Heima er bezt - 01.05.1982, Page 6

Heima er bezt - 01.05.1982, Page 6
Unniff í votheyinu. ,,Vothey er jafnbetra fóður en þurr- hey efmaður leggur áherslu á vandaða verkun." að ég væri að leita mér að jörð og bauð þá Búi mér jörðina til kaups ef ég gæti gefið ákveðið svar strax daginn eftir. Af því að maður var nú í búskaparhugleiðingum. þá skellti ég mér í þetta. — Hafðir þú einhverja peninga til kaupanna? — Nei, nei. Ég var skítblankur, en fékk lán hjá lána- stofnunum og hreppnum. Pabbi hjálpaði mér einnig mikið fjárhagslega. Þá voru hér fjárhús fyrir 3-400 fjár, léleg að vísu og hlöðupláss var lítið. Mitt fyrsta verk var því að rífa hluta af gömlu húsunum og byggja votheyshlöðu, sem ég nýti núna bæði sem fjárhús og hlöðu, Ræktun var þá lítil hér og túnin mjög smá, þau nægðu engan veginn fyrir bústofninn. Ég byrjaði með 230 kindur fyrsta veturinn og heyið af túnun- um nægði ekki. Fyrsta sumarið heyjaði ég á hefðbundinn hátt, en síðan hef ég heyjað allt í vothey. Það er miklu öruggari aðferð, sérstaklega á óþurrkasvæðum eins og hérna út á Skaga. Vothey er jafnbetra fóður en þurrhey ef maður leggur áherslu á vandaða verkun. Nú orðið verka flestir bændur hér um slóðir í vothey og hefur það gefið góða raun. Bændur hér hafa þess vegna komið vel út úr óþurrkasumrunum 1979 og 1981 í samanburði við aðra bændur hér á Norðurlandi. — Manni finnst Skaginn ekki búa yfir miklu aðdráttar- afli við fyrstu sýn. Fannst þér ekki kaldranalegt að flytja hingað? — Nei, Skaginn er ágætur. Nú, svo á ég mínar rætur hér; mamma er fædd hér á Skaganum og hér bjó afi minn. Þar sem ég hafði verið í sveit hafði ég verið fjarri sjó og var því óvanur honum, en núorðið kann ég vel við sjóinn; við eigum ágætlega saman, hafið og ég. Það eru líka oftast minni frost hér við sjóinn og þar af leiðandi betri jörð en upp í landinu, þó hér sé oft næðingssamt. — En fámennið? — Fámennið getur verið notalegt. Félagsleg samskipti verða öðru vísi en í fjölmenninu, fólk er miklu nákomnara hvort öðru hér en í fjölmennari sveitum. — Hvernig er félagslífið? — Við höfum haldið þorrablót á hverjum vetri á Fossi, sem er eyðibýli hér skammt frá, þar er stórt hús sem allir hreppsbúar komast inn í með sæmikegu móti. Á þetta þorrablót mæta allir, nema e.t.v. einn eða tveir. Á veturna höfum við líka haldið eitt til tvöspilakvöld. I hreppnum eru tólf bæir í byggð og sennilega um sextíu íbúar, en þegar flestir bjuggu hér voru þeir á þriðja hundrað. Þá var líka meira um útvegsbændur; menn sem stunduðu sjóinn og höfðu stærsta hluta tekna sinna af því. Slíkt er varla til í dæminu lengur, það var að vísu stunduð grásleppuveiði frá nokkrum bæjum, en hún er að mestu aflögð vegna þess að hana ber upp á sama tíma og sauðburðinn. Einnig á verð- fallið á hrognunum sinn þátt í því. — Hver voru þín fyrstu verk þegar þú fluttist hingað? — Ég byrjaði á því að rækta túnin, bæði gömlu túnin og eins hóf ég nýrækt, en hér eru ræktunarmöguleikar miklir. Það er auðvitað grundvallaratriði að hafa góð tún sem gefa nóg af sér. Jarðvegur hér er mjög súr og því þarf að kalka hann. Það er ekki nóg að henda áburði á túnin, því sáð- gresið lifir ekki í nýræktinni ef ekki er kalkað, það drepst í fyrstu kuldum. Fyrir um tveimur árum voru gerðar efna- greiningar á jarðveginum og þá kom þetta í ljós og ég fór því strax í að kalka túnin ásamt bændum á nokkrum bæj- um hér í kring. Árangurinn varð geysilega mikill, gras- sprettan jókst um allan helming og ég held ég geti fullyrt að uppskeran af kalkborinni nýrækt er þreföld á við gömlu túnin. Samhliða nýræktinni byggði ég hlöðuna; ég þurfti strax að koma mér upp votheysaðstöðu. Fyrir utan það að vot- heysverkun er öruggari en þurrheysverkun, þá er allur til- kostnaður minni, það þarf t.d. færri vélar. Ég byrjaði því á að fá mér sláttutætara og vagn til votheysverkunar í stað þess að endurnýja þurrheysvélarnar. Fyrsta veturinn minn hérna gaf ég rollunum þurrhey, en 150 Heima er bezi

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.