Heima er bezt - 01.12.1968, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.12.1968, Blaðsíða 18
422 Heima er bezt LITLU NÆTURGALARNIR Frægur franskur drengjakór kemur hingað til lands nú um jólin. Þetta er öðru sinni, sem drengirnir heim- sækja ísland. Þeir komu hingað í jólaleyfi árið 1966 og sungu þá í Reykjavík og nágrannabæjum við mikla hrifningu. Segja má að hrifningin hafi verið gagnkvæm, því að þegar rætt var um hvaða land skyldi heimsótt nú í jólaleyfinu varð ísland fyrir valinu á ný. Drengirnir minnast með gleði gestrisni og góðum viðtökum er þeir hlutu hvarvettna. Þeir láta í ljós ósk um að syngja á Akureyri, ef hægt verður að koma því við að þessu sinni. Barnakórinn sem hlaut 1. verðlaun á móti barnakóra i Loreto á Ítalíu.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.