Heima er bezt - 01.12.1968, Page 28
áratugirnir líða, heldur hafi á þeim tíma auðgast að
birtu og glæsileik.
„Fullvel man ég fimmtíu ára sól,
fullvel meir en hálfrar aldar jól,“
segir Matthías í sínu gullfallega jólakvæði 1891. — Þeir,
sem fæddust á næstu tveimur til þremur áratugum eftir
að Matthías orti sitt fagra jólakvæði, eiga margar svip-
aðar jólaminningar og Matthías. Á þeim tímum voru
þjóðlífsbreytingar svo hægfara. En hvernig verða jóla-
minningar þeirra, er nú lifa sín bernsku- og æskuár, er
þeir verða fullorðnir eða komnir á elliár? Því er erfitt
að svara, en vissulega hlýtur nútíma-æska að eiga glæst-
ar minningar frá bernskuárunum, er þetta æskufólk er
komið á elliár, — þar sem nútíma jólum fylgir rafljósa-
dýrð, björt og góð húsakynni og óskammtaður veizlu-
matur. — En skyldi minningarnar um súkkulaði ilminn
og hrynjandi húslestursins á jóladagsmorguninn verða
nútíma æsku jafn minnisstæður og mér er hann? Þess-
ari spurningu er hægt að svara neitandi, því að fyrst
og fremst er nú enginn húslestur lesinn á jóladagsmorg-
uninn, og ennfremur er súkkulaði ilmurinn nú enginn
sérstakur jólailmur, þótt enn sé súkkulaði í sumum tril-
fellum veizlumatur, þá hafa nútíma unglingar allt ann-
að mat á súkkulaði ilmi.-----
--------Engin hátíð hefur um aldaraðir átt slík ítök
í ungum og gömlum sem jólahátíðin og væntanlega
verður svo enn um aldaraðir.----------Jólasagan — jóla-
guðspjallið — hefur einhvern töframátt og yl, sem bræð-
ir allan kulda og þyrking úr dagfari fólksins. — Sá, sem
ekki hrífst af jólahátíðinni og þeim boðskáp, sem jólin
flytja, á reglulega bágt. Þann mann hefur hin harða
lífsbarátta hrakið út af gæfubraut lífsins.
Þessar jólaminningar verða ekki fleiri að sinni, en ég
vil enda þetta spjall með yndislegu jólakvæði eftir Guð-
mund skáld Guðmundsson. Það heitir:
JÓLABARNIÐ.
„Sjá lítinn svein í lágri jötu,
er ljósið alheims stafar frá.
Hann kom til þess að greiða götu,
til guðs og friðar barnsins þrá.
í hljóðri kyrrð á helgri nóttu,
á heimsins mestu gæfustund,
hann englar heim frá himni sóttu,
er hvíldi fold í rökkurblund.
Og þú átt líka að líkjast honum,
mitt Ijúfa barn um ævistig,
svo geisli af kærleik, vori og vonum
allt vermi og lýsi kringum þig.“
GLEÐILEG JÓL!
Stefán Jónsson.
Fyrir nokkrum árum söng hinn vinsæli söngvari Ragn-
ar Bjamason ljóðið: Komdu í kvöld. — Ein 18 ára á
Suðurlandi og nokkrir fleiri hafa beðið um að birt sé
þetta vinsæla ljóð. — Ljóð og lag er eftir Jón Sigurðs-
son, bankamann, sem er vel þekktur ljóða- og laga-
smiður.
KOMDU í KVÖLD.
Komdu í kvöld
út í kofann til mín,
þegar sólin er setzt og máninn skín.
Komdu þá ein
meðan kvöldið er hljótt,
og blómin öll sofa, sætt og rótt.
Við skulum vera hér heima,
og vaka og dreyma,
vefur nóttin örmum hlíð og dal.
Komdu í kvöld
út í kofann til mín,
þegar sólin er setzt og máninn skín.
Margir hafa beðið um ljóðið Afmæliskveðjan. Höf-
undur Ijóðs og lags er Ólafur Gaukur hljómsveitar-
stjóri.
AFMÆLISKVEÐJAN.
Þú átt afmæli í dag.
Þú átt afmæli í dag.
Hér er afmæliskveðja,
þetta er afmælislag.
Ef hefði ég þig heima núna,
hjartans vinur minn,
þá halda skyldum upp á daginn þinn.
Af brosi hans um brá og hvarminn
og brjóstin móður ljómi skein,
er lagði hún sér við ljósan barminn
hinn litla, fagra, góða svein.
428 Heima er bezt