Heima er bezt - 01.05.1982, Qupperneq 2
Atburðurinn
í Árbæjarsafni
Nú á nýbyrjuðu sumri gerðust þau
tíðindi, sem í senn voru harðla ótrúleg
og óhugnanleg, og vöktu ugg og and-
styggð alls þorra landsmanna. Spell-
virkjar brutust inn í kirkju og bæ Ár-
bæjarsafns og frömdu þar furðuleg
spjöll og gerðu tilraun til að kveikja í
húsum. Fjölmiðlar hafa þegar lýst
þessu að nokkru, og skal það ekki
endurtekið, en mestan óhug manna
vakti það, að skemmdarverkamenn
þessir skyldu hafa níðst á altaristöflu
og guðsorðabókum kirkjunnar, þótt
fullillt þætti að þeir skyldu brjóta fá-
gæta og dýra muni í safninu. En um
sömu mundir voru spjöll unnin á
trjágróðri við Rauðavatn, tré brotin
og söguð sundur.
Þegar vér heyrum um slíka atburði
hljótum vér að spyrja, hvað þeim
muni valda. Ekki er þetta gert í auðg-
unarskyni, og raunar er engan tilgang
að sjá annan en að vinna skemmdar-
verk. Þó mætti láta sér til hugar koma,
að um væri að ræða einskonar upp-
reisn gegn samfélaginu, stofnunum
þess og siðvenjum. Margir telja að hér
hafi unglingar verið að verki, og
verður þá naumast annað sagt, að það
séu gráleg bernskubrek í meira lagi.
Þá er ölvun um kennt, og má það að
vísu vel vera, þótt ekki sé það víst, og
til eru þeir sem hyggja helst að hér
hafi verið að verki ráðvilltir neytend-
ur einhverra annarra vímugjafa. Er
það að vísu öllu ósennilegra en þó
engan veginn fráleit hugsun. En hvað
sem um þetta er, hvort hér hafa ungl-
ingar eða fullorðnir menn verið að
verki, allsgáðir menn eða undir áhrif-
um vímuefna eða áfengis, liggja rætur
verknaðarins dýpra. Þær hlýtur að
vera að rekja til meinsemdar í þjóð-
félaginu, hvar sem hana er að finna.
Það er að vísu gömul reynsla, að
skemmdarverk eru unnin á mann-
virkjum, sem afsíðis liggja eða liggja
vel við. Rúður eru brotnar í auðum
húsum, vegamerki skemmd og spjöll
unnin í sæluhúsum og slysavarna-
skýlum. Öllum slíkum verkum er það
sameiginlegt, að þau virðast þjóna
þeim tilgangi einum að fullnægja
skemmdarfýsn þeirra sem verkin
vinna. Og mætti ef til vill ætla, að
einhver slíkur angi sé falinn djúpt
niðri í huganum, og honum skjóti upp
þegar tækifærið býðst. Er því líkast
sem einhver hluti þjóðarinnar sé
haldinn þessari sýki, þótt hann sé
vonandi ekki stór. En látum svo vera,
að þetta sé til í manneðlinu, en það
afsakar ekki verknaðinn, en knýr á
um að reyna að nema þessa mein-
semd brott, ef þess er nokkur kost-
ur. En þó að fyrirbærið sé ekki nýtt,
þá er margt sem bendir til að þessi
árátta fari vaxandi, og á sama tíma
gerast ýmis ofbeldisverk vor á meðal.
Vera má, að aukið þéttbýli eigi þar
nokkurn þátt í. Dýratilraunir ýmsar
hafa sýnt, að þegar þröngt er um til-
raunadýrin, gerast þau árásagjarnari,
grimmari og geðverri, og hafa sumir
fræðimenn viljað rekja uppþot og
skemmdarverk í stórborgum til sömu
orsaka, þótt slflct sé engan veginn víst.
En þó að einhverjar rætur mætti rekja
til þéttbýlisins, þá skulum vér um leið
minnast þess, að þéttbýli hér er engan
veginn í líkingu við erlendar stór-
borgir, og þó það hefði átt einhvern
þátt í auknu ofbeldi og skemmdar-
verkum, er margt, sem ætti að hamla á
móti. Að vísu má geta sér þess til að
skemmdarverkafaraldurinn hagi sér
líkt og næmur sjúkdómur, og þá um
leið margfalt hættulegri í þéttbýli
borganna en í strjálbyggðinni. Ef allt
er með felldu ætti aukin menntun og
skólanám að vega þarna upp á móti,
þegar svo við bætist kirkjulegt starf og
ótal félög, sem vinna að uppeldismál-
um og menningarstarfsemi. Fjarri sé
það mér að gera lítið úr viðleitni og
starfi þessara aðila, og vafalítið væri
ástandið drjúgum verra, ef þeirra nyti
ekki við. En svo eru önnur öfl, sem
vafalaust eiga hér nokkra sök á, bæði
óviljandi og vitandi vits. Hvarvetna
um lönd grefur um sig lausung og
lítilsvirðing á siðrænum verðmætum,
og það jafnvel í nafni frelsis, raunar
held ég fá orð séu meira misnotuð
nú en frelsi. Allt skal frjálst og agi og
eftirlit nánast bannorð í munni
margra þeirra, sem hæst láta um
uppeldi og skóla. Vafalaust má margt
finna að siðamati og reglum liðinna
tíma. Agi gat hafa verið of strangur.
En miklu vísara er hitt, að aga- og
hömluleysi, sem orðið hefir drottn-
andi í þjóðfélaginu á síðustu áratug-
um er hálfu verra, og það færir
manninn niður á við í átt að frum-
skógastiginu. Og í þá áttina bendir
atburðurinn íÁrbæ.
Ekki má gleyma því í þessu sam-
bandi hve heimurinn er í raun og veru
orðinn lítill. Atburðir, sem gerast á
hinum fjarlægustu heimshornum
verða nær samstundis kunnir um alla
jörð að kalla. Æsifréttir af hverju tagi
sem er, eru eftirsóttar, og á það lagið
ganga fjölmiðlar og skemmtanahöld-
ar. Útvarp, jafnt sjón- og hljóðvarp er
fullt af æsifregnum um hryðjuverk af
alls konar tagi, og blöðin fylgja þar
fast eftir í sinni frásögn. En þó að skýrt
sé frá hinum viðbjóðslegustu of-
beldisverkum er sáralítil tilhneiging
til þess, að túlka þau þannig, að þau
veki andstyggð þeirra sem á hlýða,
miklu fremur má næstum finna sam-
hug fréttamiðlanna með þeim sem
ofbeldið vinna og fer það áreiðanlega
eftir pólitískri skoðun þeirra, enda eru
tilteknir stjórnmálaflokkar, sem ala á
stéttahatri og hvetja til niðurrifs, í
nafni frelsisins, og haga sér eftir þeirri
(Framhaldá bls. 167)
146 Heima er bezt