Heima er bezt - 01.12.1977, Side 11
KETILL S. GUÐJÓNSSON
Tengdamamma
leikin í fyrsta sinni
Seinni hluta vetrar árið 1923 fór fram sýning í
Saurbæjarhreppi í Eyjafirði á leikritinu
„Tengdamamma" eftir eyfirsku skáldkonuna
Kristínu Sigfúsdóttur, sem þá var húsfreyja á
smábýlinu Kálfagerði. Má það undrun valda kvað þessi
kona komst langt á rithöfundaferli sinum við þröngan
kost, við lítil og léleg húsakynni og uppeldi margra
bama. Hafði hún aldrei í skóla farið utan lítilsháttar
uppfræðslu fyrir fermingaraldur. Aldrei hafði hún í
leikhús komið eða séð uppfærslu á leiksviði á því bezta,
sem íslensk leiklist hafði þá upp á að bjóða. Samt tekst
henni að skrifa leikrit, sem hefir farið sigurför um ís-
lenskar byggðir og talið með því bezta, sem íslenskir
leikritahöfundar hafa afrekað á því sviði.
Leikflokkur „Tengdamömmu“ 1923. Fremri röð frá vinstri (hlutverk innan sviga): Jón Sigfússon, Helgastöðum (Jón, gamall ráðs-
maður). Hólmgeir Pálmason, Kálfagerði (Sveinn, vinnumaður). Höfundur leikritsins, Kristín Sigfúsdóttir, Kálfagerði. Ketill S.
Guðjónsson, Eyvindarstöðum (Ari, sonur Bjargará Heiði). MagnúsÁrnason, Litladal (Sr. Guðmundur, prestur í Dal). —Aftari röðfrá
vinstri: Sr. Gunnar Benediktsson, Saurbœ, leiðbeinandi. Ólöf Einarsdóttir, Guðrúnarstöðum (Signý, aðkomukona). Sigurbjörg
Águstsdóttir, Öxnafellskoti (Þura, öldruð vinnukona). Laufey Guðmundsdóttir, Þormóðsstöðum (Björg, rík ekkja á Heiði). Laufey
Kristjánsdóttir, Árgerði (Rósa, fósturdóttir Bjargar). Sigríður Þorsteinsdóttir, Saurbœ (Ásta, kona Ara á Heiði). Valdemar Pálsson,
Möðruvöllum, hvíslari. — Ljósm. Guðm. R. Trjámannsson, Akureyri.