Heima er bezt - 01.07.1966, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.07.1966, Blaðsíða 34
XI. Fyrsta veiðiförin Hanna og Ncró voru komin niður í bát á undan afa og Viktori. Hún ætlaði hrcint ckki að láta strák- inn reka sig úr skipsrúmi hjá afa. Ilún var ráðin há- seti hjá honum, og segði afi henni að fara hcim og rifja heyið, á meðan þeir karlmennirnir vitjuðu um, ætlaði hún bara að fara á sinni eigin skektu. Afi brosti þegar hann sá hana, en bannaði hcnni alls ekki að vera með. Viktor spurði afa, hvrort hann ætlaði að hafa stelp- una með, hún yrði bara hrædd, ef hann hvessti, það ræru allar stelpur skíthræddar á sjó. Afi leit brosandi til Ilönnti og spurði, hvort hún þyrði með þeim, það gæti hvesst. Ilanna María svaraði þessu ckki einu sinni, enda vissi hún scm var, að afi var bara að stríða henni. Viktor settist við vélina og fór að reyna að scrja hana í gang. — Hvar er startarinn? spurði hann afa, en afi sagði, að það yrði hann nú að finna út sjálfur, cf hann ærlaði að setja í gang. Viktor þrcifaði á allri vclinni og góndi ýmist á hana eða afa, svo klóraði hann sér á bak við evrað og færði sig ril, svo afi kæmist að. — Æ-i, var það þá ekki annað, sagði hann grcmju- lcga, er hann sá afa taka sveif og snúa vélina í gang. — O-já, annað var það nú ekki, cn þú kannt eflaust betur á þessar nýju vélar, scm cru mcð start- ara, sagði afi. Það hummaði fyrirlitlega í I lönnu Maríu, hún sat á borðstokknum og horfði á þá, svo \’iktor hætti við söguna, sem hann hafði ætlað að segja afa, hann vildi ckki láta stclpuna horfa á sig með þcssum hálf- kæringssvip á mcðan. I lann fór í þcss stað að bcnda á hólmana og spyrja um nafn á þeim, og ril hvcrs þcir væru notaðir. I>á gat I lanna ckki að sér gcrt, hún skellri upp úr. I>að var svo hlægilega vitlausr að spyrja, til hvcrs hólm- amir væru notaðir, rétt cins og um hlut væri að ræða. Og áður cn afi hafði fundið svar, var I lanna búin að því: — Ég skal scgja þér, að við afi notum þcssa hólma og skcr til að flcyta mcð þcim kcrlingar, sagði hún. Viktor lcit til afa, scm strauk skcggið í sífcllu og átri bágt mcð að skclla ckki upp úr, hann var scm sé jkki alveg viss um, hvernig flcyttar væru kerlingar, cn vildi ekki láta fáfræði sína í ljós. — Já, svoleiðis, sagði hann aðcins, cins og væri það hvcrsdagslcgur viðburður að flcyta kerlingar mcð smácyjum og skerjum. Hanna fór nú að leika ýmsar listir sitjandi á borð- stokknum. Viktor þótti skömm að sitja á þóftu, svo hann settist á borðstokkinn hinumcgin. — Varaðu þig, þú getur dottið, sagði llanna María. — Ilvað hcldurðu að þú sért? sagði Viktor og skældi sig framan í liana. Ilann var alveg undrandi á, hvernig stelpan gat látið án þess að detta í sjóinn. Lá við að honum þætti nóg um. Hann hafði oft farið um borð í togarann til föður síns og í önnur stór skip, cn smáflcytuin var hann óvanur, og cigin- lcga óskaði hann þcss í huganum, að ekki hvessti. I>cssi bátur sýndist ckki líklcgur til stórræða. — Er hundurinn vanur að fara á sjó? spurði Viktor afa, hann ætlaði ckki að tala við I Iönnu, meðan hún væri svona háðslcg á svipinn. — Já, Neró cr vcl sjóaður, svaraði afi, og cins og þcssu til áréttingar bofsaði Neró glaðlega. Brátt voru þau komin að rauða lóðarbclgnum á uppistöðunni. Ilanna lá og góndi niður í djúpið ásamt Ncró, sem nasaði í sífcllu. — Neró heldur að eitthvað sc á, kallaði I lanna. — J>að væri gott, ömmu þætti vænt um það að fá nýtt í pottinn, svaraði afi. Og það stóð heima. Þarna kom eitthvað í ljós, scm færðist nær hægt og hægr. — Þctra cr hcljar spraka, sagði afi ánægður. — Komdu með gogginn, I lanna mín. Þau ærluðu aldrci að koma fiskinum inn. Neró og Viktor flæktust bara fyrir, báðir vildu hjálpa til, cn vissu ckki hvað gcra skyldi. Hypjið ykkur burt, sagði Hanna hvöss. Neró hlýddi óðar og lagðist fram í stafn, cn Viktor rcidd- ist og hratt henni frá: Láttu mig komast að, ég skal hjálpa karlinum við þctta, hvað ærli þú gctir. Bægslagangurinn í \’iktor var svo mikill, að við lá að afi stingist á höfuðið í sjóinn, en I Ianna náði taki á trcyjunni hans, áður en svo illa færi. Trillan saup sjó, þar scm þau voru öll úti í annarri hlið- inni, og Viktor rak upp óp: — Ætlarðu að hvolfa undir okkur bátnum. 25-1 Heitna er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.