Heima er bezt - 01.12.1977, Page 5

Heima er bezt - 01.12.1977, Page 5
„Ég gleymi honum áreiðanlega aldrei,“ segir Rannveig. „Hvernig ætti ég að geta það? Nú er hann eina bamið mitt í þessum heimi.“ Þá segir gamla konan: „Viltu nú ekki Veiga mín spila fáein lög á grammófóninn? Ég ætla að vita hvort ég sofna ekki út frá því.“ „Jú, það skal ég gera,“ segir Rannveig, „þó það veki upp minningarnar þá er það bara gott.“ Hún gengur fram í stofuna, sest hjá grammófóninum og leitar í stórum bunka af plötum sem þar eru í kassa. „í heiðardalnum er heimbyggð mín---- hljómar um stofuna og svefnherbergið. Og Rann- veig sér fyrir sér æskudalinn sinn og minningar svífa fyrir hugarsjónum. Hún var alin upp á heldur af- skekktum bæ sem hét Dalshraun, yngst af sex syst- kinum. Pabbi hennar dó, þegar hún var tólf ára. Mamma hennar bjó áfram með börnunum. Hún var náttúrubam, elskaði dýrin og blómin og fjöllin og ána. Fagnaði vorinu og farfuglunum, undi sér hvergi eins vel og við heyvinnu á sumrin í góðri tíð, tíndi ber á haustin og dáðist að marglitum skrúða fjallanna. Á vetumar skemmti hún sér á skíðum og skautum og bjó til snjókerlingar og vonaði eftir hláku. „Ósköp er heitt og mollulegt inni,“ segir hún og opnar glugga. Söngurinn berst að eyrum göngumannsins, sem stendur nú kyr og hlustar. „Um sumardag er sólin skín og suðar vorkátt fossaval“ — hljómar nú frá fóninum. Já hún man sólbjartan sumardag, þá var skemmtisamkoma í litla sam- komuhúsinu í dalnum heima. Nokkrir ungir menn sungu undir stjóm kirkjuorganistans. Einn söng best og var fallegastur, bláeygður með glóbjart hrokkið hár. Hann hét Eiríkur, og var kaupamaður á bæ einum í dalnum. Þá sá hún hann í fyrsta sinn. Þau dönsuðu oft saman og henni fannst ósköp gaman. Þau skemmtu sér með öðrum unglingum oft um sumarið og ástin festi rætur í hjörtum þeirra. Um veturinn var hún í vist í næsta kauptúni, Eiríkur átti heima þar og stundaði sjó. Um vorið giftu þau sig og keyptu lítið hús utarlega í kauptúninu, þar bjuggu þau um sig, sæl eins og fuglamir sem byggja sér hreiður á vorin. Þá var hún nítján ára, hann tuttugu og eins. Það eina sem skyggði á ánægju hennar var það að Eiríki þótti of gott í staupinu, en hann stillti drykkjuskap sínum mjög í hóf eftir að þau trúlofuð- ust. Þau eignuðust son á fyrsta búskaparári og sól- skin og sæla ríkti í litla húsinu. „Þú bláfjallageimur með heiðjökla hring, um hásumar flý ég þér að hjarta---“ glymur í fóninum. Seint um sumarið, þegar drengurinn var á fyrsta árinu fór hún með hann heim til mömmu sinnar og ætlaði að dvelja þar smátíma. „Margt fer öðruvísi en ætlað er“. Þegar hún hafði dvalið hálfan mánuð á bernskuheimilinu kom presturinn og tilkynnti henni lát Eiríks. Henni var sagt að hann hefði orðið bráð- kvaddur, en seinna vissi hún að dánarorsökin var önnur: Hann hafði slegist í hóp kátra kunningja og drukkið ólyfjan sem varð honum að bana. ,„Og þá skall á náttmyrkrið, þögult sem hel og þungt eins og sorgin.“ ómar í huga hennar. Litli drengurinn var skírður hjá kistu föður síns og nefndur Eiríkur. Hún var með hann um veturinn heima í Dalshrauni. Um vorið giftist bróðir hennar og fór að búa þar, en mamma hennar fór með henni út í kaupstað og settist að hjá henni í litla húsinu, hún ætlaði að passa Eirík þegar mamma hans væri að vinna — og gerði það. Rann- veig vann í fiski um sumarið. Eiríkur heitinn hafði átt lítið orgel og grammófón. Orgelið stóð óhreyft mörg ár eftir dauða hans, en það var stundum spilað á grammófóninn og þá kom í ljós að litli kúturinn hafði svo gaman af því, að það var spilað á hverjum degi, stundum hálfu dagana. Halldóra amma sat með Eirík og spilaði og spilaði, þegar mamma hans var að vinna. „Ríðum, ríðum og rekum yfir sandinn----“ var uppáhaldslagið hans, hann kunni það löngu áð- ur en hann var tveggja ára. Rannveig fór í vist til Einars Jóelssonar kaup- manns. Hann var miðaldra ekkjumaður, barnlaus og vel efnaður. Hún vann þar á daginn, en var heima á kvöldin og næturnar. En svo fór Einar kaupmaður að færa sig upp á skaftið, hann vildi hafa Rannveigu á nóttunni líka og kom nú að máli við hana að verða konan sín. Hún ráðfærði sig við móður sína og hún vildi endilega að hún yrði kaupmannsfrú. Aumingja gamla konan, hún var orðin leið á því að rogga ein heima með bamið alla daga og prjóna og spila á grammófón. Og svo giftust þau Rannveig og Einar og Halldóra og Eiríkur fluttu með henni í kaup- mannshúsið. Eiríkur varð kjörsonur Einars, hann vildi ala hann upp í þeirri trú að hann væri raun- verulega faðir hans. Móðir hans samþykkti það og tók þagnarloforð af ömmunni. Litla húsið var selt og andvirðið varð séreign Rannveigar. Þegar drengur- inn var á fjórða ári, flutti fjölskyldan til Laufeyrar og í þetta hús sem þær mæðgur bjuggu nú í. Einar rak þar mikla verslun og enginn vissi annað en Eiríkur væri sonur hans. Og hann var honum eins og besti faðir, gaf honum dýrindisgjafir, keypti handa hon- um nýjan grammófón, þegar sá gamli varð ónýtur, lét hann byrja að læra orgelspil þegar hann var sex Heima er bezt 389

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.