Heima er bezt - 01.05.1982, Side 5
Forsíðu
viðtalið
Bjarni Egilsson
bóndi á Hvalnesi
áminar
Myndir og texti:
GUÐBRANDUR MAGNÚSSON
Sú ímynd sem Skaginn milli Húnaflóa og
Skagafjarðar hefur í huga flestra, er að þar sé
kaldranalegur og gróðurvana útkjálki. í Skaga-
hreppi eru aðeins tólf bæir í byggð og mörg
eyðibýli. Fáir halda því fram að Skaginn sé bú-
sældarlegur og því hlýtur það að teljast til tíð-
inda þegar einhver byrjar þar búskap, a.m.k.
telst það ekki fréttnæmt þó einhver bregði þar
búi. Þetta eru enn meiri tíðindi fyrir það, að nú
árar illa í landbúnaði og málið fer hreinlega að
fá á sig þjóðsagnablæ þegar nýi bóndinn reynist
ungur og úr kaupstað, aðeins 21 árs þegar hann
tekur sér þetta fyrir hendur. Síðan eru liðin
fimm ár og ennþá býr hann á Skaganum.
Þessi ungi bóndi er Bjarni Egilsson, sonur
Egils Bjarnasonar ráðunauts og Öldu Vilhjálms-
dóttur á Sauðárkróki.
Bjarni hefur alla tíð verið sveitamaður í eðli
sínu og það hefur aldrei komist annað að í huga
hans en að gerast bóndi. Og þegar tækifærið
bauðst út á Hvalnesi á Skaga, þá greip hann
það. Sumum leist ekki á blikuna þegar hans
fyrsta verk var að rífa hluta húsanna sem þar
stóðu. En þeir hinir sömu sáu fljótt að ekki
þurftu þeir að óttast að Bjarni ætlaði sér að búa
Niðri á fjörukambinum er Bjarni búinn að búa til fjöl-
mörg hreiður ef æðarfugiinn vildi vera svo vænn að setj-
ast að þar. Flöggin eru til að fæla veiðibjölluna burtu.
Til að gera staðinn fýsilegri fyrir æðarfuglinn eru dekkin
máluð í öllum regnbogans litum og þjónar belgurinn,
sem Unnur situr á, einnig slíku hlutverki. I baksýn gnæf-
ir Tindastóll.
Hér voru fjárhús Vilhjálms, afa Bjarna, þannig að segja
má að rætur þær sem Bjarni talar um séu einmitt hér.
á húslausri jörðinni, því hann byggði stóreflis
hlöðu, þar sem rúmast hey handa 800 fjár.
Hlöðuna nýtir Bjarni nú einnig sem fjárhús,
geymir vothey í öðrum helmingi hússins og roll-
urnar í hinum, upp undir rjáfri, þannig að vél-
gengt er undir þær. Með þeim hætti sparast mik-
ið erfiði við að moka út úr húsunum.
Kona Bjarna er Hrafnhildur Bjarnadóttir úr
Reykjavík. Má það heita dágóður kjarkur og
baráttuvilji hjá ungri Reykjavíkurstúlku að
flytja úr borginni út á Skaga og búa þar við
erfiðar aðstæður, því enginn þarf að efast um að
það er erfitt að byrja búskap við gamlan og úr
sér genginn húsakost.
Ég spurði Bjarna fyrst að því hvernig honum hefði dottið
í hug að fara að búa út á Skaga.
— Ég hafði lengi gengið með þá hugmynd í maganum
að búa og hafði ásamt föður mínum reynt að verða mér úti
um ríkisjörð á leigu. Það gekk ekki, það var engin jörð í
boði sem hentaði okkur.
Um þetta leyti var ég að byggja mér hesthús inni á
Sauðárkróki og fór hingað út á Hvalnes til að kaupa reka-
við af móðurbróður mínum, Búa Vilhjálmssyni. Hann var
þá búinn að auglýsa jörðina til sölu og var í þann mund að
ganga frá sölunni þegar ég kom til hans. Það barst þá í tal
Heima er bezt 149