Heima er bezt - 01.12.1977, Side 19
verður það augljóst af máli hans að
verðmætustu eignir hennar, dönsku
skuldabréfin og Eyrarlandseignin,
höfðu ekki verið veðsettar fyrir neins
konar skuldum. Enda munu lesendur
fá að kynnast því í framhaldi af þess-
um þætti að auður maddömunnar
var með ólíkindum mikill og reyndar
furðulegur þegar miðað er við hina
almennu fátækt í landi.
Af maddömunni sjálfri er það að
segja, þegar hér er komið sögu, að
mikil hreyting verður á högum
hennar þrátt fyrir það að sýslumaður
heyktist á því að gera hana að horn-
kerlingu hjá tengdasyninum á
Hrafnagili.
í næsta þætti, Á Brekkunni bjó
einnig fólk, verður meira sagt frá
maddömunni og hennar nánustu.
Jóhann Jakob Mohr mun einnig
koma þar við sögu og ýmislegt annað
sem snertir mannlíf á Akureyrar-
brekku.
10 Afrit úr úttektabók Gudmannsverslun-
ar á Akureyri. Úttekt Madame G.
Thórarensen, Öreland 1860, bls. 222—
228, og úttektabók v. sömu 1861, bls.
144—145. — Héraðsskjalasafn Akureyrar
og Eyjafjarðarsýslu.
11 Johan Gottfred Havsteen (1804—1884)
keypti þessa verslun 1855 af Jóhanni
Gudmann kaupmanni. Nánar verður
vikið að verslunarkaupum í kaflanum
um Brekkuna og íbúa hennar sem birt-
ast mun síðar. í þeim efnum verður
stuðst við veðmálabækur Eyjafjarðar-
sýslu og Akureyrar frá árum 1829—
1881 (ósamstxðar þó) og varðveittar
eru hjá bæjarfógetaembættinu á Akur-
eyri.
12 Afrit af sendibréfi Björns Jónssonar til
Eggerts Briem sýslumanns. Bréfið er
hér birt með stafsetningu skrásetjara,
en orðalag Björns látið halda sér. Það
sem er innan hornklofa er sett á ábyrgð
E. E. — Héraðsskjalasafn Skagfirðinga
- HSk.
13 Fjárhagsástæður, eiginlega franska,
pécuniaire.
14 Stjórnsemi, hér myndugleiki.
15 Skuldabréf.
16 Koma einhverju á hreint, t. d. skuld.
17 Þessi orð Björns benda til þess að ein-
hverja greiðslu hafi Christinn fengið
frá Hrafnagilshreppi fyrir fæðissölu til
niðursetunnar Jóhanns Jacobs Mohr.
Þetta er sama upphæð og opinber gögn
greina frá að Hrafnagilshreppur greiddi
fyrir uppihald Mohrs árið 1860. Annars
var Mohr komið fyrir frammi á Grund
í Eyjafirði og þar hefur hreppurinn
áreiðanlega þurft að greiða eitthvað
með honum. Inná þessi framfxrslumál
verður nánar vikið að í kaflanum um
Jóhann Jacob Mohr hér síðar.
18 Svo ritar Björn þetta lögmannamál.
Samkvæmt orðabók Dahls, Kjöben-
havn 1885, er það ritað requirere, og
merkir að krefjast einhvers í réttarfars-
legum tilgangi.
19 Jörð í Kaupangssveit í nágrenni Akur-
eyrar. Christinn fékk eignarhald á jörð
þessari með kvonfangi sínu. Nánar
í öðrum þætti.
20 Skuldareigandi, hér mun átt við kaup-
menn Akureyrar.
21 Hér er átt við sýslumann (Stefán Thor-
arensen) og amtmann (Jörgen Pétur
Hafstein), en þeir voru yfirfjáralend-
ur maddömu Geirþrúðar samkv. laga-
bókstafnum.
22 Þetta mun hafa verið barnaveiki (dif-
teritis). — Finsen héraðslæknir hélt í
fyrstu þegar veiki þessi kom upp að
um taugaveiki væri að ræða, en síðar
komst hann að hinu rétta. Einkabréf
til skrásetjara, vegna fyrirspurnar frá
honum til Jóns Steffensen prófessors,
og vitnað til þess með hans leyfi.
