Heima er bezt - 01.05.1982, Síða 26
EFTIR / PÁL ÁSGRÍMSSON
I.
Fagridalur er ein fegursta sveit þessa lands. Framan af
heiðum kemur áin silfurtær í smábugðum og fossum og
dreifir nokkuð úr sér þegar hún kemur niður á sléttlendið.
Neðar í dalnum hefur myndast allstórt vatn og er það
sannkallaður íþróttavöllur sveitarinnar á veturna.
Skautaíþrótt er iðkuð þar af miklu kappi bæði af ungum
sem gömlum, enda eru þar afburða skautamenn.
Við neðri enda vatnsins er stórbýlið Hvammur, gamalt
höfðingjasetur langt aftur í aldir. Þar hafa löngum búið
lögmenn og aðrir höfðingjar og nú býr þar Halldór
Hákonarson sýslumaður, þó líklega verði hann síðasti laga-
maður, sem býr á þessari kostajörð. Þar er skóli sveitar-
innar, kirkja og samkomuhús, sem er þó í sambandi við
skólann.
Kona Halldórs sýslumanns er Guðný Gestsdóttir kaup-
manns í Reykjavík, mikill kvenskörungur og búsýslukona,
enda hefur þeim græðst allvel fé í búskap sínum. En Guðný
er stórlynd og nokkuð örgeðja og finnst hún yfir aðra hafin,
bæði hvað menntun og ættgöfgi snertir og lætur hjú og
annað fólk óspart finna það. Halldór er hæggerður og vin-
sæll og vill leysa öll vandamál með friði og sanngirni.
Þau hjón eiga 2 dætur, Hildur sú eldri, Helga sú yngri.
Við fremri enda vatnsins, hinum megin, býr Árni Þor-
steinsson og kona hans Þorgerður Jónsdóttir prests frá
Hamri 0£ þar búa þau nú.
Ámi er þjóðhaga smiður bæði á tré og járn og oft að
heiman. Búskapurinn hefur því hvílt mikið á Þorgerði, þó
að oft hafi það verið erfitt, því börnin eru 6 og það elsta á að
fermast í vor. Hjalti heitir hann, mikill efnispiltur, bráð-
þroska, stór eftir aldri og mesti íþróttagarpur þar um slóðir.
í öllum leikjum var hann því sjálfkjörinn foringi, enda var
hann heiðarlegur og drenglyndur og ávallt skjól þeirra, sem
minna máttu sín, en gat verið harður og óvæginn ef hann
var órétti beittur.
Hjalti var bókhneigður að eðlisfari eins og móðir hans og
las allt, sem hann náði í og með stálminni, enda langaði
hann mest til að læra þegar hann hefði aldur til, en fjár-
ráðin bönnuðu frekari lærdóm, að minnsta kosti í bili, því
heimilið var fátækt, búið lítið en börnin mörg.
„Kannski lagast þetta þegar við stækkum,“ hugsaði
Hjalti „og við förum að geta unnið með pabba og mömmu,
þá getum við kannski farið ískóla."
„Við þurfum bara að flýta okkur að stækka og vera
dugleg að vinna,“ sagði hann við systkini sín þegar þau
voru að bollaleggja hvað þau ætluðu að verða.
Sigurður bróðir hans vildi vera bóndi, hugur hans var
allur við skepnurnar. Hrefna systir þeirra 12 ára var svo
lagin að hjúkra lömbunum, að Hjalti kallaði hana litlu
hjúkrunarkonuna.
„En hvað ætlar þú að verða, Hjalti minn?“ sagði Þor-
gerður móðir þeirra og brosti til barna sinna þegar hún
hafði heyrt þessar bollaleggingar. „Þú ert alltaf að hugsa
um aðra en ekki um sjálfan þig.“
„Jú mamma mín. Ég vil geta hjálpað þeim, sem eiga
erfitt og langar þó til að komast áfram í lífinu. En svo er
litið niður á þau, sem eru minni máttar og fátækir, en eru
þó ekkert verr gefnir en þeir, sem ríkir eru.“
II.
Nú eru skólaslit í skólanum að Hvammi og því all margt af
aðkomufólki viðstatt því nú fá bömin líka prófeinkunn
sína. Þrjú elstu börnin á Hamri hafa verið í skólanum
þennan vetur. Öll börn eru nokkuð spennt um að vita hvað
þau fá í einkunn að loknum vetri.
Börnin hafa fengið frí meðan gengið er frá einkunnun-
um. Kennarinn segir þeim að hann kalli á þau þegar það sé
búið. Þau eru fegin frelsinu, hlaupa út á grundina framan
við skólann og byrja á leik. Eftir nokkra stund kallar frú
Guðný til dætra sinna og segir þeim að koma inn strax. En
Hjalti svarar henni og segir: „Við eigum eftir að fara inn í
skóla þegar kennarinn kallar,“ og þau halda áfram leik og
þær systur fara ekki, enda er pabbi þeirra prófdómari og
inni í skóla. Eftir nokkra stund kemur frú Guðný og er nú
heldur gustur á frúnni og talar til dætra sinna, en nú var
allur leikur stöðvaður. „Hvers vegna komið þið ekki þegar
égkallaði áykkur?“ Þær ansa engu en Hjalti segir: „Það var
mér að kenna að þær fóru ekki, við eigum að koma inn í
skóla þegar kennarinn kallar og taka við prófskírteinunum.
Hvers vegna mega þær ekki leika sér með okkur eins og
önnur börn?“
Frúin er alveg hissa hvað strákurinn er kjaftfor við
hana. „Þú ert enginn húsbóndi yfir dætrum mínum. Þú
skalt bara snauta heim til þín.“
Hjalti sér að frúin er reið. Hann segir: „Ég skal spyrja
sýslumanninn hvort ég megi ekki vera hérna þangað til
þetta er búið.“
170 Heima er bezl