Heima er bezt - 01.12.1968, Page 30

Heima er bezt - 01.12.1968, Page 30
2. HLUTI „Alls ekki, en mér fannst þetta bara svo þungt,“ sagði Helena. „Byrjaðu þá á einhverju léttara,“ sagði ívar. „Já, það þýðir ekkert að hika.“ Hann brosti uppörvandi til hennar í speglinum. „En, hafðu það þjóðlegt,“ áminnti Hrafnkell hana. Helena hikaði lítið eitt, en fór svo að syngja, skærri, hljómfagurri röddu „Fyrr var oft í koti kátt“. Hin tóku samstundis undir, nema Silvía, sem kveikti sér í sígarettu, ólundarleg á svip. ívar hnippti í hana: „Hvað er þetta, manneskja, kanntu ekki þetta?“ „Auðvitað, mig langar bara til að hvíla mig,“ anz- aði hún afundin. Hún hallaði sér aftur á bak í sæt- inu og lokaði augunum. Innst inni langaði hana til að vera kát og syngja með hinum, þótt hún vildi ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér. Innra með henni tókust jafnan á tvö öfl, hið góða og hið illa, og þótt hún vissi það tæpast sjálf, hafði hið síðarnefnda alltof oft betur í þeirri viðureign. Hún hafði líka ætíð nægar afsakanir sjálfri sér til handa, svo að hún var orðin leikin í að loka augun- um fyrir eigin sekt. Á meðan ferðafélagar hennar sungu hvert lagið á fætur öðru lagði hún heilann í bleyti í leit að gagn- ráðstöfunum viðvíkjandi Helenu. Hún var enn djúpt sokkin í þær hugleiðingar, þegar ívar stöðvaði bíl- inn við samkomuhúsið á Hvoli. „Þá er það ballið, börnin góð,“ sagði hann. „Ætlum við á ball hér?“ spurði Helena. „Vitanlega. Drífið þið ykkur út,“ sagði Hrafn- kell. Þau fylgdust öll að inn í fordyri hússins. Þar lentu Ivar og Helena í þrætum, vegna þess, að hún vildi borga miðann sinn sjálf, en því lauk með því, að hún varð að láta í minni pokann fyrir ákveðni hans. Inni í snyrtiherberginu spurði Hrafnkell ívar, hvar hann hefði kynnzt Helenu. ívar hló. „Ég hef reynt við hana öll tiltæk ráð í nokkurn tíma, árangurslaust, þar til í dag, að hún var bein- línis lögð í fangið á mér.“ „Það má heita áhrifaríkur endir á þínu andstreymi. Hvernig bar þetta að höndum í dag? “ „Þú segir engum frá því, þar sem þetta voru nefni- lega hálf leiðar aðstæður fyrir hana.“ „Ég segi ekki neitt.“ „Gott.“ ívar tók til máls og skýrði honum í stuttu máli frá atburðinum í rjóðrinu. Hann lauk máli sínu með því að fullyrða: „Mér hefur aldrei tekizt jafn vel upp.“ Þar átti hann við, er hann fleygði hinum ógæfusama Áka af höndum sér. „Það var ágætt að þessi Júdókunnátta þín kom þér loks að haldi,“ sagði Hrafnkell. Þeir hröðuðu sér til samferðakvenna sinna og þau gengu fylktu liði í danssalinn. Þar settust hjónin og Helena við borð, en þegar ívar ætlaði að fara að dæmi þeirra, greip Silvía í handlegg hans og spurði: „Eigum við ekki bara að fara að dansa?“ Hún brosti blítt, en ívar yppti öxlum og fór nauð- ugur, viljugur með henni út á dansgólfið. Hann gaut augunum um leið til Helenu, en hún virtist ekkert taka eftir því. Að vörmu spori kom ungur, snaggaralegur piltur að borðinu til þeirra og bauð Helenu upp. Þetta var glaðvær náungi, sem talaði mikið, og innan skamms var hún farin að tala og hlægja líka. ívar fylgdist með henni og hrukkaði ennið. Fjár- inn sjálfur, hún þarf varla að vera svona upprifin við þennan náunga, hugsaði hann afbrýðisamur. 4B0 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.