Heima er bezt - 01.05.1982, Page 27
Frú Guðný þrífur í dætur sínar og rekur þær á undan sér
inn til sín. í því kallar kennarinn og börnin hlaupa inn í
skóla. Börnin setjast og svo er þeim afhent sín prófskírteini.
En Hjalti er kallaður upp að kennaraborði og þar afhendir
Halldór sýslumaður honum bók, sem hann fær í verðlaun
fyrir mjög góða frammistöðu í skólanum. Hann er hæstur
yfir allan skólann. Hjalti þakkar fyrir sig en krakkarnir og
kennara’r klappa.
III.
Og árin líða. Nú er Hjalti sautján ára og stór og þrekinn
sem fullþroska maður. Hann hefur ekki slegið slöku við
íþróttirnar, æft sig eins og hann hefur frekast getað, á mörg
sundmót hefur hann farið og ætíð sigrað. Glímur og hlaup,
sérstaklega skautahlaup, hefur hann yfirburði umfram alla
þá, sem hann hefur keppt við. Það er því ekki að undra þó
að ungu stúlkurnar líti hýrum augum til kappans á Hamri.
Sýslumannsdæturnar eru þar engin undantekning. Sér-
staklega var það Hildur, sem þó lét sér einu gilda þó að hún
heyrði því fleygt, að hún væri skotin í Hjalta. Oft var móðir
hennar harðorð við þær systur þegar þær komu frá því að
vera á skautum og komið var fram á kvöld. Kom þá
stundum fyrir að sýslumaður reyndi að milda konu sína,
því sjálfum fannst honum ekkert athugavert við það, þó að
unglingarnir léku sér saman. Það var ekki laust við að það
vekti deilur milli hjónanna hvað dætur þeirra voru mikið
með unglingunum frá Hamri og svo það, að Halldór
sýslumaður tók ætíð svari Hjalta ef á hann var hallað.
Honum fannst Hjalti fyrirmynd annarra ungra manna.
Þetta gat frú Guðný ekki þolað, fannst það skyggja á dætur
sínar, þær voru fyrirmyndin í hennar augum.
IV.
Það var nú farið að líða að jólum og jólaannirnar senn á
enda. En alltaf vantar þó eitthvað, sem gleymst hefur í
síðustu ferð í kaupstaðinn. í dag, daginn fyrir Þorláksdag.
er unglingspiltur sendur frá Hvammi niður í kaupstað og á
hann að ná í Helgu sýslumannsdóttur og ýmislegt smá-
vegis, sem gleymst hafði. Á Þorláksdag eiga þau svo að fara
tímanlega af stað svo þau hafi bjart, því nú er dagur orðinn
stuttur.
Hjalti á Hamtri leggur af stað niður í kaupstað þennan
morgun, og þangað er hann kominn um það leyti, sem
pilturinn og Helga frá Hvammi leggja af stað heimleiðis.
Hann býður þeim að verða sér samferða heim, hann verði
ekki lengi að ljúka sínu erindi. En þau fara strax, það sé líka
orðið svo áliðið dags.
„Kannski næ ég ykkur, ég reyni að hafa hraða á ferð
minni, mér sýnist veðurútlitið ljókka svo ört,“ og með það
skilja þau.
Hjalti er ekki lengi að ljúka erindi sínu, því hann hugsar
sér að ná þeim Helgu og piltinum frá Hvammi. Það dimmir
óðum í lofti, og Hjalti á von á að hríð sé í aðsigi, honum
heyrist líka að hvíni í fjöllunum og það merkir veðurgný,
hann er því við öllu búinn að mæta hrið.
Oft hafði hann farið þessa leið og þekkti því þau kenni-
leiti, sem á leiðinni voru. Hann er skammt kominn þegar
skollinn er á bindbylur með frosti og roki. Hjalti fylgir eftir
veginum, því þar er helst hægt að átta sig, ef útaf honum fer,
eru bara sléttar grundir og mýrar og ekkert, sem getur leið-
beint. Hjalti gerir ráð fyrir að hann fari að nálgast hálfa leið
að Hvammi, en einskis hefur hann orðið var og fer hann að
undrast. Tekur því til að hóa ef ske kynni að þau heyrðu
það og gætu gefið eitthvert hljóð frá sér. Hann man eftir því
að rétt hjá veginum á að vera gríðar stór klettur, kannski
hafa þau látið fyrirberast þar. Hann heldur samt áfram að
hóa og nú heyrist honum hann heyra, en það er svo veikt að
hann getur varla greint áttina, sem samt heldur hann í
sömu átt og nú heyrir hann greinilega hvaðan hljóðið
kemur. Hraðar+iann sér nú þangað, þó verður hann að fara
gætilega því veðurofsinn er svo mikill. Örlítið rofar nú til og
þá sér hann hvar þau muni vera niður undir á. Hann hóar
og þá koma þau á móti honum. Þau eru bæði hrædd og hálf
kjökrandi. Helga hjúfrar sig upp að Hjalta, en hér er nú
ekki tækifæri til að vola.
„Við verðum að komast upp á veginn aftur,“ segir Hjalti,
„ef við eigum að komast heim að Hvammi í kvöld. Ef við
náum að Stórakletti þá reyni ég að búa ykkur svolítið
betur, mér sýnist þið illa búin í svona veðri.“
„Ég hélt bara að það yrði gott veður,“ segir Helga.
Hjalti leiðir þau bæði svo hann sé viss um að týna þeim
ekki, drengurinn er lítið betur settur en Helga. Senn nær
hann veginum, og svo skammt þaðan sér í kolsvartan
klettinn. „Þá erum við komin á rétta leið,“ segir Hjalti, „og
nú skulum við fá okkur svolítið skjól og reyna að búa ykkur
svolítið betur út.“
Hjalti tekur nú upp úr bakpoka sínum innipakkaðan
böggul og úr honum tekur hann ullarherðasjal og trefil,
sjalið vefur hann um herðar og höfuð Helgu innan undir
treyju hennar.
„Þetta eru jólagjafirnar minar,“ segir Hjalti, „þær koma
sér vel núna.“ Hann reynir að gera að gamni sínu til þess að
hressa upp á kjarkleysi þeirra. Nú tekur hann upp karl-
mannsbuxur og segir við Helgu. „Þú verður nú að reyna að
fara í þessar, ég ætla að hjálpa þér,“ og það skiptir engum
togum, hann smeygir henni í buxurnar, flettir svo upp ytra
pilsi hennar þegar hann hefur verkað það eins vel og hann
getur, svo brýtur hann það utanum hana, en innra pilsið
brýtur hann niður í buxurnar og gyrðir vel og vandlega
utanum hana, svo tekur hann úr barmi sér skrautlegan
skýluklút og bindur hann vandlega um höfuð hennar svo
bara sér í augu og nef. Þá er að athuga fótabúnaðinn,
hún er bara í einum þunnum sokkum. Ekki líst honum á
þetta, hún frýs á fótum svona búin. Hann tekur úr poka
sínum svellþykka ullarsokka og klæðir hana í þá, en þá eru
skórnir of litlir svo hann tekur það ráð að hann klæðir hana
í sokkana utanyfir skóna og næst lætur hann á hana
skinnhanska loðna að innan búna til úr gæruskinni.
Heima er bezl 171