Heima er bezt - 01.12.1968, Side 16
GUÐRÚN AÐALSTEINSDÓTTIR, KLAUSTURSELI:
LlTLl JARPUR
/'
E5^ g var ekki há í loftinu þegar hugur minn for að
beinast að hestum. Það voru anzi háar bakþúf-
. urnar, sem ég þurfti til að komast sjálf á bak,
því snemma uppgötvaði ég það, að betra var að
sitja á hesti en ganga, þyrfti maður að ferðast.
Ég var ekki gömul þegar ég var fyrst látin smala kvía-
ánum á Irpu gömlu, og einu sinni kom ég hlaupandi til
pabba og sagði:
„Nú fer mér fram, ég hefi í sjö daga.í röð dottið af
baki af Irpu, þegar hún hefur sto.kkið yfir breiðan
skorning, sem er í gegnum götuna á einum stað, þar
sem ærnar fara, en í dag datt ég ekki.“
Upp frá þessu datt ég ekki oft af hestbaki.
Það mun hafa verið árið eftir að ég æfði mig í að
sitja Irpu gömlu á langstökki, sem hún eignaðist folald.
Það var ósköp lítið og lappalangt — og jarpt — sögðu
þeir fullorðnu.
Við fórum með Irpu heim til að sýna ömmu, mömmu
og litlu krökkunum þessa gersemi — folaldið. Þá sagði
amma: „Óttalegur píslarkrákur er þetta folald.“ Mér
fannst hefði verið hægt að segja eitthvað fallegra um
það, en varð að sætta mig við að gamalt fólk hugsaði
öðruvísi en börn. Ég bað pabba að gefa mér þetta fol-
ald, en hann sagði sem var, að ef hann gæfi mér sem
var elzt, folald, þá yrði hann að gefa öllum sínum börn-
um eins þegar fram liðu stundir, og þar eð ekki væri
hægt að segja hvað þau yrðu mörg þá gæti þetta orðið
sér ofviða. (Við erum 9 systkini, 2 fóstursystkini.)
En ég mátti hugsa um folaldið eins og ég ætti það.
Það kom fljótlega í Ijós að Litli-Jarpur var gjörólíkur
öðrum folöldum. Það var til annað folald jafn gamalt
honum og það var bæði stórt og fallegt, en bæði slægt
°g styggt.
Litli-Jarpur var fljótt mjög hændur að okkur krökk-
unum og gæfur og rólegur. Við tókum hann og beizl-
uðum og teymdum og bjuggum okkur til reiðing og
settum á hann. Litli-Jarpur virtist hafa gaman af þessu
og kipptist ekki við þótt móðir hans kæmi með háa
hneggi og kallaði á hann. Þegar farið var að flytja hey
af engjum voru folaldshryssurnar notaðar líka. Þetta
var langur lestagangur upp bratt fjall að fara, yfir
grjóturð og niður í flóa. Folöldin eltu, en þegar fleiri
dagar komu sem flutt var heim votaband samfleytt, þá
hætti stóra fallega folaldið hennar Rauðku að fylgja
hestunum, en Litli-Jarpur trítlaði alltaf með lestinni,
þótt hitt folaldið væri heima á túni. Svo skeður það
seinni part föstudags að Litli-Jarpur er orðinn veikur,
það rennur úr nösunum á honum eins og hann sé að
kasta upp mjólk og tuggnu flóaheyi. Irpa var tekin og
sleppt og ekki flutt á henni meira þann daginn. Síðari
hluta laugardags ætluðu pabbi og mamma að heiman
og við tvær elztu systurnar áttum að fá að fara með,
og ég átti að fá að ríða ein á Irpu gömlu, en nú var ekki
hægt að fara með Irpu vegna þess að folaldið var veikt,
og við vorum látnar tvímenna og þar að auki teymt
undir okkur. Mér þótti hálfgerð minnkun að þessu.
Þetta átti Litli-Jarpur eftir að bæta mér upp þúsund
falt þótt síðar yrði. Litli-Jarpur hresstist fljótlega, en
upp frá þessu fór hann aldrei nema fyrstu ferðina þeg-
ar flutt var heyband. Strax folaldsárið tömdum við
Litla-Jarp það vel að upp frá því var hægt að umgang-
ast hann eins og fullorðinn hest. Þegar hann var tveggja
vetra, bjuggum við til slóða og festum á hann og teymd-
um hann um túnið með hestinum sem piltar voru að
slóðadraga á. Þetta var bæði okkur krökkunum og Litla-
Jarp skemmtun. Fullorðna fólkinu fannst lítið til koma,
eins var að við stálumst oft til að ríða á honum á eftir
hestum, en ekki nema þá stuttan spöl í einu og þá frá
bæ, þar sem ekki sást til okkar, því við hefðum fengið
snuprur fyrir að vera að vitleysast með ótamið tryppið.
Gengi Litli-Jarpur laus þegar hestar voru reknir, þá
rann hann æviníega á undan.
Eftir að Litli-Jarpur var fjögra vetra var farið að
nota hann eins og aðra brúkunar hesta, en það var ill-
mögulegt að flytja á honum heyband og annað sem flutt
var á hestum á þeim árum, þess vegna var hann alltaf
notaður til reiðar. Þegar ég var það gömul að hægt var
að nota mig til að fara á milli með heybands hesta, þá
var Litli-Jarpur orðinn nægilega gamall handa mér til
reiðar. Þar af leiðandi áttum við saman marga ánægju-
stund í æsku okkar beggja. Við skildum hvort annað
og okkur þótti vænt hvoru um annað.
Þar sem ég var elzt minna systkina og þótt að mín-
um dómi svo ólánlega vildi til, að ég var stelpa, en ekki
ÍSLENZKI HESTURINN
420 Heima er bezt