Heima er bezt - 01.12.1968, Page 5

Heima er bezt - 01.12.1968, Page 5
GISLI Y. VAGNSSON, MYRUM: imsókn til Lourd Cdes er snotur bær með um 26 þúsund íbúa. Hann stendur við rætur Pyreneafjalla í Suður-Frakk- landi, í 600 m. hæð frá sjó. Gegnum bæinn fellur allvatnsmikil á, sem heitir Gave de pau og á upptök sín hátt í Pyreneafjöll- um. Það var árið 1858 að 14 ára gömul stúlka, Bema- detta að nafni, gætti fjár föður síns, vestan við bæinn, sem þá var aðeins lítið og fátækt sveitaþorp. Foreldrar Bernadettu voru mjög fátæk, en sjálf var hún heilsutæp og oft þjáð. — Bernadetta elskaði Maríu móður Jesú og litla stúlkan trúði því að hún mundi hjálpa sér og bæta henni heilsuna. Oft á dag bað litla stúlkan heilaga guðsmóður að hjálpa sér og varðveita sig fyrir vélabrögðum þess vonda og bæta sér heilsuna, ef unnt væri. Hún lagði allan sinn kærleika og barnslega vilja í bænina, því Bernadetta var góð stúlka og trúði því að heilög guðs- móðir mundi heyra bænir sínar. Svo var það einn dag að Bernadetta hélt ám föður síns niður með ánni vestan við þorpið. Á þessu svæði fellur áin fram með hárri og brattri hamrahæð og voru hellisskútar neðst í hömrunum, en ofan við hellana voru hamrarnir vaxnir stórvöxnum trjágróðri. Litla stúlkan hafði dregið sig inn í einn hellinn til að skýla sér fyrir brennheitum geislum sólarinnar, en á þessum slóðum getur hitinn komizt upp í 40 stig í for- sælu. í forsælu hellisins krýpur Bernadetta í bæn til heilagrar guðsmóður og þá er það að henni verður litið inn í hellinn og sér þá engilfagra konu standa þar í snjó- hvítum klæðum. Konan ávarpar litlu stúlkuna og biður hana að verða ekki hrædda því hún sé María mey og að hún hafi heyrt bænir hennar. Hún segir henni einnig að hér eftir muni spretta upp lind í hellinum, sem muni hafa mikinn lækningamátt, svo að margir fái bót meina sinna, er baði sig í lind- inni. Ennfremur sagði hún Bernadettu að hún mundi ekki taka þjáninguna frá henni í þessu lífi, en í næsta lífi biði hennar mikil sæla. Bernadetta sagði frá sýn sinni og orðum heilagrar Maríu, og þegar vatnið tók að streyma fram úr hellin- um trúði fólkið sögu hennar og kaþólska kirkjan lagði blessun sína yfir lindina og umhverfi hennar. Síðan hafa mörg furðuleg kraftaverk gerzt í lindun- GÍSLI V. VAGNSSON, bóndi á Mýrum í Dýrafirði, er kann- ske sá eini íslenzkra bænda, sem dvalið hefur í Lourdes í Frakklandi sér til heilsubótar. — Hér segir hann frá dvöl sinni þar. um og nú er svo komið að yfir milljón manna sækja lindirnar árlega, víðs vegar að úr heiminum til að leita sér heilsubótar, bæði andlegrar og líkamlegrar. Margir fá þar bót meina sinna og þó allir fái ekki lækningu á líkamanum þá munu flestir sækja þangað andlegan styrk eða heilbrigði, enda er mikið gert til þess að hafa andleg áhrif á sjúklinginn, áður en hann er færður í vatnið. Hver athöfn, sem fram fer á helgisvæðinu miðast við það að sveigja huga þátttakandans til bænar og ákalls til Maríu guðsmóður og sonar hennar Jesú Krists. Þetta virðist hafa tekizt svo vel að maður beinlínis finnur andblæ bænarinnar leika um sig frá hugum fólks- Heima er bezt 409

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.