Heima er bezt - 01.12.1968, Qupperneq 32
alltaf svo þungt um hjartaræturnar, þegar hann hugs-
aði um þessa hamingjutíma.
En hann ásakaði Silvíu ekki. Hann hafði ekki get-
að boðið henni upp á annað en bið, bið eftir að
fjölskylda hans gæti séð um sig sjálf, og þau vissu
bæði, að það gat orðið æði langur tími. Nú, hann
ásakaði Silvíu ekki, og þó hafði hún valdið honum
meiri sársauka en nokkur annar á hans ævi.
Hann gat enn séð hana fyrir sér, þegar hún hafði
dregið trúlofunarhringinn af fingri sér og lagt hann
á borðið og síðan gengið út.
Honum var líka í fersku minni, hve hann hafði
langað til að hlaupa á eftir henni, biðja hana að fara
ekki frá honum, segja henni hve hann elskaði hana
mikið, segja henni að hann gæti ekki lifað án hennar.
En hann hafði ekkert gert af þessu, heldur setið
kyrr og horft á trúlofunarhringinn hennar. Honum
hafði fundizt ágröfturinn innan í honum glotta við
sér: Þinn Geir.
í raun og veru hafði honum varla fundizt hann
iifa, í venjulegum skilningi fyrst á eftir. Hann hafði
gengið um með allar tilfinningar svo undarlega dofn-
nar og leitað í örvæntingu eftir úrræði, til þess að
fá Silvíu til sín aftur og sjá jafnframt fyrir fjölskyldu
sinni.
En auðvitað fann hann ekkert, því að það var ekki
til. Að minnsta kosti ekkert, sem Silvía myndi fall-
ast á.
En innra með honum leyndist von um að Silvía
ætti eftir að snúa til hans að fullu og öllu.
Silvía sat gegnt honum, og meðan hún lét móðann
mása hugsaði hún um, hve lífið getur verið óréttlátt.
Hvers vegna þurfti Geir endilega að vera fátækur?
Hún hataði þetta orð. Hún hafði kynnzt því áþreif-
anlega í uppvextinum og vissi hvað það þýddi. Þau
voru átta systkinin og faðir þeirra aðeins verkamað-
ur, svo oft var þröngt í búi á heimili hennar.
En þau gátu öll sætt sig við það, nema hún. Til
dæmis móðir þeirra, útslitin af barneignum, en kvart-
aði þó aldrei.
En hún Silvía ætlaði sér ekki að feta í fótspor
hennar, það var örugglega víst.
Hún virti Geir fyrir sér, dimmblá augu hans og
ljóst hárið og henni fannst hún allt í einu verða svo
hjálparvana. Hún fann til næstum óviðráðanlegrar
löngunar til að rétta út hendurnar til hans og segja:
Geir, taktu mig aftur til þín, mér er alveg sama um
allt, bara ef ég fæ að vera hjá þér.
Hún varð óttaslegin yfir eigin tilfinningum. En
brátt harkaði hún þennan veikleika af sér og gerði
sér upp hlátur.
„Ósköp erum við grafalvarleg,“ sagði hún og
reyndi að vera létt í máli.
„Það má nú fyrr vera.“
Þau tóku upp léttara hjal og Silvía ákvað, Jonna
til mikillar hrellingar, að fara með þeim bræðrum í
bæinn, þegar dansleiknum lauk.
Hún fór að bílnum hjá ívari, brosti sínu blíðasta
brosi og sagði:
„Mér var boðið að vera með í öðrum bíl.“ Hún
leit þýðingarmiklu augnaráði til ívars um leið, en
það virtist alveg fara fram hjá honum.
„Allt í lagi. Góða ferð,“ sagði hann.
„Jæja, heldurðu að þér sá óhætt að koma frammí,
Helena?“
Jórunn Jóakimsdóttir hafði frá barnæsku haft þann
sið, að rísa snemma úr rekkju. Það gerði hún einnig
þennan sunnudagsmorgun.
Hún raulaði viðlag við gamalt kvæði á meðan hún
klæddi sig. Að því búnu gekk hún fram í eldhúsið.
Hún setti vatn í hraðsuðuketilinn og tengdi hann við.
Síðan gekk hún fram í baðherbergið til að snyrta sig.
Jórunn var athugul kona, enda tók hún strax eft-
ir rauðu úlpunni hennar Helenu, sem hékk í fata-
henginu í ganginum. Jórunni brá. Hafði telpan virki-
lega gleymt úlpunni sinni þarna? Nei, hún mundi
það áreiðanlega rétt, að Helena hafði verið með úlp-
una þá arna á handleggnum, þegar hún fór í gær.
Jórunn sneri sér óvenju hvatlega við og gekk að
hurð við enda gangsins og lauk henni upp. Og mik-
ið rétt, þarna steinsvaf Helena í rúminu sínu. Jór-
unn hikaði við, en gekk síðan að annarri hurð, opn-
aði hana enn gætilegar en hina fyrri og gægðist inn.
í því herbergi svaf enginn, og Jórunni brá aftur á
þessum eina og sama morgni. Það var áreiðanlega
eitthvað bogið við þetta, ályktaði hún.
Henni datt í hug að vekja Helenu og spyrja hana
hvernig í þessu lægi, en strax og hún kom inn í her-
bergið hennar aftur, vissi hún að það gæti hún ekki.
Til þess svaf Helena alltof vært.
Þess í stað stóð Jórunn kyrr og virti þetta sofandi
andlit fyrir sér. Dökk, löng augnahárin, bogadregn-
ar augnabrýrnar, lítið, fallegt nefið, rjóðar, aðskild-
ar varirnar og svart hárið, sem féll eins og kranz um
höfuð hennar.
432 Heima, er bezt