Heima er bezt - 01.05.1982, Page 19
Miklar kröfur voru í fyrstu gerðar
til húsnæðis fyrir minka- og refabú,
húsin þurftu að vera ný og miklar og
rammgerðar girðingar umhverfis. Nú
hefur nokkuð verið slakað á þeim
kröfum sem gerðar eru til húsnæðis.
Það hefur þær afleiðingar að bændur
þurfa ekki endilega að fjárfesta í nýj-
um húsum til að geta tekið upp þessa
búgrein, heldur geta þeir jafnvel nýtt
það húspláss sem losnar vegna fækk-
unar á sauðfé.
Um fjörutíu aðilar á landinu hafa
nú þegar hafið loðdýrarækt, sem er
refarækt í flestum tilfellum, rúmlega
þrjátíu þessara aðila eru bændur, að
sögn Ævarrs. Þá sagði hann enn-
fremur að tveir bændur á Suðurlandi
væru byrjaðir á ræktun angórakanína.
Fleiri bændur hafa mikinn hug á
kanínubúskap, en ullin af þeim er
mjög verðmæt svo sem ráða má af því,
að flestir kannast við angórapeysur,
sem þykja ákaflega vinsælar. Ullin er
mjög létt og fíngerð með sérstaklega
loðinni áferð. Þau tvö bú þar sem
kanínurnar eru nú, eru í sóttkví, en
þaðan verður kanínum dreift um
landið ásamt einhverjum viðbótar-
innflutningi.
Ævarr var spurður að því hvort
bændur gætu sjálfir séð um slátrun og
vinnslu skinna af refum og minkum.
„Það verður tæplega heima á bú-
unum, heldur er líklegra að komið
verði upp aðstöðu til slíkra hluta á
þeim svæðum, þar sem loðdýrarækt
verður mikil. Það hefur verið rætt um
að bændur geti valið um það að vinna
verkið sjálfir, til að afla sér aukatekna,
ellegar kaupa vinnuna af þessum
verkunarstöðvum. Það er alveg ljóst
að þetta er einn dýrasti þáttur loð-
dýraræktunarinnar og því lang hag-
kvæmast að koma upp verkunar-
stöðvum, sem margir bændur gætu átt
og rekið í sameiningu.“
— Er ekki verðið fyrir skinnin
mjög sveiflukennt?
„Jú, ekki er hægt að segja annað.
Meira verð fæst fyrir bláref, heldur en
mink, en þrátt fyrir það tel ég ráðlegt
fyrir bændur að vera með hvoru
tveggja, því að sjaldan verður verð-
sveiflan í sömu átt á refum og mink-
um og því eykur það öryggi í afkomu.
Búast má við að það taki nokkur ár
að innleiða loðdýrarækt sem viður-
kennda búgrein á íslandi. Bændur
verða að fá tækifæri til að afla sér
þekkingar á þessu og einnig eru tak-
mörk fyrir því hve hratt er hægt að ná
upp góðum stofnum án innflutnings.
Það er einnig Þrándur í Götu þeirra
bænda sem vilja fara út í loðdýrarækt,
að mjög há innflutningsgjöld eru á
búnaði til slíks búskapar, s.s. á búrum,
á sama tíma og annar samkeppnis-
iðnaður getur flutt tollfrjálst inn í
landið tæki og búnað til framleiðslu.
□ Eitt stærsta vandamálið í sambandi
við minkaræktina í landinu um þessar
mundir er sjúkdómur sem herjar á
dýrin í stóru búunum. Sjúkdómur
þessi lýsir sér í lítilli frjósemi og
hvolpadauða. Ævarr var því spurður
hvort hætta á sjúkdómum væri meiri í
loðdýrarækt, heldur en t.d. sauðfjár-
búskap.
„Þessi sjúkdómur er þess eðlis að
það er hœgt að búa við hann, en að
sjálfsögðu minnkar liann arðsemi bú-
anna. Best væri því að skera niður
allan stofninn og byrja uppá nýtt
með heilbrigð dýr. Við Islendingar
sigruðumst á mæðiveikinni með því
að skera niður og erum alveg lausir
við hana þess vegna. Á sama hátt get-
um við hagað okkur í viðureigninni
við þennan sjúkdóm í minkinum.
Heima er bezt 163