Heima er bezt - 01.12.1968, Page 35

Heima er bezt - 01.12.1968, Page 35
Frá Akureyri 60 ÁRA MINNING. Þegar ég, eftir 8 ára kennslustarf í Noregi, réðst skóla- stjóri Barnaskóia Akureyrar, 1908, átti sú athöfn, að sjálfsögðu, sinn aðdraganda eða forsögu, eins og nærri má geta, þegar tveir ólíkir og ókunnugir aðilar byrja samvinnu. — Væri ekki nógu gaman að rifja þá sögu dálítið upp. Það er þá fyrst, að ég tók kennarapróf í Noregi 1899, í því skyni, að sjálfsögðu, að hefja kennarastörf á Is- landi, þar sem fyrr var frá horfið kennslustörfum, enda samstundis lagt af stað heimleiðis. — Nægileg atvinna bauðst við Barnaskóla Reykjavíkur og Kvennaskólann, með 35 aura kaupi um tímann. En þegar til Bæjarstjórn- ar var sótt um fast kaup, 1500 hundruð krónur á ári, var þeirri beiðni harðneitað, og stakk ég þá af til Nor- egs, þar átti ég kost á að keppa við félaga mína um stöðu. Enda reyndist það svo, að ég sigraði 18 keppi- nauta í Moss á Austfold, bæ á stærð við Reykjavík. — Þar var gott að vera, góðir félagar, góð stjórn, og ég fékk móður mína til mín, og undi hún vel hag sínum í Noregi. — Kaupið, sem norska ríkið bauð kennurum sínum í þann tíð, var 70.25 kr. mánaðarlaun, að frá- dregnu ríflegu gjaldi í Kennarasjóð. — Þótti þetta eftir- sóknarvert á þeim tímum, enda var þá annað verðlag á hlutunum, mjólkurpotturinn t. d. 11 aurar, og annað matarkyns eftir því. Þarna undi maður glaður við sitt til 1908. — Ekki var því að neita, að hugurinn leitaði stundum heini á forn- ar slóðir, en maður hafði litlar fréttir af heimahögum — og hafði allt sitt á þurru. Þá var það einn góðan veðurdag sumarið 1908, að góðgestur birtist á heimili okkar mæðgna: Jón Þ. Björns- son frá Veðramóti, frændi okkar og vinur frá æskuár- um, nýútskrifaður kennari frá Danmörku. Var á heim- leið. — Hvað var nú framundan? — Auðvitað að fá sér eitthvað að gera! — Helzt kaus hann sér starf í heima- högum, Skagafirði, ef þess var nokkur kostur. — En hann hafði nýlega séð auglýst skólastjórastarf á Akur- eyri, og bjóst við að sækja um það, ef ekki fengist neitt sæmilegt í heimahögum, sem hann vonaði þó í lengstu í selið til okkar, með símskeyti frá skólanefnd Akur- eyrar, frá formanni Guðlaugi Guðmundssyni, sýslu- manni, um að mér væri veitt skólastjórastarfið við Barna- skóla Akureyrar. — Símsvar óskast. — Já, náttúrlega. — Nú var ekki um annað að gera en að snúa sínu kvæði í kross og flýta sér til byggða til viðtals við móður mína og yfirboðara. — Eftir miklar umþenkingar og ráða- gerðir varð svarið jákvætt. — Þá var gott að eiga inni varasjóðinn, sem mánaðarlega hafði verið tekinn af kennslukaupinu. Mér var boðið að koma aftur að skólanum að ári liðnu, ef mér sýndist, og því varð það að ráði, að móðir mín varð kyrr í okkar góðu íbúð í Moss, hjá vinurn, íslenzkum og norskum, og lét hún sér það vel líka. Svo var að búa sig til heimferðar. — Ferðir voru á þeirn árum fáar og strjálar. Gufuskipið „Egill“ gekk frá vesturströnd Noregs til íslands í septembermánuði. Urn aðra ferð var ekki að ræða. — Góð ferð, en það tók okkur 18 daga að komast til Akureyrar. — Allt gekk þó stórslysalaust. — Þegar siglt var inn Eyjafjörð í blíðu haustveðri, varð manni hugsað: „Hvað bíður manns hér?“ — Með skipinu var gamall danskur verzl- unarmaður, sent oft hafði verið á Akureyri. — Honum varð að orði, er hann leit til bæjarins: „Deilige mennes- ker!“ — Það tilsvar féll í góðan jarðveg hjá mér! Og svo byrjaði starfið og stóð í 10 ár, stórslysalaust, eins og ferðalagið! — Samvinnan var sérstaklega góð við skólanefnd og kennara, þar féll aldrei skuggi á. — Skólanefnd var skip- uð ágætum merkismönnum og kennararnir voru ungir áhugasamir ágætismenn, sem ánægjulegt var að vinna með. Það skrítna var, að tveim af þessum yfirboðurum mínum hafði ég kynni af 25 árum áður, þó aldrei yrði það nefnt á nafn. — Guðlaugur Guðmundsson hafði kennt mér í Barnaskóla Reykjavíkur 1883—85, kátur og glaður. — Geir Sæmundsson, og þeir Hraungerðis- bræður, Ólafur og Geir, voru í næsta herbergi við okk- ur mæðgur þau sömu ár, 1883—85, er við áttum heima hjá Jóni Árnasyni, þjóðsagnasafnara, frænda mínum, og sendu þeir oft upp miklar söngrokur, bæði á nótt og degi, sem við kunnum þá lítt að meta. — Þriðji merkismaður í skólanefnd var Stefán, kennari, Stefánsson, frá Heiði, okkur mæðgum vel kunnugur af afspurn, kvæntur vatnsdælskri konu, Steinunni Frí- Heima er bezt 435

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.