Heima er bezt - 01.05.1982, Síða 21

Heima er bezt - 01.05.1982, Síða 21
Gísli Pálsson bóndi á Hofi í Vatns- dal sagði í viðtali hér í blaðinu snemma á árinu 1981: „Það er grát- legt að horfa upp á hið gífurlega magn af sláturúrgangi, sem er upplagt hrá- efni til þurrfóðurgerðar, en er fleygt víða um land. Og við eigum tvímæla- laust að leita aðstoðar erlendra aðila, bæði tæknilegrar og fjárhagslegrar, við þetta brýna verkefni.“ Við slógum á þráðinn til Gísla og spurðum hvort eitthvað hefði gerst í þessu máli frá því hann sagði þetta. „Það var skipuð nefnd af land- búnaðarráðherra til að fjalla um þetta mál, en í nefndinni var fyrst og fremst rætt um möguleika á framleiðslu fiskifóðurs. Loðdýraræktin var varla inn í myndinni, e.t.v. vegna þess að hún er ný grein og nefndarmenn ekki gert sér nógu glögga grein fyrir fram- tíðarmöguleikunum þar. Megin nið- urstaða nefndarinnar var frekar nei- kvæð, markaðurinn var ekki talinn nógu stór.“ — En er hægt að stunda loðdýra- rækt upp um sveitir ef þurrfóður er ekki til? „Ég tel það forsendu fyrir eflingu loðdýrabúskapar, að framleiðsla verði hafin á þurrfóðri úr fisk- og sláturúr- gangi. Eins og þetta blasir við núna verða bændur að kaupa fóðrið ferskt eða fryst og það gefur auga leið að erfitt er að geyma slíkt heima á bú- unum. Þar af leiðir að aðföng á fóðri eru dýr og tímafrek," sagði Gísli á Hofi. í þessu sambandi má geta þess að sænskt fyrirtæki er tilbúið til sam- starfs við íslendinga um að reisa þurrfóðurverksmiðju sem ynni úr fisk- og'sláturúrgangi. —GM. Ráðunautar í klípu vegna óljósrar stefnu forystumanna □□□ Þaö er orðið nokkuð Ijóst að bændur þurfa að draga saman dilkakjötsfram- leiðsluna. Spurningin er: Hvaða bændur þurfa að draga saman? Við lögðum spurninguna fyrir Ólaf Vagnsson sauðfjárræktar- ráðunaut hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar. □ „Það er á valdi Stéttarsambands bænda, en þar eru skiptar skoðanir um málið. Sumir vilja láta þetta ganga jafnt yfir alla, en aðrir geta ekki hugsað sér þá lausn. Vilja þeir síðar- nefndu láta samdráttinn bitna á bændum sem eru með blandaðan búskap og eru með sauðfjárbúskap- inn sem minni grein en mjólkurfram- leiðslu. Bændur á vissum svæðum landsins hafa að engu öðru að hverfa og verði skorið niður hjá þeim, geta þeir ekki bætt sér upp tekjumissinn með góðu móti. Sennilega verður þó samdrátturinn það mikill að hann muni bitna á öllum sauðfjárbændum. Heima er bezt 165

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.