Heima er bezt - 01.12.1968, Page 20
greip ég um húninn hinum megin, opnaði dyrnar og
kallaði til ekils míns, Charles. Hann stóð hjá vögnun-
um. Mér hafði verið innrætt, að ef og þegar þetta gerð-
ist, yrði ég að láta einhvern vita, hvað sem það kostaði.
Ég hrópaði af öllum kröftum, og sekúndu áður en hurð-
inni var skellt á höfuðið á mér, sá ég Charles snúast á
hæli og veifa og taka á sprett í áttina til bílsins. Svo
spörkuðu þungir fætur í bak mitt við nýrun og eitt-
hvað máimkennt hæfði mig á gagnaugað.
Þetta var um klukkan sjö föstudaginn 2. nóvember
1962.
Þegar ég raknaði úr rotinu, hafði mér verið troðið
ofan á bílgólfið, hendurnar voru járnaðar fyrir aftan
bak, fætur hvíldu á baki mínu, og ég var alblóðugur í
framan. Bíllinn var á ferð, og þegar hann staðnæmdist
nokkrum mínútum síðar, var ég dreginn hálfmeðvit-
undarlaus um fangelsishlið. Sóðalegur, borgaralega
klæddur maður sat við sóðalegt skrifborð í sóðalegu
herbergi, og var lampi með skermi á skrifborðinu. Ég
var enn hálfdasaður, en ég sá þó, að þeir höfðu slitið
boðangana af jakkanum mínum. Það er í boðöngun-
um, sem njósnarar leyna eitri. Maðurinn sat letilega á
stólnum og boraði í nefið á sér.
„Svo að þú ert herra Veen?“
„Já.“
„Því njósnar þú um okkur?“
„Ég veit ekki, um hvað þú ert að tala.“
„Ha!“
Hann var óhreinn, órakaður og virtist ekki hafa far-
ið í rúmið í viku. Hann starði á mig í fulla mínútu.
Þá gaf hann skipun, á rússnesku, og ég var færður úr
öllum fötum. Síðan skoðuðu þeir hvert líkamsop mitt
með vasaljósi og málmkanna. Þeir voru ekki mjúkhend-
ir, og sum líkamsopin voru viðkvæmari en önnur.
Þetta var upphafið á hinni löngu tilraun þeirra til að
lítillækka mig. Þetta var líka það andartak, þegar ég
byrjaði að fyrirlíta þá. Ég fyrirleit þá fyrir að dirfast
að halda, að þeir gætu lítillækkað mig, og einnig af því,
að þeir voru svo sóðalegir og óhreinir.
Það var grimmileg fyrirlitning mín, sem bjargaði mér
um síðir, miklu frekar en þjálfun mín, frekar en ástin á
landi mínu, jafnvel frekar en hugleiðingar um heimili
mitt. Á næstu átján mánuðum, nótt og dag, fékk ég
þvílíka fyrirlitningu á þessum skrípamyndum mann-
kindarinnar, slíka ótrú á, að þeir gætu komið fram vilja
sínum við þjóð Rússlands, hvað þá heiminn eða mig,
að um síðir var vald þeirra yfir mér algerlega að engu
orðið, þótt ég væri enn fangi þeirra.
Maðurinn hætti að bora í nefið á sér og sagði mér að
klæðast. Verðirnir fjórir í herberginu voru allir vopn-
aðir. Ég var fluttur í klefa með tvöföldum dyrum,
rimlaglugga, málmrúmi með harðri dýnu og án matar.
Ég hlýt að hafa sofnað, því að nóttin leið fljótt, en mér
fannst, að ég lægi hræðilega vakandi. Blóðið hafði
storknað á höfði mínu og andliti, en ég hafði ekkert til
að strjúka það af með nema munnvatn og vasaklút. Ég
fann til í höfðinu. Augljóst var, að ég mundi ekki kom-
ast úr klefanum, og ég vissi vel, að aldrei mundi gefast
tækifæri til flótta, meðan Rússar vildu halda mér. En
ég gat ekki enn trúað því, að ég væri fangi, og mundi
verða fangi áfram. Ég hugði sífellt, að á hverri stundu
mundi dyrunum verða lokið upp, og mér yrði bjargað
af sendiherra Breta. Charles hlaut að hafa sagt einhverj-
um frá þessu. Því yrði mótmælt opinberlega. Þetta væri
allt misskilningur.
Ég þekkti mann, sem vann við bandsög. Dag nokk-
urn gætti hann sín ekki, og á næsta andartaki horfði
hann á hönd sína liggjandi í saginu, meðan blóðið gaus
úr stúfnum. Hann sagði, að í minnsta kosti mínútu
hefði hann starað á hönd sína og ekkert hafzt að. Hann
sá höndina, sína eigin hönd, sem tilheyrði honum og
engum öðrum, þar sem hún lá hreyfingarlaus, og hon-
um fannst alveg ómögulega að þetta væri raunveruleiki.
Þetta hlaut að vera fráleitur og tímabundinn hugar-
burðarblossi. Það hefði ekki getað gerzt raunverulega.
Þannig leið mér þessa nótt sem fanga Rússa ....
SCXJUR t'RÁ UMUONt'M ÖiDUM
Séra Benjamin Kmtjámson
EYFIRÐINGABÓK
Úr bókinni
EYFIRÐINGA-
BÓK
Ettir
séra BENJAMÍN
KRISTJÁNSSON
Á þessum árum bjó Birgir Thorlacíus í lágu húsi á
horninu á Nörregade og Frueplads, þar sem seinna var
nr. 6 Nörregade. Hafði húsi þessu verið flaustrað upp
til bráðabirgða á svæði þar sem brunnið hafði, þegar
skotið var á Kaupmannahöfn í enska stríðinu 1807.
Ráðgert var að byggja þarna voldugt hús, meðan pró-
fessorinn færi í langa námsferð til Suðurlanda. En þessi
för dróst ár frá ári af ýmsum ástæðum og þó einkum
vegna þess, að hann vildi ekki fara frá móður sinni, sem
komin var á grafarbakkann. Ekki var unnt að senda
símskeyti eða bregða hart við og koma heim, ef dauðs-
fall bar að höndum eins og ferðalögum var þá háttað.
Hinn ástúðlegi sonur þakkaði guði fyrir hvert ár, sem
hann fékk að hafa móður sína hjá sér og þannig dróst
Rómarferðin og lága húsið fékk að standa í friði.
Þarna voru nú samt allrýmileg húsakynni búin fal-
(Framhald á bls. a425).
424a Heima er bezt