Heima er bezt - 01.07.1966, Síða 37

Heima er bezt - 01.07.1966, Síða 37
að spila með hann? Já, þá skyldi sá gamli fá að vita, hvar Davíð keypti ölið, og þá skyldi hann aldrei framar kalla hann afa. — Hugsaðu um það, sem þú átt að gera, en ekki mín verk, sagði hann og sendi Óla langt nef. Þetta var meira en Óli þoldi, hann horfði ögrandi á Viktor og spurði, hvort hann „þyrði í sig“. — Ha, ha! Heldurðu að ég sé hræddur við svona sveitagemsa eins og þig. Veiztu hvað við í Reykja- vík gerum við svona snáða, sem eru að derra sig við fullorðið fólk. Við leysum ofan um þá og dönglum í afturendann á þeim. Á ég að lofa þér að sjá, hvern- ig við förum að? Óli sleppti bcizlinu og bretti upp skyrtuermarnar vígalengur á svip. — Komdu ef þú þorir, Reykja- víkurræfill! hrópaði hann. Á svipstundu voru áflogin komin í algleyming. Strákarnir voru jafn gamlir, báðir vanir að tuskast, en Viktor kunni ótal fantabrögð, sem Óli gat ekki varast. Og loks fór það svo, að ÓIi lá undir og gat sig hvergi hreyft, en Viktor sigurölvaður lét hann þá gcfa sér hvert loforðið hinu dýrara. Vcsalings Óli átti engra kosta völ. Viktor hafði hann í þumalskrúfu, það var það allra ægilegasta, sem Óli hafði komizt í, og hann hét því með sjálf- um sér að taka bræðrum sínum svona tak, næst þeg- ar þeir tækju saman. — Scgðu að þú sért grautarhaus! sagði Viktor. — Æ-i, nci, ó-æ. Jú, ég er grautarhaus, emjaði Óli, því hann fann ckki betur, en fingurinn væri að brotna. — Ég cr skræfa, sagði Viktor. — Já, þú crt skræfa, svaraði Óli með tárin í aug- unum. Viktor herti takið ofurlírið, og óla var öllum lok- ið. Ilann játaði öllu scm Viktor sagði, og hafði eftir honum allr, sem hann vildi. Loks slcppti Viktor honum og stóð upp. óli lá kyrr og bölvaði í hálfum hljóðum. Hann gat varla hrcyft þumalfingurinn fyrir sársauka. — Ég á cftir að launa þér þetta, sagði hann og sróð á fætur. Þcir löguðu á sér fötin á lciðinni til hestanna. Óla hló hugur í brjósti. Hann hlakkaði til að sjá við- slcipti þcirra Viktors og Mósa. Mósi lét Viktor komast alvcg til sín án þcss að hrcyfa sig hið allra minnsta. óli bcið spcnnrur cftir, að klárinn tæki á sprettinn, en það var eins og hann sæi ekki strákinn. Viktor sneri beizlinu fyrir sér, svo hann var nú viss um að setja það rétt upp í klár- inn. Óh var búinn að beizla Brynju og kominn á bak, en hann gat ómögulega farið heim án þess að sjá fyrst, hvernig þessu reiddi af með Viktor og Mósa. Óli vildi ekki trúa því, að strákurinn væri meiri hestamaður en hann sjálfur. En viti menn: þarna var strákur þegar búinn að troða beizlinu upp í klár- inn og var að furða sig á öllum þessum ólum í einu höfuðleðri. Eftir langa mæðu var hann samt búinn að átta sig á því og lauk nú við að spenna kverk- ólina. Svo teymdi hann Mósa að hárri þúfu og brölti á bak. Ekki voru nú aðfarirnar liðlegar. Þúfan var svo há, að hann gat rétt annan fótinn yfir bakið á hestinum, og þrautin var unnin. Viktor barði nú fótastokkinn í ákafa og togaði í beizlið. — Af stað, af stað, ho, ho! sagði hann í lágum róm, svo ÓIi heyrði það ekki, en þegar klárinn virt- ist ekki ætla að hlýða, hækkaði hann róminn og barð- ist um sem ákaflegast. Mósi lét sem ekkert væri, hann dinglaði aðeins taglinu, eins og væri hann að slá af sér flugu, svo fór hann að bíta í mestu rólegheitum. — Bannsettur asninn þinn, tautaði Viktor og barði hnefunum í lendar hestsins. Mósi lyfti aðeins stert- inum og gaf frá sér hátt og langdregið hljóð, svo frísaði hann ofurlítið og hélt áfram að bíta. Óli sat á Brynju skammt frá og veltist um af hlátri. — Þetta var fínt á þig, montrassinn þinn, sagði hann rogginn. Viktor var alveg óður, hann rykkti nú svo fast í rauinana, að Mósi varð að lyfta höfðinu. Svo rölti hann af stað, bæði óla og Viktor til mildllar undr- unar, en hann fór ekki í tilætlaða átt, hcldur þver- öfugt út í fjærsta hom hestagirðingarinnar. Viktor lcit til Óla, sem skemmti sér konunglega. — Geturðu ckki haft stjórn á klárnum, eða hvað? sagði Óli og hló dátt. — Heyrðu, við skulum verða vinir, ég get kennt þér mörg brögð, sem þú gctur notað, þegar þú flýgst á við strákana, cf þú hjálpar mér núna að koma klámum hcim, viltu það ekki? sagði Viktor. Óli hugsaði sig um srundarkorn, svo sá hann að Heima er beit 257

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.