Heima er bezt - 01.05.1982, Síða 28

Heima er bezt - 01.05.1982, Síða 28
„Þá ertu nú komin í ballfötin," segir Hjalti og hlær. En þá er að huga að drengnum, hann er sæmilega búinn en vantar um hálsinn. Hjalti vefur trefli um háls hans og þuklar hann og skoðar og telur sig þá tilbúinn að leggja af stað, honum finnst herða frostið og aukast fannkoman en heldur lægja storminn. Nú er að byrja bregða birtu, nátt- myrkur fer í hönd. „Heldurðu að þú ratir, Hjalti?“ segja þau, en hann svar- ar. „Ég verð að rata annars verðum við úti.“ Vegurinn er farinn að hverfa með köflum. Hjalti hefur sett á sig vindstöðuna þegar hann fór frá Stórakletti. Hann vonar að hún breytist ekki. Það gerir honum auðveldara með að halda veginum. Hann man líka í huganum hvernig vegurinn liggur. Hann er líka vongóður um að sér takist að komast heilu og höldnu að Hvammi, bara að þau uppgefist ekki, en á því er nokkur hætta, því bæði eru þau hrædd og þreytt. Hann hugsar að nú fari að styttast að girðingunni og þá lifni yfir þeim. Hann hefur orðið að leiða þau bæði og oft að halda þeim í skjóli sínu í verstu byljunum, verst þó að náttmyrkrið byrgir alla útsýn, þó eitthvað gæti rofað til. Hann er að verða þreyttur að dragast áfram með þau. Oft hefur hann orðið að brjóta klaka frá andliti sínu og þeirra. En nú finnst honum að hann sjái ljós, bara það sé nú ekki missýning. Þarna kemur þó girðingin og þá hefur þetta verið rétt, en hann þarf að breyta um stefnu ef þetta ljós hefur verið í Hvammi, hann hefur sótt heldur mikið í veðrið. „Nú erum við komin heim,“ segir Hjalti, til þess að reyna að lífga þau svolítið upp, „þá komist þið í hlýjuna,“ en það er eins og allur þróttur sé úr þeim þrotinn. En nú er þó bara herslumunurinn eftir svo ekki dugar að gefast upp. Nú sést vel ljósið svo nú er stutt eftir. Þrautin er loks unnin, þetta er sú harðasta þraut, sem Hjalti hefur komist í. Með þeim fyrstu, sem til dyra koma, eru sýslumanns- hjónin. Þau lofa guð fyrir þessa gestakomu og byrja strax á að verka af þeim mesta snjóinn og það er varla að þau þekki dóttur sína í þessum fötum. „Hver bjó þig svona út, Helga mín?“ spyr frú Guðný, „með svona fínt herðasjal og rósaklút?“ „Þegar Hjalti var búinn að finna okkur og koma okkur í skjól við Svartaklett, fór hann að athuga klæðnað okkar. Sagði að við kæmumst aldrei lifandi heim svona illa búin, og hann var með þetta í bakpokanum sínum. Ég held þetta hafi átt að vera jólagjafir, það var svo vel innpakkað. Auðvitað fuku allar umbúðir í veðrið, og svo sjáið þið hvernig hann bjó mig út, ég væri víst ekki hér ef hann hefði ekki vafið mig i þessu, og svo kom hann með sokka, þykka eins og skinn, en ég kom ekki skónum upp þegar ég var komin í sokkana, svo hann bara klæddi mig úr þeim aftur og lét mig fara í þá utanyfir skóna og mér varð ekkert kalt á fótunum eftir það. En sjáðu vettlingana mamma, þeir eru svo hlýir.“ Helga er nú öll að lifna. Þau eru búin að fá heita mjólk og orðin nokkuð hress. Hjalti hefur staðið hreyfingarlaus og horft á fögnuð fólksins. Halldór sýslumaður segir við hann. „Ætlar þú ekki að fara að verka þig upp, Hjalti minn? Þú ferð nú ekki út í þetta veður meira í kvöld.