Heima er bezt - 01.05.1982, Side 17

Heima er bezt - 01.05.1982, Side 17
Papyrusuppskera við Níl. kringdar grænum stoðblöðum. Blóm- in eru tvíkynja og næsta ósjáleg. Plantan blómgast því aðeins að hitinn sé 28-40° C. og því meira, sem bjart- ara er á henni. Vöxtur Papyrusplöntunnar fer mjög eftir vatnsdýptinni. á vaxtar- stöðum hennar. Djúpt vatn dregur úr vexti einkum á vetrum. Ljósstöngl- arnir verða þá fáir en hávaxnir, vegna þess hve vaxtartíminn er langur, en í grunnu vatni verða ljósstönglarnir þéttir og lágvaxnir. Þegar vinna á papyrus er einkum sóst eftir háum stönglum því að þeir endast best. Kjördýpt á vaxtarstöðum er sú, að vatnið nái aðeins upp fyrir brúnu, seigu stofnblöðin neðst á ljósstöngl- unum. Þegar papyrusplantan er ræktuð er best að gera það í umlukt- um þróm, þar sem bæði er hægt að hafa stjórn á vatnsdýpinu og gefa plöntunum nægan áburð. Þá eru þær einnig verndaðar gegn ásókn annarra fenjaplantna. Papyrusuppskeran fer enn í dag fram með líkum hætti og í fornöld. Uppskeran er einu sinni á ári, á haustin. Stönglarnir eru skornir rétt undir vatnsborðinu, síðan eru sveip- arnir skornir af og þeim fleygt. Stönglarnir eru skornir i hæfilegar lengdir og lagðir í knippi. Það er mjög áríðandi að knippin nái ekki að þorna áður en papyrusv'mnsYdn hefst, því að hráefníð verður að vera rakt, ef papyrusgerð'm á að takast. Því halda menn, að hin fornu papyrusverkstæði hafi staðið rétt við papyrusfenin. Vér vitum ekki, hvernig mönnum lærðist að skrifa á papyrus. Elstu papyrus rúllurnar, sem fundist hafa eru frá 3.100 f. Kr. Eins og getið var er vinnsluaðferð forn Egypta ókunn með öllu. Rómverski rithöfundurinn Plinius eldri (23-79 e.Kr.) lýsir að- ferðinni á mjög ruglingslegan hátt. En á frásögn hafa seinni fræðimenn byggt alla sína vitneskju í því efni allt til vorra daga. Ekki skal fremur fjölyrt um það hér, en lýst verður að nokkru þeim tveimur vinnsluaðferðum, sem nú eru við hafðar, en með þeim fæst papyrus, sem mjög er líkur þvi, er vér þekkjum frá forn-Egyptum. Við fyrri aðferðina nota menn nýjar papyrusræmur, sem svo eru gerðar. Þegar papyrusstönglarnir hafa verið skornir í um 70 sm langa búta er græni börkurinn fleginn af þeim. Mergurinn kemur þá fram. Hann er hvítur og er klofinn í 2-3 mm þykkar ræmur, sem síðan eru látnar liggja í hreinsuðu vatni í 24 stundir. Þá eru þær teknar upp og lagðar á flatt borð, og vatninu þrýst úr þeim með valta eða kefli. Aftur eru þær lagðar í hreinsað vatn í aðrar 24 stundir, en nú verður að breiða yfir þær, því að annars verða þær brúnar á lit. Oft verður að end- urtaka þetta nokkrum sinnum áður en haldið verði áfram næsta vinnslustig- inu, en það hefst fyrst þegar ræmurn- ar eru orðnar mjúkar og vel sveigjan- legar og sökkva í vatnið, þá eiga þær einnig að vera gegnsæjar, ef þeim er haldið upp gegn ljósinu. Ræmurnar eru nú lagðar á svonefnt klippiborð og skornar í hæfilegar lengjur allt eftir því hversu stór papyrus örkin á að vera, en besta stærðin er 30x40 sm. Flóki er lagður á borðið undir þær og baðmullardúkur breiddur yfir hann, verður hann að geta sogið í sig vatn. Ræmurnar eru því næst lagðar á dúkinn, og jaðrar þeirra látnir skarast lítið eitt, og þær lagðar svo margar hlið við hlið, sem arkarstærðin krefst. Þá er annað lag af ræmum lagt hornrétt ofan á hið fyrra. Að því búnu eru lögin fergð saman. Frumurnar í frumvef plöntunnar valda því að lögin festast saman við ferginguna. Baðmullardúkur og flóki er lagt ofan á papyrus örkina áður en hún er fergð, bæði til þess að varna því, að lögin gangi á misvíxl, og til að taka á móti vatninu úr ræmunum. Nokkrar arkir eru lagðar hver ofan á aðra með sama hætti, og þær fergðar allar í einu lagi. Gæta verður þess að skipta nægilega oft um flóka að ör- uggt sé að allt vatn tæmist úr papyr- wíræmunum. Hin aðferðin er sú að papyrus ræmurnar eru þurrkaðar, og geta þær þá geymst svo að unnt er að vinna að papyrus gerðinni allt árið, en ekki að- eins á uppskerutímanum. Þegar vinnslan hefst eru ræmurnar lagðar 4-5 daga í bleyti í hreinsuðu vatni. Draga þær þá vatn í sig að nýju og verða mjúkar og voðfelldar sem nýjar væru. Eftir það er aðferðin hin sama og áður var lýst. Loks skal getið um notkun Papyr- usplöntunnar á vorum dögum. í fyrsta lagi er nýr papyrus notaður til að gera við gamlar papyrusrúWur. í öðru lagi eru bátar gerðir úr Papyrusplöntunni víða í Afríku. Papyrusbátarnir hafa marga kosti, og sýndi Thor Heyerdahl nothæfni þeirra í langferðum með ferðalögum sínum á Ra I. og Ra II. og Tigris. í þeim löndum, sem papyrusplant- an vex að marki, hafa menn látið sér til hugar koma að gera úr henni reglulegan pappír, en þau lönd þurfa að flytja inn pappír eins og sakir standa. En rannsóknir í því efni eru enn á frumstigi. St. Std. þýddi.. Heima er bezt 161

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.