Heima er bezt - 01.12.1968, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.12.1968, Blaðsíða 22
vera góð og tillitssöm eiginkona og veita manni sínum vinnufrið, en það var erfitt að komast hjá biturleika út af því, að hann skyldi vanrækja hana alveg. Hún þerraði oft lítið tár af auga, þegar sjálfsmeð- aumkunin hvarflaði að henni og hún líkti sér við venju- lega ráðskonu. Henni var þó ljóst, að skáldskapurinn getur orðið ekki aðeins vinna, heldur einnig ástríða, en jafnvel frá því sjónarmiði séð gat hún ekki skilið þetta. Bækur, ritvél og hvítar pappírsarkir gátu þó ómögu- lega veitt karlmanni sams konar fullnægingu og þá, sem hann fær hjá konu? Eða skjátlaðist henni kannski? Ef hún einstöku sinnum beit höfuðið af skömminni og tróð sér inn til mannsins síns, var henni kurteislega en ákveðið vísað á dyr. Kæmi hann venju fremur snemma út úr Hinu allra helgasta fram í dagstofuna, reyndi hún kannski að þrýsta sér að honum í sóffanum, strjúka hár hans og spyrja varfærnislega, hvort þau ættu nú ekki svona rétt einu sinni að leika sér dálítið? „Leika okkur hvemig?“ „Fara snemma í rúmið!“ „Nú, þannig að skilja.“ „Já, inni hjá mér — ef þig langar til þess?“ „Þú verður að hafa mig afsakaðan — ekki í kvöld. Þú hefur ekki hugmynd um hvað það reynir á kraftana að skrifa heilan dag. Það er ekki eins og að vera götusóp- ari eða trésmiður. Þeir geta líka verið þreyttir eftir dagsverkið, en það er bara líkamleg þreyta, sem er horf- in eftir svolítinn blund á legubekknum. Ég aftur á móti — ég er ekki aðeins líkamlega þreyttur, heldur andlega. Heili minn er þreyttur.“ „Einmitt, þess vegna ættirðu að reyna að fá full- komna hvíld. Lofaðu mér að finna eitthvað annað handa þér að hugsa um. Það er svo langt síðan að ég — að ég — ég meina —.“ Er þarna var komið þagnaði hún venjulega, en hann hristi höfuðið skelfdur á svip og reyndi að koma henni í skilning um að það sem hann þyrfti væri einmitt að hugsa ekki um nokkurn skapaðan hlut, og allra sízt það sem hún var að hugsa um. Það var alltof frumstætt og blátt áfram. Hann þurfti að slappa algjörlega af og opna heila sinn fyrir sköpun næsta dags. Síðkvöld eitt, þegar Brit hafði orðið að fara ein í rúmið, eins og venjulega, og án þess að geta boðið Sverre góða nótt, af því að hann gat ekki slitið sig laus- an frá ritvélinni, þá hljóp skollinn í hana. Hún fór í svartan, hér um bil gegnsæan náttkjól, sem hún hafði unnið í kvennablaðshappdrætti, en aldrei þorað að sýna sig í — nema ein fyrir framan spegilinn. Nú smeygði hún sér í hann og það fór nautnaskjálfti um hana alla, þegar hún sá hversu ljúflega hann féll að líkama henn- ar. Hún lét efsta hnappinn vera óhnepptan, og nálgað- ist með dynjandi hjartslætti Hið allra helgasta. Svo rykkti hún upp hurðinni, steig innfyrir og stóð þar með hendur á mjöðmum og höfuðið kerrt aftur, eins og hún hafði séð Gínu Lollobrigida og Shirley McLaine gera í kvikmyndunum. Sverre leit á hana annars hugar. „Nú, þú ert að leggja þig? Jæja þá, góða nótt, væna mín.“ Loks kom hann samt auga á náttkjólinn. „Þetta er svei mér leiðinlegur svartur litur,“ tautaði hann. „Er þetta virkilega í tízku núna? Eða er hann gamall? Það lítur út fyrir að hann hafi hlaupið í þvotti?“ Hann var aftur farinn að stara á ritvélina og lyfti báðum vísifingrunum, í því skyni að halda áfram vinnu sinni. En Brit gafst ekki upp. Á þessu kvöldi vildi hún fá að njóta sælu ástarinnar, hvað sem það kostaði. Hún tiplaði með vaggandi mjöðmum kringum skrifborðið, tók hendur hans af ritvélinni og smaug inn í fang hans, líkt og gælinn köttur. Hann starði á hana steinhissa, en rétti samtímis út hendina eftir strokieðri á borðinu. „Hvað er þetta, Brit, sérðu ekki að ég er að vinna!“ Hún þrýsti sér enn fastar að honum og hvíslaði nokkr- um orðum í eyra hans. En hann brást reiður við. „Brit! Geturðu yfirleitt ekki hugsað um neitt annað en þetta? Það er ekld einu sinni vika — ekki hálfur mán- uður síðan að þú — að við — ertu alveg óseðjandi? Hér sit ég og berst örvæntingarbaráttu við níunda kapítul- ann í bókinni, sem er erfiðastur af þeim öllum, af því að þar verð ég að undirbúa — Hann komst ekki lengra. Brit hrökk frá honum, eins og hún hefði brennt sig. Svo greip hún stroldeðrið, stakk því í hönd hans, hneppti á áberandi hátt efsta hnappnum í náttkjólnum, bauð góða nótt og steðjaði út úr Hinu allra helgasta. Þegar hún kom til sjálfs sín inni í svefnherberginu, fláði hún af sér náttkjólinn, reif hann í sundur eftir endilöngu og stóð andartak ráðvillt með hann í hönd- unum. Svo fleygði hún honum út um opinn gluggann; hann sveif yfir garðinn, götu megin, og lagðist til hvíld- ar á lágri smíðajárnsgirðingunni. En Brit kastaði sér niður á rúmið sitt og engdist sundur og saman af krampakenndum gráti. Úti á gangstéttinni urðu tveir næturgöltrarar varir við svarta silkiflyksuna, sem kom svífandi og festist á girðingunni. Annar þeirra greip hana og greiddi úr henni. „Náttkjóll! “ tautaði hann. „Gauðrifinn náttkjóll! Ja hver asskotinn!“ Hann leit upp á húsið. „Er það ekki hérna sem hann býr, þessi kynæsihöf- undur?“ spurði hann glottandi. „Þá skil ég þetta betur. Það er svei mér náungi, sem kann að lifa lífinu! Já, það verð ég að segja — hann neitar sér ekki um neitt!“ 426a Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.