Heima er bezt - 01.05.1982, Qupperneq 25
mamma. Og í sama bili og Smjörbolla hafði komið sér fyrir
undir borðinu var bankað á hurðina.
Mamma opnaði og æddi þá sú gamla inn.
— Er Smjörbolla heima ídag?spurði hún.
— Nei, sagði mamma. Hann er með pabba sínum út í
skógi að höggva hrís.
— Æ, það var leitt, sagði kerlingin. Ég er nefnilega með
litla gullexi sem ég ætlaði að gefa honum.
— Píp, píp, sagði þá drengur undir borðinu og skreið
undan því.
— Nú þú ert þá heima stráksi. Þú verður sjálfur að ná í
exina í pokann þarna, sagði kerling. Ég er svo gömul og
stirð í öllum kroppnum, sagði hún þreytulega.
En þegar Smjörbolla ætlaði að beygja sig eftir exinni,
greip kerling í hnakkadrambið á honum, tróð honum
rösklega ofan í pokann og batt vendilega fyrir. Síðan tölti
hún af stað heimleiðis. Kerling átti um langan veg að fara
heim til sín og á leiðinni varð hún svo svöng, að hún
stansaði og setti pokann niður, hljóp svo inn í skóginn til að
tína ber. Á meðan gat Smjörbolla komið höndum á
exina og með henni gat hann skorið gat á pokann, sem
hann skreið út um. Hann leitaði síðan að mátulega þungum
steini, sem hann setti í pokann, en þar á eftir tók hann til
fótanna beina leið heim til sín.
Þegar kerling kom útúr skóginum og setti pokann aftur á
bakið sagði hún ánægjulega: — Nú er þetta auðveld-
ara. Síðan gekk hún sína leið. Þegar hún loks kom heim
til sín með pokann, spurði hún stúlkuna, en hún átti ákaf-
lega heimska dóttur, hvort hún væri búinn að sjóða vatnið.
Jú, stúlkan var búinn að því. Þá opnaði kerling pokann til
að láta Smjörbollu í pottinn, en þess í stað kastaðist
steinninn úr og braut pottinn, þannig að vatnið fór út um
allt. Vitaskuld varð kerlingin reið við Smjörbollu, að hafa
leikið svona á hana.
í annað skipti, þegar mamma og Smjörbolla voru ein
heima, fór Gulltönn að gelta.
— Farðu nú út Smjörbollan mín og athugaðu hvers
vegna Gulltönn er að gelta núna. Stráksi út en kom aftur
inn og var óðamála.
— Ó mamma, sama kerling og kom síðast og vildi taka
mig er komin aftur, þessi með hausinn undir hendinni og
pokann á bakinu, hvíslaði hann.
— Flýttu þér þá undir bekkinn, sagði mamma.
Þegar kerling kom inn spurði hún eftir Smjörbollu.
— Hann er að höggva eldivið með pabba sínum úti í
skógi, sagði mamma.
— Leitt var það, sagði sú gamla, því ég er með fallegan
gullhníf sem mig langaði að gefa Smjörbollu.
— Píp, píp, heyrðist þá undan bekknum.
— Þú ert þá heima blessaður drengurinn. Taktu hnífinn
sjálfur úr pokanum, mér er svo illt í bakinu, æmti kerlingin.
Smjörbolla ætlaði þá að taka hnífinn, en kerling var snör
í snúningum eins og fyrri daginn, tróð Smjörbollu ofan í
pokann og batt rækilega fyrir. Hún hljóp við fót áleiðis
heim til sín.
Að þessu sinni þorði hún ekki að stansa til að hvíla sig,
heldur hélt beina leið heim. En þegar hún kom þangað var
dóttirin ekki búinn að hita vatnið. Kerling sagði þá dóttur
sinni að slátra Smjörbollu og sjóða úr honum smjörbollu-
súpu, en á meðan ætlaði hún að fara og bjóða gestum til
veislu.
Stelpan vissi ekki hvernig búa ætti til súpu.
— Ég skal kenna þér þetta, sagði Smjörbolla, komdu og
opnaðu pokann.
Og dóttir kerlingar opnaði pokann og síðan tókst
Smjörbollu að plata hana inn í búrið og gat læst hana þar
inni.
Með gullhnífinn í hendi hljóp Smjörbolla síðan eins og
fætur toguðu heim til mömmu sinnar.
Á leiðinni hleypur hann fram hjá kerlingunni og vin-
konum hennar sem voru á leið til veislunnar, að borða
smjörbollusúpuna. Þegar þær kerlingar sjá Smjörbollu
skilja þær að hann hefur leikið á þær . Verða þær þá svo
reiðar að þær verða álíka svartar útvortis og þær voru
innra. Líkamar þeirra leysast upp í svartri gufu og áður en
þær geta byrjað að elta Smjörbollu kemur norðanvindur-
inn og hrífur þær með sér eins og svarta ösku og blæs þeim
yfir fjallatindana.
Eftir þetta sást aldrei til keriingar, né vinkvenna hennar
og Svartiskógur breytti um nafn og var kallaður Vinalegi
skógur. Allt frá þeim degi sem norðanvindurinn feykti
öskunni í burtu hefur enginn orðið var við vondar kerling-
ar.
— GM þýddi.
Heima er bezt 169