Heima er bezt - 01.12.1968, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.12.1968, Blaðsíða 4
JÓN Á BERGI: Nú koma jólin, því klukkurnar sld og kalla mannanna fjöld, að minnast fæðingu frelsarans, er fœddist þett.a kvöld. Og þó að úti sé niðadimm nótt norður í köldum ver. Þá munu jólaljósin Ijóma og lýsa þér og mér. Við krjúpum, finnum friðinn streyma og fylla okkar sál. Þeir sálmar er verða sungnir í nót.t. eru sannarlegt. jólamál. í brjóstinu þiðnar eitthvað óljóst engin tjóar þar vörn, því á jólunum allir eiga að vera yndisleg jólabörn. Og Guð hann var Ijúfur og góður maður, sem gladdi börnin smá með því að gefa þeim gleðileg jól, sem glóðu á hvítum snjá. Mamma og pabbi prýddu húsið og pakka báru fram. I þeim leyndust litir og spil og líklega eitthvað „namm“. Nú er orðið æðilangt síðan enn eru haldin jól, meðan dökkleit nóttin dregur í brýrnar og döpur er heimsins sól. Hátíðin viðkvæma hrærir strengi og heilagt flytur mál. St]örnurnar bera af blásvörtum himni birtu í hverja sál. Enn þá man ég mín æsku ]ól mig óljós sækir þrá, og enn þá finnst mér furðu stutt er féllu tár um brá. En þó var heimurinn harla góður og hátíð í brjósti mér, jólin Ijómuðu jafnan skærast með sinn jólasveinaher. Gamla fólkið gleðst í sinni gamlar minningar við. Sjúka dreymir dalinn sinn dásemd hans og frið. Allir blessa Maríu mey þá móður er frelsarann ól, því beygjum við kné og biðjum þau um blessun og gleðileg jól. ^fWáWtWiWtWIWi#xff£fxf§#ixft«-f»-fxf|sffíf 408 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.