Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 21

Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 21
legum húsgögnum eftir því sem þá gerðist. Hið geysi- mikla bókasafn prófessorsins flæddi um allt og var bú- ið að leggja undir sig næstum því hvert herbergi í hús- inu. Enda þótt mikið væri lesið þarna og grúskað var þar líka talsvert samkvæmislíf og iðulega boð, bæði fyrir háskólakennara og aðra menntamenn og skáld og einnig fyrir yngri stúdenta. Þarna var dansað á hverju miðvikudagskvöldi, og þá var jafnan boðið ungum stúdentum og enn þá yngri smámeyjum, af heldra fólki. Var þá oft gleði mikil á ferðum og nötraði húsið allt og skalf af fjöri og kæti unglinganna, einkum þegar líða tók á kvöldið og hestasveinninn Lars kom inn með púnsblönduna, sem venjulega var ákaflega veik, en hins vegar ekkert skorin við nögl. Þessi samkvæmi hófust ávallt með því að drukkið var te. Síðan var dansað við lírukassahijómlist þangað til inn var borin púnsblandan ásamt geysimiklum bökkum hlöðnum af smurðu brauði. Þá var tekið ósleitilega til matar síns. Samkvæmum þessum stjórnaði hin hálffimmtuga húsfreyja með mikl- um myndugleik. Hún var mjög aðlaðandi kona enda elskuðu hana allir. Hið sama er að segja um húsbónd- ann. Hann var fríður maður sýnum og góðlyndur, en framkoman stundum dálítið barnaleg eins og oft vill verða hjá mönnum, sem frá barnæsku hafa aðallega lif- að og hrærzt í andans heimi. Af honum skein göfug- mennskan einskær. Allir voru stúdentarnir eins og synir hans, sem hann vildi leiðbeina eftir mætti og ýmsa þeirra hafði hann jafnvel stutt á menntabrautinni og hjálpað þeim fjárhagslega. Oftast veik hann að hverjum og ein- um nokkrum orðum, spurði þá um nám þeirra o. s. frv., en síðan dró hann sig út í horn og horfði þaðan með velþóknun á leik unga fólksins og varð hjartanlega glað- ur, ef hann gat fengið einhvern af hinum eldri og ráðn- ari til að tefla við sig. En auk dansins, smurða brauðsins og vínblöndunnar og annarra gæða, sem þarna stóðu hinum ungu mennta- mönnum til boða, var nú nýtt aðdráttarafl komið til sögunnar í húsi prófessorsins. Það var íslenzka mærin fagra, sem nú kveikti neista í mörgu brjósti. Margir þessara dansherra urðu seinna nafnkunnir menn eins og til dæmis Engelstoft biskup. En aldrei gleymdu þeir Jó- hönnu fögru eins og hún var nefnd þeirra á meðal. Annars komust þeir aldrei í mjög mikið færi við hana. í fyrstu var hún heldur fáorð og þurr á manninn og kunni ekki tök á hinu létta spaugi Dananna. Stundum sat hún og tefldi við prófessorinn og gaf engan kost á sér í dansinn. Ungu stúdentarnir urðu þá að láta sér nægja að horfa á hana eins og goð á stalli, sem vonlaust væri að nálgast. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að hún mundi vera köld eins og landið, sem hún var kom- in frá. En mjög fór því fjarri. Undir hinu kalda yfirbragði, sem hún sneri að ókunnugum bjó heit og ákaflynd sál. Hún var dálítið seintekin, en þegar hún fór að kynn- ast, ræddi hún við hvern sem var af svo látlausri alúð og fjöri að hún vann hvers hug og hjarta. Röddin var skær og hljómmikil, áhugamálin mörg og víðtæk. Hún hafði fagra og stílhreina rithönd og skrifaði þróttmikið íslenzkt mál, sem hún hafði numið af fornsögunum. Brátt náði hún einnig góðum tökum á dönskunni, svo að hún talaði hana og ritaði reiprennandi. Yfirleitt var gáfnafar hennar bæði sterkt og fjölhæft. Fjölda merkra manna kynntist hún í húsinu hjá Birgi Thorlacíus og í menntamannaveizlunum þar. Fastagest- ir voru þeir Páll Arnesen og Finnur Magnússon, sem báðir voru skyldir henni. Þeir voru mjög hreyknir af fegurð frænku sinnar og tóku hana oft tali. Talið sner- ist iðulega að kvæðunum í Sæmundareddu, sem Finn- ur var að gefa út um þetta leyti. Þarna komu yfirleitt allir helztu kennarar Háskólans. Einnig kynntist hún þar ýmsum skáldum eins og til dæmis Adam Ohlen- schláger. Hún kynntist og Charlotte dóttur hans, sem um þetta leyti var yndisleg, kát og fjörug ung stúlka. Varð hún mjög hrifin af Jóhönnu og lagði mjög lag sitt við hana um eitt skeið. Þannig var blaðalestur Sverres kvöld eftir kvöld, og endaði alltaf með því, að hann lék sér dálítið að hug- myndinni um að flytja til útlanda. Að lokum fleygði hann blöðunum frá sér og sagði með ofurlítið ergileg- um rómi: „Góða nótt, væna mín!“ Því næst fór hann, annað hvort inn í svefnherbergið sitt, til að sofa, eða þá að hann sneri aftur til Hins allra helgasta og hélt áfram vinnu sinni. Æ sjaldnar mundi hann eftir því, að hann hafði vissum hjónabandsskyldum að gegna, og Brit hlaut að þjást í hljóði, sökum vöntunar á þeim ástaratlotum sem eru svo nauðsynleg ungu og heil- brigðu kvenfólki. í fyrstunni sætti hún sig við þá stað- reynd, að rithöfundur, og einkum slíkur frægðarhöf- undur, varð auðvitað að láta allar einkaskemmtanir sitja á hakanum og helga sig starfinu, meðan andinn var yfir honum. En það var bara svo sárt og auðmýkjandi að hún gat þvínær aldrei reiknað með aðstoð hans, þegar andinn kom yfir hana. Hún hafði fullan hug á því að Heima er bezt a425

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.