Heima er bezt


Heima er bezt - 01.05.1982, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.05.1982, Qupperneq 32
Umsagnir um bækur Eitt merkasta ritsafn um fclandssöguna Steinar J. Lúðvfksson: ÞRAUTGÓÐIR Á RAUNASTUND. Rvfk 1981. öm og örlygur. Þetta er 13. bindi hins mikla ritsafns um sjóslys og björgunarstarf hér við land, og er með því lokið að skrá samfellda sögu þeirra atburða frá aldamótum til ársins 1958. Ætlunin er að taka síðan til við það ár og halda áfram til samtíðar vorrar. Er þar að visu um mikið verk að ræða og vandasamt en allt verður það léttara en hið fyrra og miklu meira um nákvæmar samtímaheimildir. Verk þetta sem heild er einstætt í íslenskri bókagerð og stórmerk heimild um mikilvægan þátt í menningar- og atvinnusögu vorri. Þar sést á öðru leit- inu hvílíkan ógnarskatt þjóðin hefir gold- ið í baráttu sinni við sjóinn, skatt, sem alltof sjaldan er minnst á þegar rætt er um atvinnusögu vora. Vér getum hvarvetna í skýrslum lesið um eignatjón samfara sjó- sókninni og það metið til verðs, en lítið er um hinn mannlega þátt, mannraunirnar, mannslátin, ástvinamissi og harmsögur. Að vísu fáum vér ekki skyggnst nema lauslega um þá þætti í þessum bókum, aðra en þá, er snúa að mannraununum sjálfum, baráttunni við hafið og hetju- dáðir sem drýgðar eru í því sambandi. Ef vér berum saman frásagnirnar frá fyrsta og sjötta tug aldarinnar fáum vér best séð hvflíkt þjóðnytjastarf Slysavarnafélag Is- lands hefir unnið ásamt öllum sínum deildum. Þó ekki væri annað en sýna það, væri ritsafn þetta hið merkilegasta en vitanlega er atburðasagan sjálf megin- þátturinn. Um þetta nýjasta bindi sjálft er ekkert sérstakt að taka fram umfram hin fyrri. Þama eru að venju greinagóðar frá- sagnir af atburðum og til þeirra efnt eftir því sem best hefir verið unnt. Mesta harmsaga þeirra ára, er bindið fjallar um, er sjóslysið við Vestmannaeyjar 1901. En margar aðrar átakanlegar sögur er þarna að finna, og ekki er sneitt hjá fyrirburðum, draumum, sýnum og forspám, sem löng- um hafa fylgt þjóð vorri, og leyfir oss að skyggnast lítilsháttar inn í hinn dulda heim umhverfis oss. Loks flytur þetta bindi viðauka og leiðréttingar við fyrri bindi og er að því mikil bókarbót. Þrautgóðir á raunastund er þegar eitt merkasta ritsafn um sögu vora og hefir höfundur þess með því sest á bekk með okkar gömlu og góðu árbóka- og annála- höfundum. Verkin eiga enn erindi við okkur þó þau séu ævagömul Aiskýlos: ÞRÍR LEIKIR UM HETJUR. Rvik 1981. Menningarsjóður. Enginn samtíðarmanna var ötulli við að kynna oss forngríska menningu og skáld- skap en dr. Jón Gíslason. Má að nokkru lflcja honum við Sveinbjörn Egilsson á sínum tíma. Skömmu fyrir andlát sitt hafði hann gengið frá handriti að þessari bók, sem flytur þrjá af hinum frægustu harmleikjum Aiskýlosar, sem af mörgum er talinn eitt mesta harmleikjaskáld forn Grikkja og jafnvel faðir gríska leikhússins. Og svo er kraftur verka hans mikill, að þau lifa enn í dag og eiga sífellt erindi til manna, þótt árþúsundir séu liðnar frá sköpun þeirra. Því verður að vísu ekki neitað að lestur þeirra krefst nokkurs erfiðis af lesandanum, en því meiri verður ánægjan þegar komið er að kjarnanum. En ágætir formálar og skýringar þýðand- ans dr. Jóns Gíslasonar eru þar mikilvæg og ómissandi hjálp, en með þeim og þýð- ingum sínum hefir hann opnað hinn forngríska heim fyrir íslenskum lesend- um. Menningarsjóður hefir unnið gott verk með útgáfu þessara rita og annarra þýðinga dr. Jóns. Og er vonandi að ís- lenskir lesendur kunni að meta það að verðleikum. Útgáfan er öll hin snotrasta. Frásagnargáfa, og þróttmikið tungutak Ásgeir Jakohsson: HINN SÆLI MORGUNN. Rvík 1981. Þjóðsaga. Ásgeir Jakobsson leggur á margt gjörva hönd í ritmennskunni, blaðagreinar, sjó- mennskulýsingar, stórar ævisögur og nú síðustu árin skáldsögur, og er þessi önnur bókin í þeim flokki. Það er raunar sama, hvar Ásgeir stingur niður penna, þá er alls staðar eftir honum tekið, kemur þar til ágæt frásagnargáfa, staðgóð þekking á öllu, er lýtur að sjómennsku og útgerð, og síðast en ekki síst þróttmikið tungutak og hispursleysi í orðavali og frásögn, án þess að hann velti sér upp úr grófyrðum, en öllu kemur hann til skila. Þessi skáldsaga nýtur allra þessara kosta, enda þótt sjó- mennskan sé þar lítil fyrirferðar, en í þess stað kemur ástarsaga blóðheitra persóna, sviksemi og sorgir, og verður ekki annað sagt en höfundur komist vel frá því öllu. Þá tekur hann og fyrir byltingar þjóðlífs- ins og dregur þar upp skemmtilegar myndir, þótt sumar séu nokkuð skrum- skældar. I stuttu máli sagt, læsileg saga, sem lofar góðu, þegar Ásgeir sest næst niður við sagnagerð. Tilvalin bók til sjálfsnáms ALHEIMURINN OG JÖRÐIN. Rvík 1982. Bókaklúbbur Arnar og örlygs. Þetta er nýstárleg bók bæði að efni og útliti. Eins og nafnið bendir til er hún tví- þætt, fyrri hlutinn er heimsfræði, og er þar fjallað um flest það sem máli skiptir um alheiminn, eða ef til vill réttar að orði komist um stjörnufræðina, hina dulræðu og heillandi vísindagrein, sem allt aftan úr grárri forneskju hefir laðað til sín hugi lærðra manna og leikra. Hér segir frá eðli alheimsins, sólum, og sólkerfum, rann- sóknatækjum og starfsháttum og loks er ágrip af rannsóknasögu alheimsins gegn- um aldirnar. I síðari kaflanum,. sem 176 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.