Heima er bezt - 01.05.1982, Síða 11
Skagfirðinga. Hann hefur að sjálfsögðu aðstoðað Bjarna
eftir föngum og þegar ég heimsótti Bjarna í fyrrasumar var
Egill önnum kafinn við heyskapinn í Hvalnesi. Ég spurði
Bjarna hvort ekki væri gott að hafa föður sinn sér við hlið
við búskapinn, en það er að sjálfsögðu óþörf spurning fyrir
þá sem þekkja Egil.
— Jú, vitanlega, hann lifir sig inn í búskapinn þegar
hann er hér útfrá. Og hver veit nema hann skelli sér alfarið
í búskapinn með mér, þegar hann kemst á eftirlaunaald-
urinn; að hann fari að njóta þess sjálfur að búa eftir að vera
búinn að kenna öðrum það alla starfsæfina. Ráðunautur
hefur engan tíma til að búa sjálfur og bóndi hefur engan
tíma til að vera ráðunautur. Það er hins vegar gott fyrir
hann að hafa aðgang að búi, þar sem hann getur prófað
ýmislegt sjálfur, og ég nýt auðvitað góðs af því, en það gera
líka allir þeir sem leita til hans. Það er bara misjafnt hvort
bændur tileinka sér það sem ráðunautarnir hafa fram að
færa, menn eru oft alltof ragir við að taka mark á t.d.
tilraunaniðurstöðum og hjakka stundum í sama farinu og
þykjast vita allt allra manna best. Það hefur t.d. komið í ljós
við rannsóknir að fram að vissum tíma er betra að beita á
láglendi, þangað til gróðurinn er kominn vel af stað í
heiðunum, síðast í júní. Það er betra að beita á láglendi
þangað til og sleppa þá lömbunum á heiðarnar og taka þau
síðan heim þegar gróðurinn fer að falla þar og beita þeim
þá á áborið land. Ég prófaði þetta í fyrra með nokkra
tvílembinga, sleppti þeim töluvert seinna en venja er, beitti
þeim á meðan á úthaga sem er þó í rækt og tók þá fyrr af
heiðinni. Árangurinn varð sá að lömbin urðu jafnari og
tvílembingarnir höfðu náð hinum lömbunum í þroska.
Með þessum hætti nýtir maður gróðurinn alls staðar þegar
hann er á besta þroskastigi. Það leiðir af sjálfu sér að svona
fær maður betri flokkun og meiri fallþunga og þar af leið-
andi meiri afurðir eftir hverja á. Hausatalan segir ekki
nema hálfa söguna, fjögur hundruð fjár geta gefið jafn
mikið af sér og fimm hundruð. Því segi ég það að margir
bændur gætu fækkað fé hjá sér án þess að skerða tekjur
sínar verulega., þeir hafa þá betri aðstöðu fyrir það fé sem
eftir er, geta beitt meira á betra land. Þá gætu þeir nýtt
húsplássið sem losnar undir aðrar búgreinar, og mestar
vonir binda menn við refarækt í þessu sambandi. Sennilega
þolir skinnamarkaðurinn okkur ef við höldum uppi gæð-
um, þeir detta fyrst út sem eru með léleg skinn, því þau eru
seld á opinberum uppboðum. Ef loftslagið og fóðrið reynist
hagkvæmt hér, sem allar líkur eru á, þá er ekki nokkur vafi
á framtíð refaræktar hér á landi.
Meðpabba í vinnuani. Pað er ólíkt að alast upp í sveit eða borg.