Heima er bezt - 01.12.1977, Síða 25
Bíldur var gamall, en afbragðs góður forustusauður.
Hann var hár vexti og langur, hnýfilhyrndur, stuttullaður
jafnan. Hafði Stefán hirt hann marga vetur á Djúpadals-
seli, þá er hann var vinnumaður í Djúpadal. Þótti honum
vænt um sauðinn, þótt ekki væri hann eigandi hans.
Snemma næsta morgun lögðum við þrír af stað, við
bræðumir og Pétur. Jón var lasinn og fór hvergi. Mun
Stefán oftast eða alltaf hafa verið fremstur. Var ég þrek-
lítill og orðinn slæptur, en Pétur mjög silalegur til gangs. Á
jafnsléttu var snjórinn í hné og mitt læri fram fyrir Sel. En
er við komum fram fyrir Selhreygg, hafði snjóinn drifið
nokkuð saman, líklega um nóttina. Voru stórskaflar í
sumumn giljum og hengjur víða. Tróðum við eina slóð
fram dalinn, allt að Fylhólahvammi. Þar var margt fé í
hóp, sem í rétt væri. Gengum við nú allir að hópnum. Þá
stökk Stefán í hópinn. Leit þá Bíldur til hans og þóttist ég
fullviss, að hann þekkti Stefán. Óð Stefán að Bíld, reiddi
upp stafinn og sagði:
„Ætlarðu ekki að hafa þig í slóðina, karlinn minn?“
Bíldur stökk þá á féð og ruddi sér braut með miklum
krafti, þar til hann náði slóð okkar, en Stefán dreif fjóra
eða fimm sauði strax á eftir honum. Kallaði þá Stefán til
okkar að reka hópinn allan strax á eftir og var ekki
mjúkur í máli, einkum þó við Pétur. Gerðum við þetta,
en gekk þó seint að koma fénu upp úr hvamminum, því
fáeinar kindur gátu gengið jafnfram.
jafnfram.
Svo var slóðin djúp, að er við stóðum utan við hana, sást
engin kindin. Hægt gekk ferðin heim dalinn, en vannst þó
á löngum tíma. En er við komum heim að Miðgili, var
hengjan svo brött, að Bíldur stóð upp á endann í skafl-
brúninni. Leit hann þá til Stefáns, sem var þar skammt
frá. Var Stefán þá snar að fara til hans og lyfta undir
rassinn á honum. Hamaðist Stefán þá að troða slóðina í
skaflinum, svo að allt féð gat runnið í hana á eftir.
Þegar við komum á Selhrygg, þar skammt heimar, stóð
Jón bóndi þar á skíðum. Kom hann til okkar, og spurði
frétta. Sögðum við honum, hvemig gengið hefði, þá sagði
Jón:
„Fyrir löngu vissi ég það, Stefán, að þú áttir fáa þiiia
líka að röskleika, en það gat mér varla til hugar komið, að
þú og þið Bíldur mundu getað afrekað því, sem nú er
orðið.“
Rákum við nú féð heim að Selhúsunum. L^t Stefán
Bíld þar inn og gaf honum vel. Fórum við svo heim að
Djúpadal.
Það taldi ég efunarlaust og allir þeir, sem til þekktu, að
röskleika Stefáns og harðsækni væri það að þakka, að féð
náðist allt heim úr sveltu. Má hann nú sjá sitt fyrra horfið
og er nú til einskis fær af elli og blindu líkt og forðum þeir
Egill Skallagrímsson og Víga-Glúmur í elli þeirra. Þetta
og fleira mun skrifað 1920. Stefán þá á níræðisaldri.
XVI
A fyrstu búskaparárum mínum í Litladal fór ég vor eitt út
á Höfðaströnd að fá Drangeyjarfugl og eitthvað af fisk-
meti. Slógust þá í förina þrír aðrir. Voru það þeir Guð-
mundur Sveinsso'n, þá til heimilis á Brekkukoti, Vagn
bróðir minn, þá á Höskuldsstöðum, og Jón Jónsson bóndi
á Þorleifsstöðum, síðar kenndur við Kárastaði í Hegranesi
og þá kallaður Jón Kári.
