Heima er bezt - 01.12.1977, Síða 30

Heima er bezt - 01.12.1977, Síða 30
Sjaldan á við klerka kært kauðinn nauðagrófur, hefur alla hrekki lært, nema hann er ekki þjófur. Nú vill þjóðin frétta fá, hver fagra lýsing eigi: Hjálmar Jónsson heitir sá — af honum rétt eg segi. Á síðustu æviárum Bægisárklerks voru að alast upp ungmenni í næsta nágrenni við hann sem síðar urðu þekkt í Bragatúni. Auðvitað vill þjóðsagan tengja þessa skálda- grósku nafni hans. T.d. segir að hann hafi átt að segja það við prestsmaddömuna á Steinsstöðum í Öxnadal, Rann- veigu Jónasdóttur, að sonur hennar, Jónas, ætti eftir að verða þjóðskáld. Ekki dettur mér í hug að standa uppi í hárinu á þjóðsögunni, þessari kyngimögnuðustu og líf- seigustu frásögn allra frásagna, en ekki get ég leynt vantrú minni á sannleiksgildi þessara ummæla og kann Jjó „Bægisárskalli“ að hafa átt spádómsgáfu. Trúlegra þætti mér að saga þessi sé verk tuttugustu aldar manna, komin á loft eftir að Jónas Hallgrímsson var orðinn ástsælasta skáld þjóðarinnar. Mönnum hafi þá verið tíðhugsað til þess skáldaúrvals sem úr eyfirskum jarðvegi spratt á þessum árum og viljað gera séra Jón Þorláksson þar að höfuð sáðmanni andlegrar grósku. Nú er alls ekki loku fyrir það skotið að yrkingar séra Jóns hafi að einhverju leyti lyft þessum frjóöngum úr moldu. Þó finnst mér ein- hvem veginn að hlutur hans sé gerður stærri í þessum efnum en réttmætt getur talist. En hitt stendur eftir með þó nokkuð mikilli vissu að andlegt líf eyfirðinga á þessum árum hefur verið fjöl- skrúðugra og upplýsing ungmenna þar miklum mun betri en ímynda mætti sér, miðað við hin afar bágu lífskjör. í nóvembermánuði 1815, þegar ungi maðurinn á Blómsturvöllum var ýmist að skemmta mönnum eða hrella með yrkingum sínum, var haldið brúðkaup á sjálfu amtmannssetrinu á Möðruvöllum í Hörgárdal. Þar gifti amtmaður, Stefán Þórarinsson, dóttur sína, önnu Sigríði, ungum og bráðmyndarlegum fyrrverandi skrifara sínum, Páli Þórðarsyni frá Melstað. Allir hefðu átt að gleðjast yfir þessum málalyktum, ekki síst þeir fátækustu í Möðru- vallaplássinu sem gerðu sér til góða hundrað ríkisbanka- dali sem hinn ríki amtmaður gaf þeim af þessu tilefni, en sleppti um leið öllu tilhaldi í veisluhöldum. Þjóðsagan segir þó að ekki hafi allir verið með hýrri há útaf þessu brúðkaupi. I Fornhaga, í nágrenni amtmanns- setursins, var komung, bráðmyndarleg og vel gefin stúlka, Rósa Guðmundsdóttir, sem á að hafa stappað niður fæti af illsku og heift. Sagan segir að hún sjálf hafi ætlað sér að eiga Pál Þórðarson frá Melstað og haft ríka ástæðu til að halda að svo gæti orðið. Þetta nóvemberdrama á Möðruvöllum og ástir Rósu og Páls Melsteðs hefur enst skáldum til innblásturs á samn- ingu skáldverka fram á okkar daga. Það fer ekki mikið orð af yrkingum Rósu Guð- mundsdóttur í uppvextinum í Möðruvallaplássinu, en síðar gerði hún garðinn frægan í Húnavatnssýslum og þá undir nöfnunum Vatnsenda-Rósa, Skáld-Rósa eða Nat- ans-Rósa. Dr. Guðrún P. Helgadóttir hefur skrifað afar skemmti- lega og fróðlega ritgerð um Vatnsenda-Rósu í hinni merku bók sinni Skáldkonur fyrri alda (II), og þar sýnir hún ótvírætt fram á að Rósa hefur verið óvenjulegum hæfileikum búin sem skar sig úr fjöldanum. Þjóðlagasafn séra Bjama getur laga við vísur sem eign- aðar eru Vatnsenda-Rósu, en hér verður birt ljóðabréf hennar til Pálínu dóttur sinnar. Sólarmæring sælu færi vífi, — dyggð og æra dafni þín dóttir kæra, Pálna mín. Illu gleymi, að þér streymi jafnan allt, hvað þénar yndis til, ægis mena ljósa Bil. Gleymi aldrei guði og degi síðsta, ráð þitt vanda og ræðumar, reikning standa áttu þar. Vefjan hringa, við freistingum máttu búast, keim og ama eim, aldrei gleym að verjast þeim. Góðum verkum gædd með sterkum vömum, glampa úða Gerður, vak, guðs herskrúða á þig tak. Blíðlynd vertu, babba sértu hlýðin, aldrei hæð að aumingjum, auðsýn gæði vesölum. Móður ráðum mæddrar náðu fylgja, en ei sæmir auðar hlín illu dæmin rækja mín. Guð þig eigi, gullhlaðs Freyja, lætur synda granda gjöldin mín, ef gætin vandar breytni þín. Svo stynjandi sárgrátandi bið eg, öllum dregin ama frá, að þig megi á himnum sjá. Lambs hjá stóli líkust sól forkláruð öndin skín um eilíf þín, auðar Hlín frumgetna mín. Þessi ljóðin þinnar móður Rósu, halt til góða, hringa slóð, hrittu móð úr sinnu lóð. 414 Hehna er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.