Heima er bezt - 01.12.1968, Side 38

Heima er bezt - 01.12.1968, Side 38
að Guðlaugur sýslumaður hefði látið steypa, svo Hall- dóra kæmist þurrum fótum heim til sín. — Má vel vera. Hafi hann þökk fyrir! Hinni ágætu og fögru höfn Akureyrar til virðingar og öllum hlutaðeigendum til þæginda, höfðu bryggjur miklar verið reistar, svo stórskip gátu athafnað sig þar. — Voru ekki önnur mannvirki meiri né betri í þann tíð á landi hér. Iðnaðarmenn reistu um aldamót fallegustu hús Akur- eyrar: Samkomuhúsið og Menntaskólann, sem enn sóma sér ágætlega. — Prentverk POB er á sama aldri, og það starfar með prýði. Það fremsta í sinni grein. Kvenfélögin í bænum, stofnuð um aldamót, voru sterkur þáttur í bæjarlífinu, höfðu lengi hjálparstúlkur, sem aðstoðuðu vegna veikinda og annarra erfiðleika. Þau gengust einnig fyrir því að bæta úr yfirvofandi mjólkurleysi í bænum, sem allir kviðu fyrir, og sem við í skólanum þóttumst verða vör við í útliti barn- anna. — Félögin kusu nefnd, sem setti léttivagn undir okkur þrjár konur til þess að fara fram í Hrafnagils- hrepp og safna loforðum um mjólkursölu. — Varð okk- ur vel ágengt. — Sendur var svo listi um bæinn og sett upp útsala. — Þess má að lokum geta, að á þessum árum var Sam- band norðlenzkra kvenna stofnað á Akureyri (1914) og ársritið „Hlín“ hóf göngu sína (1917). Var það í fyrstu talið Arsrit Sambands norðlenzkra kvenna. Ég vil svo enda mál mitt með því að þakka Akureyri og íbúunum góða samvinnu í 60 ár, og óska bænum og íbúunum góðs gengis í framtíðinni. Halldóra Bjarnadóttir. María Flóventsdóttir Framhald af bls. 415. -- að taka á móti gestum, og gat talað dönsku ef með þurfti. Stuttu fyrir aldamótin veiktist María mjög alvarlega. Guðmundur Hannesson, síðar prófessor, sem þá var læknir á Akureyri treysti sér ekki til að gera á henni nauðsynlegan uppskurð, svo hún fór til Kaupmanna- hafnar, og fékk þar góðan bata eftir 7 mánaða fjar- veru. Þegar Hjaltalínshjónin voru í sambýli við þau Jón og Maríu á Möðruvöllum færði frú Hjaltalín, sem var kaupstaðarbarn, það í tal við bónda sinn hvernig á því mundi standa að Maríu og Jóni búnaðist svo miklu bet- ur en þeim. „Það gerir strigasvuntan hennar Maríu,“ var svar Hjaltalíns, og féll talið þar með niður. María var sem sé í augum skólastjórans eljusöm bóndakona, er gekk að öllum störfum sem fyrir lágu hvert sinn, og átti sér hlífðarflík úr sterku efni, hirti hana vel og not- aði hvenær sem við átti. Eitt sinn sem oftar kom Guðmundur bóndi á Þúfna- völlum við hjá Krossastaðahjónum á heimleið úr kaup- staðarferð til Akureyrar. Maríu fannst víst mágur sinn í mestri þörf fyrir matarhressingu, býður honum í búr sitt og setur fyrir hann myndarlega hræringsskál. Rís þá bóndi úr sæti sínu, sem kannske hefur verið búrkist- an, tvíhendir skálina og sendir henni til dyra í Maríu. Hún lét sér fátt um finnast, sneri sér þó við í dyrunum og segir rólega: „Þetta var þér líkt Guðmundur.“ Eins og fram kemur í þættinum um Jón Skjöldung, var hann í meira lagi vínhneigður um ævina, en þoldi drykkjuna vel, og fór sér sjaldan að voða. Umbar María þessi óþægindi með stakri þolinmæði, og æði oft líklega með hetjulund. Á bannárunum dró mikið úr drykkjuskap Jóns, sem svo margra annarra þau árin. Á Akureyri lá þó freistar- inn í leyni, þótt lágt væri á honum risið. Maríu mun því hafa fundizt kaupstaðarferðir bónda síns í þá daga smávegis barnaleikur samanborið við fyrri tíma svaðil- farir. Líklega hefur það verið árið sem ég byggði íbúðar- húsið fyrir Jónas lækni Rafnar á Akureyri, við Brekku- götu (1921), að mér var sagt að eitt sinn hefði Jón á Krossastöðum komið til læknisins og fengið hjá honum eftirfarandi lyfseðil til að fara með í apótekið: Kominn er ’ann hingað ’ann Krossastaða Jón, knýr mig til að gera sína einustu bón. Að lát ’ann fara vonsvikinn ljót mér þykir skömm. Látið þið hann fá þessi tvö hundruð grömm. Læt ég svo lokið hugrenningum mínum og sögusögn- um um heiðurskonuna Maríu á Krossastöðum, sem var af góðum stofnum runnin, lærði hjá dönskum á Akur- eyri og reyndist ágæt eiginkona og húsmóðir, og hjálp- arhella mörgum nágrönnum við veizluhöld, og matseld fyrir ungmenni í Möðruvallaskóla. LEIÐRÉTTING. í október-blaði H.e.b., bls. 358, er kvæðið „Akur- eyri“ eftir Kristján frá Djúpalæk, og hefst á „Viðlagi“. Viðlagið er skakkt og á að vera svona: Vor Akureyri er öllum meiri, með útgerð, dráttarbraut og „Sjallans“-paradís. Við höfum Lindu við höfum KEA og heilsudrykkinn Thule, Amaró og SÍS. 438 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.