23 Björn mun eiga hér við skilnaðarmál
Bjarna Jóhannessonar og Wilhelmínu
Lever. Þessi Wilhelmína var önnur
kona en umræðir í 2. kafla hér að fram-
an, en þær munu hafa verið frænkur.
Þessi Wilhelmína var oft nefnd Stór-
hóls-Mína til aðgreiningar frá frænku
sinni og nöfnu. Hjón þessi skildu og
var reitum skipt á milli þeirra með
skiptagerð dags. 8. maí 1861. Stórhóls-
Mína hafði áður verið gift Stefáni
Thorarensen, sem var einn sona Stefáns
amtmanns Þórarinssonar og bjó á Espi-
hóli í Eyjafirði. Hún og Geirþrúður
Thorarensen voru því svilkonur á
tímabili. — Skiptagerð Eyjafjarðarsýslu
1861. — Bæjarfógetaembættið á Akur-
eyri.
24 Páll Johnsen kaupmaður var systurson-
ur Björns Jónssonar eldra, sonur Hildar
systur hans og Jakobs Johnsen (Húsa-
víkur-Johnsen) kaupmanns. Steindór
frá Hlöðum telur sig hafa heyrt að hann
hafi verið nefndur Grænlenski-Páll af
því hann gekk í grænlenskum klæðum
hversdagslega. Þetta gæti bent til þess
að hann hafi einhverntíma á ævinni
starfað við verslun dana á Græn-
landi. Páll Johnsen var merkilegur mað-
ur þótt vínhneigður væri. í Norðan-
fara 18. sept. 1866 segir svo um fram-
kvæmdir hans: „ ... Hann kom hér líka
upp mölunarmyllu er hestar sneru, en
sem eigi svaraði kostnaði svo að hún
lagðist niður aftur. Hann lagði hér
fyrstur manna sporveg eftir brvggju
sinni og upp að húsum sínum, sem hin-
ir kaupmennirnir hafa tekið upp eftir
honum hjá sér, svo að nú má á svip-
stundu aka á vögnum eftir sporvegum
þessum, þá er flytja þarf húsa á millum
eður af skipi og á skip....“ — Af þessu
má sjá hversu stórhuga Páll var, því ég
held að rétt sé með farið að víðasthvar
á landinu (Reykjavík þar með) hafi
vöruflutningar frá farmskipi og upp í
vörugeymsluhús farið fram á herðum
karla og kvenna eða með handaflinu
einu saman. — Þegar Bjöm skrifar bréf
sitt var Páll frændi hans farinn á haus-
inn með verslun sína og var það Carl
Höephner sem seinna keypti hana. —
Lýðir og landshagir. Brot úr verslunar-
sögu. II. Þorkell Jóhannesson, AB,
Rvík 1965, bís. 278.
25 Jóhann Thorarensen, lyfsali á Akur-
eyri 1857—65. Hann var sonur Odds
Thorarensen lyfsala og fyrri konu hans,
Solveigar Bogadóttur frá Staðarfelli,
Fellsströnd, Dalasýslu. Jóhann lyfsali
og Stefán sýslumaður Thorarensen
voru albræður. Oddur lyfsali Thorar-
ensen, fyrsti lyfsali á Akureyri, var
enn einn sonur Stefáns amtmanns Þór-
arinssonar. Um tíma voru fjórir synir
hans starfandi á Akureyri og í næsta
nágrenni: Þórarinn, Magnús, Stefán og
Oddur.
26 Úr blöðum Jóns Borgfirðings. Finnur
Sigmundsson bjó til prentunar. Leiftur
hf., Rvík 1946, bls. 127.
27 Úr úttektabók Gudmannsverslunar
1860, bls. 228 (sbr. 10 hér að ofan).
28 Fundargerðabók Akureyrarbæjar. —
Fundargerð dags. 31. mars 1866: Tilkall
erfingja G. Thorarensen til arfahluta
Jóhanns Jacobs Mohr og réttarsætt í
þv; máli, bls. 53 og 64. — Héraðsskjala-
safn Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu.
29 Veðmálabækur Eyjafjarðarsýslu 1863-
1881 (sundurslitnar þó). — Bæjarfógeta
embættið á Akureyri.
Framliald
Heima er bezt 403