Heima er bezt - 01.12.1968, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.12.1968, Blaðsíða 25
postillu um nær því hálfrar aldar skeið og var því efnið mjög kunnugt. — Hann las með sérstöku lestrarlagi, svo að lesturinn var frekar sem ræða en venjulegur lestur. Þetta átti vel við hina alvöruþrungnu hrynjandi mælsku höfundar. Ég man ákaflega vel eftir þessum helgu morgun- stundum á jóladagsmorgnana, en erfitt er að lýsa þeim hughrifum, eða hátíðlegu hrifningu, sem settu svip sinn á þessa heilögu morgunstund. Mamma sá um að vekja alla, en enginn fór strax á fætur, nema hún ein. — Við vissum það krakkarnir að enginn mátti sofna undir húslestrinum á jóladagsmorg- uninn. — Ég held, að ég hafi jafnvel haldið að slíkt væri talið til syndar. — Ilmurinn frá súkkulaði pottinum lá í loftinu og jók á hátíðleikann. Tilhlökkun og hátíð- lega andakt blandaðist saman þessa hátíðlegu morgun- stund. En að halda sér vakandi, það var þrautin þyngri. Það er erfitt að lýsa þessari hátíðlegu morgunstund, svo að þeir, sem aldrei fá notið hennar fái einhvern eim af þeirri hrifningu, sem henni fylgdi og gagntók alla viðstadda. Sætur svefn morgunstundarinnar yfir- bugaði næstum skyldutilfinninguna og hátíðleikann. — Hrynjandi lestursins og angandi súkkulaði ilmurinn, rann saman í eitt. Óttinn við að sofna undir lestrinum, var sterkasta aflið til að halda manni vakandi, en þó náði svefninn stundum völdum í nokkur augnablik, en strax hrökk maður upp aftur. Þeir, sem hafa reynt það, hve svefn- inn er sætur, ef maður ætlar sér að halda sér vakandi í rúminu að morgni dags, skilja þetta vel. — En þessi morgunstund getur ekki gleymst þeim, sem hennar hef- ur notið. Prédikunin sjálf, í sambandi við jóla-guð- spjallið er í húslestrarbók Jóns Vídalíns laus við alla jólahrifningu eða jólagleði í sambandi við boðskap englanna. En það hafði engin áhrif á mig. Ég held að ég hefði verið jafn hrifinn af morgunstundinni, og hennar dulúðugu áhrifum, þótt lesturinn hefði verið fluttur á latínu. Það var ekki orðið, sem hreif mig, heldur hin dularfulla stemmning morgunstundarinnar. Ég minnist þess ekki að hafa orðið fyrir slíkri hrifn- ingu nokkurn tíma síðar. Svona var það jafnan á mínum fyrstu bernskuárum við húslesturinn á jóladagsmorguninn, og inn í þessar minningar mínar blandast enn súkkulaði ilmur og hreim- ur frá lestrinum. Þetta voru dýrmæt augnablik, sem ekki gleymast í önnum hversdagslífsins. 3. JÓLAMINNINGAR SKÁLDA OG ANNARRA ANDANS MANNA. Margir andans menn og skáld hafa á efri árum sín- um ritað endurminningar sínar og dregið upp litríkar myndir af sínum bernsku-jólum. -------Fyrir rösklega hálfri öld var frú Ingunn á Kornsá í Vatnsdal beðin að halda ræðu á samkomu í Vatnsdal um jólaleytið, sem haldin var til fjársöfnunar fyrir sjóð, sem nefndur var Barnasjóður Vatnsdælinga. Hún ræddi þar um, hve dýrmætar væru fagrar jóla- minningar frá bernskuárunum, þegar út í lífsbaráttuna væri komið, með sínum sorga- og gleðistundum. Nefndi hún tvö þekkt skáld, sem hún taldi að hefðu lýst þessu bezt í Ijóðum sínum, en það voru skáldin Guðmundur Guðmundsson, sem oft var nefndur skólaskáld og Matthías Jochumsson. Frú Ingunn var stórgáfuð kona og vel metin og ræddi hún þessi mál af glöggskyggni og skilningi. Hún sagði þá meðal annars þetta: „Það, sem ég legg mesta áherzlu á og hygg að hjálpi manni bezt í lífsbaráttunni, er að eiga góðar minning- ar frá bernskuárunum. Það hefur líklega meira að segja en flestir halda.“ Síðan segir hún í sama erindi: „Enginn finnst mér lýsa betur endurminningum sín- um og áhrifum æskuheimilisins en Guðmundur Guð- mundsson skáld.“ — Og síðar segir hún: „Ég ætla því að lesa hér eftir hann kvæði, sem útskýrir mínar hug- myndir um minningar að heiman, af því að ég á engin orð eins góð og falleg og hann hefur á valdi sínu.“ Síðan las frúin upp kvæði, sem lýsir vel minningum skáldsins um jólaminningar. í kvæðinu lýsir skáldið fyrst áhrifum í skrautlegri kirkju, er skáldið sótti á jólunum í fjarlægri borg. En er hugur hans hefur um stund dvalið við ljósadýrð og skraut kirkjunnar, þá leitar hugurinn heim í íslenzka kotbæinn, og jólaminningarnar streyma fram í hugann í fögru ljóði, sem lýsir jóla-undirbúningi í litlu baðstof- unni heima. í kvæðinu lýsir hann fyrst hinni skrautlegu, ljósum skrýddu kirkju. — Þar segir svo: Á bláhvolfi kirkjunnar gullstjörnur glitra og geislar í kristöllum brotna og titra — í gljáfægðum ljóskrónum glitbrigðin ljóma, og gleðiblær leikur um organsins hljóma, og hreimfagran óminn um hátíða-söng ber hátt yfir mannfjöldans þröng. Með róðukross gullinn á rauðu skrúði við rósflosi dýrmætu altarið glæst, hann stendur í kórstúku, klerkurinn prúði, þar kristmyndin Ijómar á stafninum hæst. Og tónbylgjan hefur, há og löng til himins jólanna dýrðarsöng. Dýrð! Dýrð! á samróma tungum í samhljómi þungum er sungin og skýrð. Allt er skraut og skart, allt er skínandi bjart. — Allt hljómar um guðs frið og heilaga dýrð. Heima er bezt 425

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.