Heima er bezt - 01.12.1968, Page 27

Heima er bezt - 01.12.1968, Page 27
mjög kær. — Þegar Beta og Lubbi voru komin inn í stofuna, fóru þau strax að leika sér að boltanum. — Beta þeytti boltanum í gólfið, og Lubbi hentist á eftir hon- um út í hvert horn stofunnar. Þetta gekk ágætlega um stund, en að lokum þeyttust þau bæði út í hornið, þar sem myndastyttan stóð á litla, þrifætta borðinu. Það rauk um koll og myndastyttan, sem á því stóð, féll í gólfið og mölbrotnaði. Nú brá litlu stúlkunni mjög. Hún vissi að pabbi hennar hafði haft sérstakt uppáhald á þessari mynda- styttu, og Betu litlu tók það sárt, að hafa brotið stytt- una, vegna ógætni og fljótfærni. Líka kveið hún fyrir refsingu, sem hún fann þó að hún ætti skilið. í þessu kom ein vinnustúlkan inn í stofuna og sá Betu sitja á gólfinu hágrátandi með Lubba í fanginu, og spurði strax hvað hefði komið fyrir. — Beta sagði henni allt eins og var. — Þá sagði stúlkan: „Blessuð vertu ekki að gráta út af þessu. — Segðu bara að hvolpurinn hafi brotið myndastyttuna, þá fær þú engar ávítur og pabbi þinn getur áreiðanlega keypt sér aðra mynda- styttu.“ Beta hætti þá snögglega að gráta og fór að hugsa málið. Hún sá það, að ef hún kenndi Lubba um þetta, þá myndi enginn segja neitt, og pabbi hennar gæti ef til vill keypt nýja myndastyttu. — En hvað var þá athuga- vert við þessa tillögu stúlkunnar? Var nokkuð rangt að kenna Lubba um þetta? Vissulega var hann með í leikn- um og velti um borðinu ásamt henni. En bar hún ekki ábyrgð á hvolpinum? Var það ekki hún, sem hleypti honum inn í stofuna. — Ekki gat hvolpurinn borið af sér sakir, ef honum væri ranglega kennt um það, sem ekki var hans sök? Allt þetta flaug í gegnum barnshugann á örskammri stundu, og litla stúlkan tók sínar ákvarðanir. — Hún gat ekki skrökvað. — Það var líka ljótt að skrökva upp á hvolpinn, sem ekki gat borið af sér sakir. Hann var bara ómálga dýr, þótt hann væri fallegur og skynugur. — Nei, — hún vildi ekki skrökva að pabba og mömmu. Það var Ijótt að skrökva. — Gæti hún orðið reglulega glöð og hamingjusöm um jólin, ef hún segði nú ósatt? Oft hafði henni verið sagt, að ætíð væri bezt að segja sannleikann, þótt það væri stundum erfitt í svipinn. — Og nú var Beta ákveðin. Hún anzaði ekki stúlkunni, sem ráðlagði henni að kenna Lubba um óhappið. — Hún þaut inn til pabba síns og sagði honum grátandi allt eins og var, og tók á sig alla sökina. Pabbi hennar strauk um kollinn á henni og kyssti hana á vangann og sagði: „Víst sé ég eftir fallegu myndastyttunni og mér þykir sárt að missa hana, en ég er þó hamingjusamur, að eiga litla stúlku, sem heldur vill taka á sig óþægindi en segja ósatt.“ Sagan barst til alls heimilisfólksins, sem var margt á þessum stóra búgarði, og öllum fannst Beta litla hafa valið réttu leiðina í þessu máli. -------Nú var kominn aðfangadagur. Beta litla var fremur venju dauf í bragði. Jólaundirbúningurinn hreif hana ekki, eins og oft áður, og henni þótti ekki eins gaman að raða jólagjafa-pökkunum. Þetta óhapp henn- ar var eins og skuggi á kvöldinu, þótt pabbi hennar hefði fyrirgefið henni. Nokkru fyrir klukkan sex var fínu stofunni lokið, og þar mátti enginn inn koma nema pabbi og mamma. Þar inni stóð jólatréð skreytt og í kringum það var raðað öllum jóla-pökkunum. Síðan var setzt að borð- um og étinn jólamaturinn. Enn hafði Beta litla ekki tekið að fullu gleði sína. Litli fjörkálfurinn hafði misst fjörið. — En svo kom stóra stundin. — Stofan var opnuð, og ljósadýrðin og skrautið blasti við sýn. Þarna stóð fagurlega skreytt jólatréð með logandi kertum og við jólatréð var stór hlaði af jólapökkum. En hvað var nú þetta? Úti í horn- inu, þar sem myndastyttan hafði staðið, stóð nú ein- hver hlutur hjúpaður hvítri slæðu. Pabbi sagði Betu, að hún mætti svipta af slæðunni, og þarna stóð þá á borð- inu myndastytta, nákvæmlega eins og sú, sem brotnað hafði. Við hana var festur miði, sem á stóð þessi setn- ing: „Til hamingju, Beta litla. — Þú valdir réttu leið- ina.“ Undir þetta voru skrifuð nöfn alls heimilisfólksins, og líka stúlkunnar, sem ráðlagði Betu að skrökva. -------Því verður varla með orðum lýst, hve ham- ingjusöm Beta varð, er hún las miðann, er fylgdi gjöf- inni. — Nú náði jólagleðin fyrst tökum á henni, og hún varð sami fjörkálfurinn og hún hafði áður verið, og öllum þótti vænt um hana. Þessi stutta saga um litla stúlku og loðinn hvolp, gæti vel verið sönn. Hún gæti hafa gerzt á hvaða velstæðu heimili, sem væri. — Aðalatriði sögunnar er það, að Beta stóðst freistinguna. Hefði hún sagt, að sökin væri hjá Lubba, hefðu allir trúað henni. Stúlkan, sem ráð- lagði Betu að skrökva, var líka með í gjöfinni. Hún hef- ur vafalaust séð eftir að ráðleggja að segja ósatt. En sannleikurinn er ætíð sagna beztur, eins og segir í göml- um málshætti. Þessi þáttur um jólaminningar verður ekki lengri að sinni. — Þegar þetta blað berst til lesenda, verður liðið að jólum og þá verða ungir og aldnir væntanlega komn- ir í jólaskap.---- Oft er talað um aldamóta kynslóðina, og er þá átt við þá, sem fæddust fyrir og um síðustu aldamót. — Margir aldamótamenn og -konur hafa skrifað frásagnir og ort ljóð til minningar um bernsku jólin. Er svo að sjá af þessum ritgerðum og Ijóðum, að jólahaldið um síðustu aldamót, hafi átt þau ítök og valdið þeirri hrifn- ingu hjá æskufólki þeirra tima, sem ekki gleymist þegar Heima er bezt 427

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.