanna nokkrar
smáspýtur, flösku og tóma niðursuðudós. Hún ætl-
aði mcð þetta í búið sitt inn í Hellravík. Hún var
enn ekki búin að sýna Sonju búið sitt, nú var hún
því fegin, því Sonja myndi strax hafa sagt Viktoríu
frá því, og Ilanna kærði sig alls ekki um, að margir
vissu um þann dásainlega stað, þar sem hún hafði
reist sér bú fyrir fjórum árum. Hallfríður hafði sýnt
henni þcnnan indæla felustað einn sumardag. Þang-
að sagðist gamla konan oft hafa laumazt, þegar hún
var lítil stúlka og vildi að staðurinn gleymdist ekki.
Það var ekki hægt að finna dymar að hellinum
hcnnar ncma fyrir sérstaka tilviljun.
Þcgar Hanna María kom heim aftur, var kominn
tími til að borða hádcgismatinn. Viktor var svo
svangur, að hann borðaði fiskinn og kartöflurnar
með beztu lyst, hvað þá Viktoría sem ckkert hafði
fcngið síðan kvöldið áður.
Viktoría var móðguð við Hönnu, fyrst hún hafði
ekki komið aftur úr sjóferðinni, en Hanna spurði
afa, hvort það tæki ckki alltaf langan tíma að vitja
um haukalóð, ckki sízt þcgar maður væri einn á báti.
Jú, afi samsinnti því, og sagðist þá muna eftir
lóðarstubbnum, sem hann hcfði lagt austan við eyj-
arnar daginn áður. Nú þvrfti hann nauðsynlcga að
vitja um scinnipartinn í dag.
— Ég skal fara mcð þér, sagði Viktor, cn Viktoría
sagðist ætla að fara mcð Sverri og Sonju að lcita að
berjum. Ilana hálflangaði til að tala meir við strák-
ana, bræður þeirra, og bczta ráðið til þcss að kvnn-
ast þcim, var að leika við litlu krakkana.
Heima er beit 251