Heima er bezt - 01.12.1968, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.12.1968, Blaðsíða 12
BENJAMIN SIGVALDASON: Harösótt framboésferé Til skamms tíma var það staðreynd, að enginn maður hafði setið lengur á Alþingi en Benedikt Sveinsson, sýslumaður. Hann var alþingismaður nálega 40 ár. Þetta „met“ hans sló enginn þing- maður fyrri en Pétur Ottesen, þingmaður Borgfirðinga, gerði það myndarlega fyrir fáum árum. Benedikt var mikill þingskörungur alla sína tíð, og einn með þeim frægustu sem þar hafa setið. Hann var fæddur í ársbyrjun 1826, og var prests- sonur. Svo virðist sem hann hafi verið all þroskaður er hann lagði út á námsbrautina, því að ekki stóð til að hann tæki stúdentspróf fyrri en vorið 1850, þá 24 ára. En mikill sögulegur atburður gerðist snemma á þessu ári, sem hafði ærið örlagaríkar afleiðingar, fyrst og fremst fyrir skólapiltana, en þó raunar fleiri. Rektor Latínuskólans var þá hinn mikli ágætismaður, Svein- björn Egilsson. Sagt er að hann hafi lagt fast að skóla- piltum að ganga í bindindisfélag og hætta allri vín- drykkju. Þessu neituðu skólapiltar, og varð út af þessu mikill ágreiningur. Stóð þessi deila um stund þar til skólapiltar tóku sig saman um að fara heim til rektors og hrópa hann niður. Var þetta almennt kallað „Pereat“ en það orð er sjálfsagt klára latína. Sagan segir að all- ir skólapiltar hafi verið með í þessu uppþoti, nema einn. Það var skáldið Jón Þorleifsson, sem síðar varð prestur að Ólafsvöllum. Hann var líkamlega bæklaður, svo að hann var ekki vel til stórræða fallinn. Talið er, að Benedikt hafi verið foringi skólapiltanna og stjórn- að „Pereatinu“. En með honum stóðu framarlega þeir Arnljótur Ólafsson og Sigmundur Pálsson, síðar bóndi að Ljótsstöðum á Höfðaströnd. Hann hætti nefnilega öllu námi eftir þennan atburð. Sumar heimildir telja, að Steingrímur Thorsteinsson, skáld, hafi staðið fram- arlega í uppþoti þessu, og ýmsir fleiri eru tilnefndir. Vitanlega voru allir piltarnir, sem að uppþotinu stóðu, reknir úr skóla. En flestir þeirra tóku stúdentsprófið síðar. T. d. tók Arnljótur prófið árið eftir, en Benedikt ekki fyrri en vorið 1852, þá 26 ára.'Eftir þetta sigldi hann til Hafnarháskóla og stundaði lögfræði. Hann var sagður afburða námsmaður og lauk glæsilegu lögfræði- prófi árið 1858. Þegar hann kom heim, var honum tekið opnum örm- um, því að yfirvöldin væntu mikils af þessum skarp- gáfaða manni. Hann var fljótlega skipaður yfirdóm- ari í Landsyfirréttinum og um 1860 vara-konungkjör- inn þingmaður. Hann sat fyrst á Alþingi 1861 og 1863. En nú var valdhöfunum orðið Ijóst, að hann var frjáls- lyndari og sjálfstæðari í skoðunum en þeim þótti heppi- legt. Það kom ekki til mála, að láta hann sitja lengur á Alþingi sem konungkjörinn þingmann, því að konung- kjörnir þingmenn máttu hvorki vera frjálslyndir né þjóðhollir. Þeir urðu að lúta og hlýða valdhöfunum í einu og öllu. Þegar hér var komið sögu, fór Benedikt að líta eftir kjördæmi, þar sem hann gæti farið í framboð og varð Árnessýsla fyrir valinu. Þar var hann kosinn árið 1864, og sat á Alþingi fyrir það kjördæmi sextán ár. (Sat síð- ast fyrir það kjördæmi á þinginu 1879). Á þessum ár- um bjó hann búi sínu að Elliðavatni og fór ríðandi í bæinn, þegar hann þurfti að mæta í Landsyfirréttinum. Benedikt reyndist valdhöfunum óþægur ljár í þúfu, og því fremur sem á leið. Landshöfðingi sá sér því ekki annað fært en að reka hann úr embætti árið 1870, og mæltist það afar illa fyrir. En þetta fannst þó valdhöf- unum ekki nægilegt. Það varð að koma honum burt úr höfuðstaðnum, hvað sem það kostaði, en slíkt var ekki svo auðvelt. Eftir miklar vangaveltur, komust valdhaf- arnir að þeirri niðurstöðu, að eina ráðið væri að bjóða honum gott sýslumannsembætti, eins fjarri Reykjavík og framast mátti verða. Honum var því boðin Þingeyj- arsýsla með aðsetri á Húsavík eða í nágrenni við þorp- ið. Þar sem honum hefur sennilega verið farið að leið- ast að standa í eilífu þjarki við yfirvöldin, þá tók hann þessu tilboði og fluttist norður sumarið 1874. Hann hafði því nægan tíma til þess að bregða sér austur í Árnessýslu, áður en hann fór norður, til að bjóða sig þar fram til þings í þriðja sinn. Var hann þá kosinn I. þingmaður kjördæmisins. Slíkra vinsælda naut hann þar eystra. Annar þingmaður var kosinn Þorlákur Guð- mundsson, sem var Árnesingur að ætt en lengi kenndur við Fífuhvamm í Kópavogi. Óvíst er, hvort kjósend- unum hefur verið kunnugt um, að Benedikt væri að flytja norður, því að það bar nokkuð skyndilega að. Sennilega ekki verið ákveðið, að veita honum sýsluna fyrri en um það bil sem Þjóðhátíðin stóð yfir þá um sumarið. En veitinguna fékk hann strax að hátíðinni lokinni. Benedikt kvæntist árið eftir að hann kom frá háskól- anum, Katrínu, dóttur Einars umboðsmanns að Reyni- stað. En Einar var sonur sr. Stefáns á Sauðanesi, eins 416 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.