Það var um hádegi, sem við lögðum á stað. Veður var
hálfkalt, enda var þetta snemma vors, en jörð var þó
snjólaus. Vorum við komnir um seinan háttatíma út hjá
fjárhúsum frá Miðhúsum í Óslandshlíð. Voru þau niðri
undir sjávarbökkum. Hjá þeim eða i námunda við þau
voru sveitamenn oft vanir að æja hestum sínum. Sváfu
þeir þá oft um stund í húsunum. Ætluðum við nú að gera
þetta, en Jón aftók með öllu að leggjast þar til svefns.
Kvað hann sér vera kölduhætt. Sagði hann, að við skyld-
um fara heim að bænum, mundi hann geta útvegað okkur
rúm. Væri þar á bænum stúlka, náskyld honum. Féllust
þeir á þetta, Vagn og Guðmundur, en ég var tregur. Hélt
ég, að við mundum verða of seinir út á ströndina eða ekki
verða til taks, er sjómenn kæmu að úr róðri, þó lét ég
tilleiðast.
Geneum við nú heim að Miðhúsum. Geta skal bess, að
þá bjó þar Konráð Jónsson, síðar bóndi í Bæ á Höfða-
strönd. Jón fór strax á baðstofuglugga og guðaði, en eng-
inn gegndi. Fór hann þá glugga af glugga, en allt bar það
að sama brunni. Uppgafst hann þá alveg, kom til okkar
bölvandi og skók sig allan, en við hlógum að honum.
Tekið hafði ég eftir því, að hús nokkurt, var yzt af bæjar-
húsum, sem sneri dyrum fram á bæjarhlaðið. Kom okkur
saman um að láta þar fyrirberast og fórum þar allir inn.
Þetta var fjósið. Hrósuðum við happi að fá þau blessuð
hlýindi, sem þar voru. Sex básar voru í fjósinu. Voru
nautgripir á þeim öllum nema þeim fremsta að norðan-
verðu, og var hann lítill. Spilað var á milli básanna með
Drangeyjarfleka-görmum. Vagn og Guðmundur fleygðu
sér strax í auða básinn og kváðu þar fullþröngt. En við Jon
settumst sitt hvorumegin á innstu milligerðirnar og höll-
uðum okkur upp að veggjunum. Við Jón fórum að spjalla
saman í glensi, því að Jón var kátur. Svo fór Jón að syngja.
Var hann raddmaður góður, söng hann meðal annars
þetta: „Sæli bróðir, sár er missir þinn,“ o.s.frv. Tóku þá
kýmar að standa upp og baula. Bað ég hann hætta þessu,
því að kýmar mundu ærast. Töluðum þá enn saman um
stund, þar til að smádró af okkur og við sofnuðum. Veit ég
ógjörla, hve lengi sá svefn var. En upp hrökk ég við öskur
i kúnum og að Jón kallaði:
„Blessaður Simsi, hlauptu aftan undir kúna.“
Ég leit upp og sá, að Jón lá flatur í básnum, en kýrin
hékk í niðurbandinu, og korraði í henni. Ég hljóp aftan
undir kúna, það ég hafði orku til og sagði:
„Hafðu þig upp, bannsettur klaufinn."
„Ég get það ekki,“ sagði hann, „því að kýrin stendur á
úlpunni minni.“ Þó gat hann losað sig eftir litla stund. Var
þá milligerð sú, er hann sat á, rústmölvuð.
„Þetta fór illa,“ sagði ég, „að þú skyldir brjóta milli-
gerðina,“ og leizt mér illa á, ef húsbóndinn sæi þetta.
Framhald í næsta blaði.
Heima er bezt 409