Heima er bezt - 01.12.1968, Side 36
Halldóra Bjartiadóttir og kennarar í Voss i Noregi 1901.
mannsdóttur, og Þorbjörg, systir hans, gift Birni móður-
bróður mínum á Veðramóti.
Stefán varð þetta haust skólameistari, að Hjaltalín
látnum, hlaut ég því, góðu heilli, hina ágætu íbúð þeirra
hjóna. — Félagi minn þar þennan vetur var Elinborg
frá Miklabæ, sem var stundakennari við Barnaskólann.
Barnaskólahúsið var sæmilega gott hús, sterkviðað og
hlýtt, 4 kennslustofur. — Ofnar og lampar í góðu lagi.
Brunnurinn í brekkunni, fyrir ofan skólann, veitti ágætt
neyzluvatn og til ræstinga. — Sú þjónusta var öll ár hin
ágætasta.
Jóhannes Halldórsson, guðfræðingur, hafði um tugi
ára veitt börnum Akureyrar fræðslu með dugnaði, en
ekki með neinum nýjungum og með litlum tilkostnaði.
— En það voru einmitt nýjungarnar og aukinn kostnað-
ur, sem fólkið þoldi ekki. — Enda lá við sprengingu í
hinu friðsama bæjarfélagi, sem þá taldi tæp tvö þúsund.
— Það var þá fyrst, að á þessu hausti voru öll 10 ára
börn skólaskyld. — Það var strax nokkuð, en svo var
margt nýstárlegt, sem forstöðukonan nýja kom með,
sem átti þátt í umtali og umróti í hugum manna, enda
var skólinn, að sagt var, umtalsefni í öllum kaffiboðum
í bænum, æðri og lægri, margir voru með, margir á
móti, eins og gengur, og blöðin létu ekki sitt eftir liggja.
Það mátti segja, að skólinn var ekki látinn afsldptalaus
á þeim árum í hinu fámenna bæjarfélagi.
Það sem mestu umróti vakti voru skóskiptin. — Allir,
háir og lágir, sem um skólann gengu, áttu að hafa utan-
yfirskó, eða skipta um skó. — Þetta var óheyrt. Óþol-
andi! — En hluturinn var, að gangstéttir voru þá
engar til í bænum, menn óðu krapið og forina í skó-
varp. — En skólinn var tví- og þrísetinn, svo loftið var
lævi blandið. — Skólanefnd og kennarar samþykktu að
halda út, hvað sem á gengi! — Þetta blessaðist á endan-
um. — Enginn fékk kvef framar og aðrir skólar tóku
þetta upp líka.
Ég var heldur en ekki montin, þegar ég sá, að Sam-
vinnuskólinn í Reykjavík hafði tekið upp skóskiptin! —
Já, sagði Jónas Jónsson. „Náttúrlega tókum við ykkur
Norðlinga á orðinu, og líkar vel!“
Og svo var það handavinnan, sem kennd var bæði
piltum og stúlkum, en hafði aldrei verið kennd í skól-
anum áður. — Furðulegt hvað fundið var upp á að eyða!
„Þetta áttu heimiHn að annast,“ sögðu menn, en það
436 Heima er bezt