Heima er bezt - 01.05.1982, Síða 30
En unga fólkið fór sínu fram. Hjalti var 1 Qca mjög vinsæll
á heimilinu. Hann var ætíð tilbúinn að hjálpa ef á þurfti að
halda, og oft hafði hann gripið í fjárhirðinguna eins og
hann hafði líka lofað.
Halldór sýslumaður var ætíð hlýr í viðmóti við Hjalta,
hann vissi vel um það, að hann hjálpaði dætrum hans oft
við námið og hafði ekkert á móti því.
Eitt sinn er Hjalti var að glíma við enskunámið sitt kom
Hildur inn til hans og sér að hann er áhyggjufullur þegar
hann lítur upp. Hún segir:
„Hvað ertu að fást við?“
„Ég er ekki ánægður með enskustílinn minn.“
„Ég kem bráðum,“ segir Hildur og fer.
Eftir nokkra stund er enn bankað á dyr hjá Hjalta, en nú
er það sýslumaður, sem heilsar brosandi.
„Hvað ertu nú að brjóta heilann um, þú ert ekki ánægður
sé ég, má ég sjá?“
Hjalti réttir honum blaðið, sem hann var að skrifa og
segir: „Ég er ekki ánægður með þetta, ég finn það á mér
að það er ekki gott.“
Halldór les þetta yfir og segir svo ósköp rólega. „Margur
hefur nú gert lakari stO eftir lengri tíma en þú ert búinn að
hafa í enskulærdómi og kalla ég þetta góðan árangur á svo
stuttum tíma.“
Halldór bendir honum á nokkrar setningar, sem betur
mættu fara og segir svo: „Komdu til mín þegar þér finnst
þú ekki ánægður með stdinn þinn, ef ég get eitthvað lagað
hann er það velkomið, þú ert nú svo oft búinn að hjálpa
stelpunum mínum að þú átt víst fyrir því ef ég gæti eitthvað
gert fyrir þig. Þú ert alveg sérstakur námsmaður,“ og svo fer
Halldór sýslumaður.
VI.
Mikil og góð svell hafa verið á Fagradalsvatni undanfarið
og hafa unglingarnir óspart notað það. Safnast hafa saman
á kvöldin fjöldi af fólki, ungir og eldri, í leikjum og keppni
og reynt þar kunnáttu sína og leikni. Þeir Hjalti og Sigurður
bróðir hans eru taldir bestir á skautum af ungum mönnum,
enda hafa þeir æft sig af kappi þegar svell hafa verið og svo
kenna þeir ungu stúlkunum listir sínar, sumir segja að þeir
leiði sýslumannsdæturnar oftar en aðrar, enda beri þær sig
vel eftir þvi. Hrefna, systir þeirra bræðra, er oftast með
þeim, hún er skólasystir Helgu og fer vel á með þeim.
Komið hefur fyrir, að þær systur, Hildur og Helga, hafa
farið fram að Hamri að leik loknum, því ekki er lengi verið
að bera sig yfir á svellinu. Þær eru því ekki alveg ókunnar
þessu heimili og þykir þeim þar gott að koma. Þar mætir
þeim ætíð hlýja og glaðværð.
Nú hefur verið ákveðið að hafa skautamót um næstu
helgi og ætlar skólinn að sjá um það. Mikil tilhlökkun er í
unglingunum, því þangað koma efalaust allir bestu
skautamenn sveitarinnar og í grennd. Hjalti hefur reynt að
búa sig vel undir þetta mót, meðal annars smíðað sér nýja
skauta, því oft hefur hann smíðað smávegis í smiðju þegar
faðir hans hefur verið að vinna annars staðar, og nú ætlar
hann að prófa þá í fyrsta sinn á laugardaginn við mótsdag.
Enginn veit um þetta nema Sigurður og Hrefna fyrr en
hann er kominn á svellið og farinn að prófa þessa nýju
gripi, járnin eru spegilfögur svo fljótt er tekið eftir því að
hann er á nýjum skautum. Ýmsir eru forvitnir og vilja vita
hvaðan hann hafi fengið þá, en hann gefur ekkert út á það.
Hjalti reynir nú allar þær listir, sem hann kann og reyn-
ast skautarnir í alla staði vel. Honum finnst hann öruggari á
þeim nýju í öllum snúningum og afturábak.
Hildur vill vita hvar hann hafi fengið svona spegilfagra
og fallega skauta, en Hjalti segir að þeir séu nú nýir núna,
en það þurfi að passa þá vel ef þeir eigi að haldast svona
fagrir. Það þurfi að þurrka þá vel þegar farið sé af þeim og
ekki megi láta járnin slást saman, það gæti skemmt rað-
irnar.
„Þú verður að segja mér hvar ég get fengið svona
skauta,“ segir Hildur, „ég bið pabba að útvega mér þá, bara
ég fái að vita hvernig sé hægt að fá þá.“
„En það get ég nú ekki, kannski verða margir á svona
skautum á morgun,“ segir Hjalti, „og þá færðu að vita
það.“
„Er þetta eitthvert leyndarmál, það er alveg eins og þú
hafir stolið þeim og megir þess vegna ekki segja hvar þú
hafir fengið þá.“ Hildur er móðguð yfir því, að Hjalti vill
ekki segja henni þetta.
„Nei Hildur, þeir eru vel fengnir, en mér hefði ekki
dottið í hug að þú álitir mig þjóf.“ Hann er sár yfir þessari
aðdróttun Hildar, hélt að hún hefði annað álit á sér.
Hildur iðrast eftir að hún skyldi segja þetta um Hjalta.
hún sér að hún hefur sært hann. Hún rennir sér til Hjalta og
nær í handlegg hans og segir: „Fyrirgefðu mér að ég skyldi
segja þetta.“
„Við skulum ekki tala meira um það,“ segir Hjalti. „Ég
vona að þú fáir aldrei ástæðu til að halda svona um mig.“
„Viltu leiða mig Hjalti?' segir Hildur auðmjúk.
„Er ég nógu góður til þess?“ Hjalta er þungt um svarið.
„Vertu ekki reiður við mig Hjalti, ég er víst svona ógætin
í orðum, ég vona að þetta verði mér að varnaði fram-
vegis.“
Þau leiðast góða stund þar til þau mæta Helgu, sem segir
við Hjalta og brosir: „Sérðu nú enga nema systur mína?“
„Ég sé þig,“ og hann sleppir Hildi og tekur Helgu. Þau
renna sér burt.
Fólkið er nú að tínast burt af svellinu og halda heim.
Hrefna og Sigurður mæta Hildi og bjóða henni að skreppa
með þeim heim að Hamri og nú koma Hjalti og Helga. Þau
eru strax til í að samþykkja þetta og allur hópurinn rennir
sér með flugferð fram vatnið.
Þegar að Hamri kemur er tilbúið heitt kaffi með brauði,
allir eru glaðir og heitir eftir sprettinn.
Að kaffi loknu segir Þorgerður: „Drengir mínir, þið
verðið að fylgja systrunum heim úr því þið fóruð að narra
þær þennan krók.“
Var það fúslega samþykkt.
174 Heimaerbezt