“ Hjalti er nokkuð seinn til svars en segir með hægð. „Ég ætlaði nú ekki að gista hér.“ Hildur stendur hjá föður sínum og grípur fram í fyrir Hjalta. „Þú ferð ekki héðan Hjalti út í þetta veður.“ Sýslumaður brosir af ákafa dóttur sinnar. Hjalti heldur áfram þar sem hann hætti. „Ég verð þá að biðja þig, sýslumaður góður, að leyfa mér húsaskjól í þetta sinn, þó að ég viti að foreldrum mínum líði ekki vel að frétta ekkert af mér.“ „Þú átt ekki marga þína líka, Hjalti minn,“ segir sýslu- maður. „Alltaf hugsar þú um aðra á undan sjálfum þér, um húsnæði þarftu ekki að biðja, það er þér ætíð til reiðu meðan ég ræð hér húsum.“ Hjalti lítur hlýjum augum á sýslumann, hann sér að þetta er í einlægni sagt. „Ég þakka þér fyrir þessi hlýju orð, ég hef svo lítils til þeirra unnið, ég gerði ekki annað en það sem hver heiðarlegur maður hefði gert, og ég er ánægður yfir því að okkur tókst að komast hingað heilu og höldnu.“ „Nú skalt þú fara að hvíla þig, Hjalti minn,“ segir sýslumaður. Hann kallar á Hildi dóttur sína og segir, „þú sérð um að fötin hans verði þurr í fyrramálið, ég ætla að fara með honum upp í herbergi, ég vona að þar sé hlýtt.“ Hjalti snýr sér að Hildi og segir: „Mér þætti vænt um ef þú þurrkaðir fötin, sem Helga systir þín var í frá mér.“ „Mamma sér nú um þau, hún er svo hrifin af herðasjal- inu, hver á að fá það?“ Hildur roðnar er hún segir þetta en Hjalti svarar jafn saklaust eins og spurt var. „Það á að vera jólagjöf handa mömmu.“ „Eru þetta kannski allt jólagjafir, sem þú varst með?‘ „Elest af því var það.“ „Og þú reifst það upp til þess að skýla þeim með þeim.“ „Þær eru til þess ætlaðar að nota þær og komu sér vel í þetta sinn,“ segir Hjalti. „En nú eru þær ekki lengur jólagjafir þegar búið er að nota þær,“ segir Hildur. „Jú engu síður, úr því þörf var fyrir þær.“ „Þetta er fallega hugsað,“ segir Halldór sýslumaður. „Nú komum við, ég þarf að spjalla svolítið við þig.“ Hildur sér að pabbi hennar vill vera einn með Hjalta og hún býður brosandi góða nótt. Hjalti er nú búinn að fá heitan og góðan mat og finnst hann nú vera búinn að ná sér eftir allt hríðarvolkið. Hann hefur bara áhyggjur af foreldrum sínum, sem hann veit að munu vera óróleg að vita ekkert um hann. Þegar þeir eru komnir í herbergið fer Hjalti að afklæðast en sýslumaður sest og segir: „Hefur þú ekki hugsað þér að fara eitthvað í lærdóm, Hjalti?“ „Ég hef nú oft hugsað um það, en það er nú ekki nóg. Ég var að svipast um það í þessari ferð hvort ég gæti ekki fengið svo sem tveggja mánaða tilsögn í undirbúningi undir menntaskóla, mig langar alltaf til að læra.“ „Og fékkstu loforð fyrir því?“ „Ekki ákveðið, en ég fæ að vita það seinna eða um nýjárið.“ „Þú skalt ekki hugsa meira um það, en kemur til mín og verður hérna, mig langar til að sjá þér fyrir nokkurri und- irbúningskennslu. Ég hef fengið hingað vel menntaðan 172 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.