Heima er bezt - 01.12.1968, Side 31

Heima er bezt - 01.12.1968, Side 31
Annars mátti hann vel við una, fannst Silvíu að minnsta kosti. Er þau höfðu dansað um stund stakk Ivar upp á, að þau tækju sér sæti og fengju sér gosdrykk til þess að væta kverkarnar. Silvíu fannst það dágóð hugmynd, ekki sízt vegna þess, að Helena var enn að dansa við sama piltinn og áður, svo að lítil hætta stafaði úr þeirri átt. Ekki höfðu þau lengi setið, þegar Helena sýndist eiga í einhverjum erfiðleikum með herrann sinn. Maðurinn hélt um herðar henni og var bersýni- lega að tala um fyrir henni, en hún hristi höfuðið í sífellu og reyndi með hægð að losna við handlegg þann, sem á herðum hennar hvíldi. fvar reis á fætur og skálmaði til þeirra. „Nokkuð að?“ spurði hann. „Hann ætlar út, en ég ætla að vera inni,“ anzaði Helena snöggt. ívar fjarlægði handlegg mannsins af herðum hennar. „Þetta er ljómandi hugmynd, sem þú skalt um- fram allt láta eftir þér,“ sagði hann við piltinn. „Skrepptu bara út.“ „O, það er nú harla bragðlaust, ef þú ætlar að halda stelpunni eftir,“ svaraði hann. En síðan skein skilningur úr hverju orði, er hann hélt áfram: „En ég skal fara og vera góður. Ég reyni aldrei við frá- teknar stelpur. Mér datt bara ekki í hug, að þessi væri í þeirra hópi. Þú ættir að setja gildan hring á hendina á henni, svo að hún villi ekki svona á sér heimildir,“ ráðlagði hann að lokum. ívar hló og leit á Helenu, sem horfði niður fyrir sig, rjóð í vöngum. Hún gat ekki heldur varizt brosi. „Þakka þér heilræðið, ég þarf að taka það til at- hugunar. Þú ert sannarlega vel upp alinn ungur mað- ur,“ sagði ívar við piltinn. „Það segir mamma líka,“ svaraði hann og gekk hlægjandi í burtu. fvar sneri sér að Helenu kankvís á svip. „Þú virðist hafa ískyggilega tilhneigingu til að koma þér í vandræði.“ „Mér þykir það leitt, en ég hef aldrei lent í öðru eins.“ „Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Komdu, við skulum dansa.“ Þegar Silvía sá að fvar var farinn að dansa við Helenu, fann hún að henni var leikurinn tapaður, að minnsta kosti í bili. Hún reis á fætur og lagði leið sina til snyrtiher- bergisins. Þegar hún kom út þaðan aftur kom hún auga á ungan mann frammi á ganginum. Hún ætl- aði varla að trúa sínum eigin augum, en þetta var Geir, um það var ekki að villast. Hann kom einnig auga á hana og þau gengu móts við hvort annað. Þau heilsuðust undrandi og sögðu hvort í kapp við annað: „Þú hér!“ Og Silvía hugsaði, heit í hamsi: Svona hefur hann það, fer eitthvað út á landsbyggðina til að skemmta sér. — Og hún fylltist „réttlátri“ reiði yfir því, að Geir skyldi „fara svona á bak við hana“. En Geir eyddi fljótlega þessari tortryggni henn- ar með því, að segja: „Jonni hefur suðað í mér í háa herrans tíð, að koma á eitthvert sveitaball, nógu langt í burtu frá bænum. Hann er nefnilega nýlega búinn að taka bíl- próf, og þá vill hann fara sem lengst. Svona er nýja- brumið.“ Geir brosti góðlátlega að sínum unga bróður. Silvíu létti. Hún stakk upp á, að þau kæmu inn og fengju sér sæti og vonaði, að Hrafnkell og Ellen væru að dansa. Um hin þyrfti varla að spyrja. Henni varð að ósk sinni og þau Geir settust við borðið. Ungur maður úti á dansgólfinu starði agndofa á þau. Það var Jonni. Hann spurði sjálfan sig: Er ekki nokkur staður á landinu óhultur fyrir þessari mann- eskju? Hann hafði suðað í Geir í tíma og ótíma, að koma með sér á ball, hafandi það í huga — fyrir utan, hvað gaman var að aka — að alltaf voru líkur til, að Geir sæi einhverja stelpu, sem hann yrði hrifinn af, og þá hætti hann kannske að ganga með þessa Silvíu á heilanum. En hvað skeði svo, annað en að hann ark- aði beint í fangið á þessari sömu Silvíu! Þetta var sá sárgrætilegasti endir á jafn góðu upp- hafi og Jonni hafði nokkurn tíma vitað til. Geir sat og velti fyrir sér, eins og oft áður, hvað það væri við þessa stúlku, sem væri þess valdandi, að hann elskaði hana enn. Elskaði og þráði hana meir en nokkru sinni fyrr. Hún hafði verið æskuást hans og um leið eilífð- arást, því að fyrir Geir var aðeins ein ást til. Hann hafði gefið Silvíu sína og fengið hennar í staðinn, en síðan hafði hún tekið hana frá honum aftur. Hann kæfði andvarp í fæðingunni. Honum varð Heirrta er bezt 431

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.