Heima er bezt - 01.05.1982, Síða 14

Heima er bezt - 01.05.1982, Síða 14
Horft upp StrjúgsskarS. Laxárdalsfjöllin sjást lengst til hægri. Sveinn AuOunsson. Haustið 1979 héldu tveir ungir menn frá Langadal upp í Laxárdal í Aust- ur-Húnavatnssýslu, þeir Ólafur og Sveinn Auðunssynir. Var erindi þeirra að líta dalinn, hvar afi þeirra, Sveinn Hannesson frá Elivog- um, bjó um tveggja áratuga skeið. Síðast bjó Sveinn á Refsstöðum, ná- lægt miðjum dal. Þegar komið er upp úr skarðinu, sem ber nafn af bænum Strjúgi eða Strjúgsstöðum í Langadal (Strjúgsskarð) blasa Refsstaðir við sjónum ferðamannsins, austan ár. Þar var síðast búið 1945. Eigandi jarðar- innar nú er sonur Sveins, Auðunn Bragi, skólastjóri í Borgarfirði eystra. Sveinn Hannesson fæddist í Mó- bergsseli í Vatnsskarði, hinn 3. apríl 1889. Voru foreldrar hans Hannes Kristjánsson og Þóra Kristín Jóns- dóttir. Var Þóra hagmælt vel. Þarf ekki annað en að minna á visu henn- ar, sem hún orti til Sveins, sonar síns: Gættu þess að guð er einn, o.s.frv., og margir kunna. Nýlega festi sonarsonur Sveins frá Elivogum, Sveinn Auðunsson, á blað nokkrar stökur, sem víkja að dvöl Sveins á Laxárdal, svo og að uppruna hans. Munu vísurnar ekki þarfnast frekari skýringar. I. Tápmiklir, með troðinn mal töltu ungir gumar. Lagt var upp úr Langadal; liðið var á sumar. Stefnu tóku Strjúgsskarð á, stigu létt á foldu. Hæstum vildu hjalla ná, halir meir vart þoldu. Efldist fjör og andans glóð. Enn á ný með malinn haldið grýtta götuslóð gátu —inn í dalinn. Síðla finna sumars má safann hátt hjá snösum. Kroppar tíðum kjarngóð strá kind í efstu grösum. II. Laxárdalur, loks ég þig leit í fyrsta sinni. Hljóð þín fegurð heillar mig; hún er glöggt í minni. 158 Heima er bezl

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.